Kúlulíf.

Jæja þá eru börnin sofnuð.  Elli minn fór á söngæfingu til Þingeyrar, og það er hundleiðinlegt veður, farið að snjóa núna og hvasst.  Ekkert í sjónvarpinu þá er best að setjast niður og sýna ykkur myndir frá deginum í dag.

IMG_5057

Reyndar var þessi tekin í gær.  Takið eftir hvernig sólin kemst ekki lengra upp fyrir fjallið en þetta.  Bráðum getur hún ekki einu sinni kíkt.

IMG_5060

Sumir eru bara töffarar.

IMG_5061

Eða þannig....

IMG_5063

Og megakrútt. Spáið í hvað hún verður hrifin af svona myndum þegar hún er 12 ára og fer að kíkja á netiðLoL Eins og Úlfur sagði við mig í fyrra; amma það er bannað að setja myndir af mér þar sem ég er í baði á netið.  Krakkarnir stríða mér.  Það voru myndir frá því hann var fimm ára eða svo. 

IMG_5064

Allir voru að dansa upp á dekki!!!

IMG_5067

Náttfatatískan.

IMG_5074

Ef þið haldið að skottið hafi áhuga á litlu frænku, þá er það misskilningur, hún er einungis að passa upp á hestinn SINN.

IMG_5077

Horft á barnaefni í sjónvarpi.

IMG_5086

Dansi dansi dúkkan mín...

IMG_5087

Dæmalaust er stúlkan fín...

IMG_5089

Og fyndin. Smile

IMG_5093

Og Óðinn Freyr er sko voðaduglegur að hjálpa mömmu við litlu systur sína.

IMG_5098

Litla fallega prinsessan og þreytta illa tilhafða amman hennar. Vorum að borða banana. Heart

IMG_5103

Eins og ég sagði áðan er farið að snjóa og auðvitað þurfti að fara út og ná sér í snjó.

En ég vil bara þakka fyrir mig og öll fallegu innleggin og hughreystingarnar sem þið hafið veitt mér. 

Það gefur mikið.  Innilega takk fyrir mig og góða nótt, megi allar góðar vættir vaka með ykkur og vernda. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábærar myndir eins og venjulega hjá þér.  Ég hugsa oft til þín Ásthildur mín og er ekkert búin að gleyma þér þótt ég sé ekki dugleg á blogginu.  Er mjög upptekin við handverksgerð fyrir jólin.  En bestu kveðjur til þín og hafðu það sem allra best.

Stórt knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.11.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Margrét mín það er notalegt að vita og gangi þér vel í handverksgerðinni, þetta er auðvitað tíminn til þess.  Kús á mót.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2009 kl. 23:03

3 identicon

Hvað er yndislegra en að hafa yndislega fjörkálfa. Tíminn líður allavega hratt á meðan þau ærslast. Þetta er lífið að hafa þau í kring um sig þessa engla.

Góða nótt

Dísa (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 23:20

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þau bjarga alltaf því sem bjargað verður þessar elskurÞú stendur þig svo vel mín kæra, ég dáist að þér

Jónína Dúadóttir, 20.11.2009 kl. 07:58

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg rétt Dísa mín, þau eru einstaklega dugleg við að drepa tímann, og það er bara svo mikil gleði og sköpunarmáttur í kring um þau. 

Takk Jónína mín innilega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2009 kl. 11:05

6 Smámynd: JEG

Innlitskvitt og kveðja úr sveitinni. 

JEG, 20.11.2009 kl. 14:00

7 Smámynd:

Fallegar myndir af fallegu fólki - líka ömmunni   - knús á kúlubúa

, 20.11.2009 kl. 17:37

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þær eiga eftir að elska þessi "netinnlegg" ömmu sinnar þegar þar að kemur  Þvílíkar heimildiru um yndislega æsku

Sigrún Jónsdóttir, 20.11.2009 kl. 20:19

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvort sem þú ert þreytt eða illa tilhöfð... þá er alltaf gott að sjá mynd af þér

Sofðu rótt mín kæra.

Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2009 kl. 20:40

10 identicon

Hæ hæ

Alltaf jafn gaman að koma og skoða myndirnar af sætu frænkunum og í þetta sinn er langamma í Brekkunni að skoða þær með mér - hún biður að sjálfsögðu að heilsa :)

Gréta Rún Árnadóttir (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 22:02

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk fyrir mig góðu vinkonur.

Gréta Rún mikið var gaman að sjá að amma í Brekkunni fylgist með stelpunum.  Þær biðja kærlega að heilsa bæði henni og ömmu og afa á Hellu og öllum hinum líka.    

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2009 kl. 12:58

12 identicon

Sæl Ásthildur.

Þetta eru alltaf magnaðar myndir og frásögur.

Ríkastur allra er sá, sem á góða kærleiksríka og samhenta fjölskyldu.

Kærleikskveðja á ykkur öll

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 14:45

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Þói minn, já það er satt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband