Hverjir eru Þjóðarhagur?

Ég er dálítið hugsandi yfir þessu Hagadæmi.  http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item313352/

Þeir sem kalla sig þjóðarhag ætla ekki að gefast upp við að komast yfir eignir Baugsfeðga.   Og landinn dansar með.  Tökum Lúkasin á þetta sum sé.

Var að hlusta á dægurmálaútvarpið í gær og flestir sem hringdu einn ætla sko ekki að versla í Bónus eða öðrum verslunum Baugsfeðga.  Svo hringdi maður að austan.  'Eg hef aldrei á minni ævi fengið betri kjarabætur en þegar Bónus kom austur sagði hann.

Og ég segi það sama.  Við komu Bónusar á Ísafjörð lækkaði vöruverð um allt að 30 %.  Fyrir Bónus fór fólk vikulega eða hálfsmánaðarlega suður til að versla þar allt sem mátti geyma.  Meira að segja fólk sem básúnaði að við ættum að versla í heimabyggð sást laumast með fullar kerrur af vörum um Bónus í Reykjavík. 

Nú veit ét ekki hverjir það eru sem eru í Þjóðarhag.  Einhverjir hafa sett lágmarksupphæð í dæmið til að vera með.   En málið er að það er leyndarmál hverjir aðalfjármagnararnir eru, og það verður ekki gefið upp.  Hef heyrt töluna 100 hæstu borgarar.    Kannast einhver við svoleiðis vinnubrögð?  Hvað vitið þið kæru kóarar um þá sem ætla sér að reka og stjórna þessum þjóðarhag?  Ég hef heyrt rætt um Finn Ingólfsson og S-hópinn.  Hugnast það almenningi að færa þeim Haga á silfurfati.  Eru þeir eitthvað skárri en Bónusfeðgar?

Alla vera er að mínu mati skítalykt af því af hverju menn ætla ekki að gefa upp hverjig borga mest.  Hvað liggur þar að baki?  Mér er sagt að þessi Guðmundur Franklín hafi verið mikið umhendis Rauðaherinn sem starfræktur var á Þingeyri, þar sem örugglega var eitthvað gruggugt við reksturinn.  Það væri gott að fá upplýst um þá tengingu og hvað gekk á í þeim rekstri og hvernig sá ágæti maður tengdist því.

Málið er að flestir sem koma þarna inn með fé, komast aldrei til að ráða neinu.  Heldur tel ég hér vera á ferðinnni einhverskonar yfirtaka undir yfirskini þjóðarhags, nafnið er fallegt, en hverjir standa að baki og um hvað snýst þetta þegar allt kemur til alls. Erum við ekki allof fljót á okkur að fylgja eftir einhverju sem við höldum að sé eitthvað betra en það sem var?  Bjöllusauðir sem hlaupum eftir bjölluhljómnum án þess að reyna að gera okkur grein fyrir því hvert er verið að leiða okkur.

Ég vil nefnilega frekar hafa Bónus eins og það er, með jafnaðarverði um allt land, og halda mínum kjarabótum, heldur en að þurfa að horfast í augu við að verðið hækki og jafnvel vöruúrval minnki.

Bónus hefur staðið sig vel hér á Ísafirði og ég ætla að láta þá njóta míns stuðnings fyrir það hvað þeir hafa staðið vel að málum hér. 

Grasið er nefnilega ekki alltaf grænna hinu meginn.  Og skúrkarnir eru sérfræðingar í að klæða sig í sauðagæru ef sá gállinn er á þeim.  Þess vegna verða menn að krefjast þess að fá að vita hverjir standa að þessu og fjármagna þjóðarhag. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

100% sammála, ég ætla að versla þar sem er hagstæðast að versla og það skiptir mig engu hvað verslunin heitir.

Jóhann Elíasson, 25.11.2009 kl. 12:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einn fugl í hendi er betri en tveir í skógi.  Og svo vil ég fá að vita hverjir standa þarna á bak við og ætla sér að taka yfir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2009 kl. 12:40

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Agerlega sama sinnis. Ég er löngu hættur að taka neinu sem gefnu í spunanum hér.  Það er sama hversu göfugu nafni menn skíra sig. Raunar segir nafngiftin mér að eitthvað lýðskrum er í gangi  og þar með treysti ég þessu jafnvel síður en ella.  Þetta er nokk enn eitt glæpakrullið. Það væri þá fyrsta undantekningin í heilt ár, ef svo væri ekki.  Hér hafa tvær klíkur alltaf barist um einokun. Þessi klíka lyktar eins og kolkrabbinn.

Gagnsæi takk.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2009 kl. 15:17

4 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Fyrir mér snýst þetta ekki um Bónus, út af fyrir sig. Bónus má alveg vera Bónus áfram. Ég vil hins vegar að viðskiptaeignahaldsblokkir séu brotnar upp, sama hvort þær séu úr Baugsranni eða annars staðar. Mér er engin þægð í því að einhver annar eigi allar þessar verslunarkeðjur í einum pakka, það er áfram einokunarþefur af því.

Það er í hæsta máta óeðlilegir viðskipahættir að bjóða fólki upp á að fjárfesta með sér en segja því ekki hverjir hinir fjárfestarnir eru. Ég á ekki von á að viðskiptajöfrir sætti sig á það hver gagnvart öðrum.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 25.11.2009 kl. 15:40

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er ekki viss um að það sé verkefni bankanna að skipta fyrirtækjum upp. Samkeppnisstofnun er til þess. Hef heyrt því fleygt að S hópurinn standi á bak við Þjóðarhag. Framsóknarmenn með dökka slóð. Finnnur Ingólfsson, Þórólfur Gíslason og fleiri. Sú saga er nóg fyrir mig til að fara í andstöðu við hópinn. Bónus hefur lækkað vöruverð mikið og mun vonandi halda því niðri áfram.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.11.2009 kl. 17:59

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín

Þegar ég er stödd á Akureyri eða Egilsstöðum þá fer ég að sjálfsögðu í leiðinni í Bónus.

Mér finnst eitthvað skrítið við atburðarásina sem er í gangi hjá Bónus núna eða hvað nú sem þetta allt heitir - Hagar.

Jón Ásgeir er að basla í öllu og bjóða hluthöfum að kaupa að mér skilst. Hvernig finnist okkur ef nýi Landsbankinn væri að bjóða Björgólfsfeðgum að kaupa hlut í Landsbankanum. Ég viðurkenni að ég er ekki nógu vel að mér í þessu en það er óhreint mjöl í þessum Bónuspoka og er það miður.

Vona að allt fari heiðarlega fram og að Bónus lifi

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.11.2009 kl. 19:24

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hólmfríður einmitt Það sem mig grunar. Og svo átti bara að ljúka þessu af í hvelli áður en nokkur áttaði sig, til að þessir aðilar fengju allt á silfurfati.  En menn ættu nú að krefjast þess að upplýst yrði um alla sem ætla að kaupa sig inn í Þjóðarhag.  Við erum nefnilega orðin leið á leyndinni sem hvílir yfir öllu hvort sem það eru stjórnvöld eða fyrirtæki.  Það er komið nóg.

Ólöf eins og Hólmfríður segir þá er það ekki bankanna né pólitíkusa að skipta upp fyrirtækjum til þess höfum við samkeppnisstofnun.  Það á bara að sjá til þess að hún virki.

Rósa mín já ég ætla mér að versla þar sem vöruverðið er lægst og það er hér á Ísafirði í Bónus.

Jón Steinar sammála þér um spunan og ekki vantar spunmeistarana.  En ég vil ekki fá Shópinn með Finn Ingólfsson í fararbroddi inn í verslunina, það er nóg að þeir sviku út bankana á sínum tíma, þ.e. að mínu mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2009 kl. 19:37

8 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Hjartanlega sammála þér Ásthildur. Jóhannes hefur sannað sig sem lágvörukaupmaður, og á því að halda áfram. Hann hækkaði kaupmátt okkar Ísfirðinga verulega með því að færa okkur Bónus. Hann verður sjötugur á næsta ári og er reiðubúin að halda áfram verslunarrekstri þrátt fyrir það. Vonandi gengur það upp hjá honum.

Bjarni Líndal Gestsson, 25.11.2009 kl. 23:26

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér gæti ekki staðið meira á sama um það hver á búðina sem ég versla í...Málið er að ég lifi núna og vonandi eitthvað aðeins lengur og þarf eins og flestir að láta kaupið mitt endast allan mánuðinn og þess vegna versla ég einfaldlega þar sem vöruverð er hagstæðast, hvort sem það heitir svo Bónus eða eitthvað annað, þá fer ég þangað... með ánægjuEn auðvitað fæ ég hroll niður bakið þegar svona laumuspil er í gangi... gagnsæið sem er búið að predika svo mikið um undanfarið, það er ekkert sérstaklega áberandi þarna...

Eigðu góðan dag mín kæra

Jónína Dúadóttir, 26.11.2009 kl. 08:05

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Bjarni minn, við munum hvernig ástandið var fyrir Bónus.  Og það sem mest er um vert að þeir hafa haldið það loforð að það er sama verð á Ísafirði og í Reykjavík.  Það ber að virða.

Takk Jónína mín og knús á þig líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband