19.11.2009 | 11:15
Smá hugleiðing á nóvembermorgni.
Hvernig hefurðu það? Hvernig líður þér? Já fólk spyr af umhyggju og ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara. Stundum líður mér vel og get gleymt mér um stund. En svo sé ég eitthvað eða heyri sem minnir mig á og söknuðurinn hellist yfir mig. Ég veit líka að ég verð ekki í ró fyrr en ég hef komið öllum munum hans í röð og reglu. En ég er algjörlega frosin að framkvæma eitt eða neinn.
Svo eru það gluggapóstarnir, ég get ekki opnað þau bréf. Elli minn þarf að standa í því, og ég held að hann sé ekki ofsæll heldur. Fólk hefur boðist til að aðstoða, og ég er þakklát fyrir það. Málið er bara að ég kemst ekki til að gera neitt í því heldur. Ætla að fara að sækja um framlengingu á uppboði fram í mars, eins og nú er hægt að gera. Bara spurning hvort það sé betra að bíða undir svona pressu eða láta bara slag standa. En æ, ég held að ég fái frestinn.Ég finn líka að ég er haldinn mikilli ákvörðunarfælni, get ekki sagt af eða á um minnstu atriði. Verst með þau minnstu, sem skipta minna máli, get bara ekki ákveðið hvort ég vil rautt eða grænt og svo framvegis. Það er vont að þurfa að standa frammi fyrir stórum ákvarðanatökum einmitt á þeim tímapunkti, þegar maður er allsendis ófær um það.
Það versta er að það eru margir þarna úti sem eiga við þetta sama að stríða. Sömu sorgina, sömu áhyggjurnar og jafnvel reiðina. Ég er sem betur fer laus við hana.
Ofan á allt þetta kemur svo jólaundirbúningurinn. Jólin með sína fjölskylduvænu daga. Mamma má Siggi ekki borða með okkur í kvöld, hann hefur engan, átti Júlli minn til að segja. Og hvað var annað hægt en að leyfa Sigga að borða með okkur. Ég þekki konu sem sagði mér að á hennar heimili væri alltaf laust pláss fyrir einhvern. Það er fallegur hugsunarháttur. Og Jólin eru einmitt tíminn til að muna eftir þeim sem minna mega sín eru einmana eða líður á einhvern hátt illa. Og þegar maður hefur tekið einhvern slíkan heim og leyft að eiga stund með fjölskyldunni, finnur maður að gleðin yfir því gefur okkur sjálfum stærstu gjöfina.
Svona var þetta líka á mínu æskuheimili. Við krakkarnir komum iðulega með einhvern einhverja sem voru langt í burtu frá heimahögum og áttu enga að á staðnum. Ég held að það hafi verið fá jólin sem ekki var einhver slíkur með í jólahaldinu. Það var alltaf laust pláss hjá mömmu minni.
Ég hef alltaf átt erfitt með að vakna á morgnana í skammdeginu, held að ég sé haldin skammdegisfælni. Er upp eins og hani öll sumur, en í myrkrinu vil ég helst kúra mig niður og breiða upp fyrir haus. Það sem bjargar mér núna eru tvær litlar skottur sem þarf að klæða og fæða og koma á leikskólann, sem betur fer hjálpumst við að við það við Elli minn. Og svo náttúrulega stubburinn okkar, hann er duglegur að vakna og koma sér í skólann.
Í gær tók hann þátt í freestyle danskeppni. Hann var í hópi með tveimur jafnöldrum sínum og vinkonum, þau voru búin að æfa stíft í tvo daga, frá skóla og fram á kvöld. Og þau unnu keppnina. Fengu farandbikar og verðlaunapening og blóm. Það var því stoltur drengur sem kom færandi hendi heim í gær. Því miður komst ég ekki á sýninguna, og því eru engar myndir teknar, en ég er staðráðin í að láta þau klæðasig upp og sýna smá fyrir mig og taka myndir. Þetta má ekki fara fram hjá mér. Ég er voða stolt bæði af honum og svo hinu barnabarnabarninu mínu Sóley Ebbu sem var líka í þessum danshópi, þau voru þrjú alls.
Ég er búin að semja jólasöguna. Ætlaði aldrei að hafa mig í að byrja, en svo kom þetta bara einhvernvegin af sjálfu sér. Ævintýrið í Hulduheimum heitir hún. En þetta verður jólagjöfin mín í ár til barnabarnanna. Þá er eftir að gera jólakortin. Ég er reyndar ekki í stuði til að gera neitt svoleiðis. En ég verð að harka af mér og byrja. Það kemur örugglega alveg eins og sagan.
Þið verðið að afsaka þó ég sé að væla þetta. Það er bara gott að koma þessu frá. Svona er lífið bara og það þarf að takast á við það og læra að lifa með því. Helst að komast upp á jafnvægið aftur sem fyrst.
Ég þarf eiginlega að gera alveg heilan helling, ég held að einn daginn komi það bara yfir mig að drífa af það sem ég hef látið drabbast alltof lengi. Og sumt er til að hlakka til, því ég er búin að fá nýjan skanner, sem getur tekið slides myndir. Ég á svo mikið af slíkum myndum síðan krakkarnir voru litlir. Við höfum ekki mikið skoðað þær vegna þess að við eigum ekki sýningarvél. Svo það er hægt að láta sig hlakka til að skoða þær myndir upp á nýtt. Alveg frá fyrstu tíð krakkanna minna.
Við gerðum nefnilega heilmikið með börnunum þegar við vorum yngri, fórum í útilegur, ferðalög eða bara fjöruferðir. Stundum var bara farið inn í Álftafjörð og tjaldað inn í botninum þar við ána. Ég held að þau búi að þessum samverustundum lengi. Og ef til vill er það einmitt það sem hefur leitt drenginn minn á þær slóðir að elska náttúruna svona mikið. Og vilja njóta fjörunnar og fjallanna. Það er allavega ljós í minningunni að láta sig halda það.
Þetta gerðum við þrátt fyrir að við yrðum bæði að vinna mikið, til að eignast þak yfir höfuðið. En við munum svo sem tímana tvenna. Við þurftum að velta hverjum pening og spara eins og hægt var. Ég tók til dæmis alltaf slátur. Keypti skrokka og frysti. Gat komist í frostgeymslu hjá föður mínum. Ég saumaði öll jólaföt sjálf á krakkana og reyndar flest fötin mín líka. Hafði gaman af því í þá daga. Man líka eftir að stoppa í sokka, og prjóna ullarvettlinga og sokka. Sauma fyrir rifur, í dag eru rifurnar bara í tisku.
Þegar ég fór að vinna í frystihúsi Ísfirðina, fengum við að hafa með okkur afganga sem ekki stóðu vikt. Ég fór oft heim með slíka afganga, það gat verið ýsa, þorskur, ufsi eða jafnvel grálúða. Úr þessu var hægt að gera yndælis bollur eða steikja á pönnu. Grjónagrautur og hafragrautur var alltaf með á kvöldin. Svo gerði ég það sem við kölluðum járnbrautarslys, þá voru afgangar úr slátrinu skornir niður í smá teninga, svo var bökuð upp sæt sósa og kartöflur og slátrið sett ofan í. Þau átu þetta með góðri lyst börnin mín. Og við vorum svo heppin að geta haft oft harðfisk á boðstólum vegna þess að pabbi átti hjall sem hann herti fisk í. Alltaf alla tíð tóku börnin mín lýsi á hverjum morgni, það læt ég barnabörnin mín gera líka.
En þetta er nú aldeilis orðin greinargerð. Málið er að ég held að við þurfum fjölskyldan að fara að huga að þessum háttum aftur. Og ég get ekki sagt að ég kvíði því. Mér hefur alla tíð verið illa við bruðl og að henda hlutum sem hægt er að nýta. Ég hef lengi verið undrandi á hve fólk getur bruðlað með hlutina. En ég er ef til vill of mikið á hinn veginn. Safna upp allskonar dóti sem ég geri svo ekkert með. Sennilega þarf að vera þarna einhversstaðar á milli, einhver millivegur.
En ég ætla að láta þessu lokið núna. Eigið góðan dag elskurnar og takk innilega fyrir mig.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Ásthildur mín. Það er erfitt hjá þér núna og slæmt að áföllin dynji á svona inn í skammdegið. Það eitt og sér leggst nú nógu þungt á margan. Hvað varðar ferðalögin með ungunum þínum þá er ég þess fullviss að þau búa að því alla ævi. Og ég er að mörgu leiti eins og þú með það að ég þoli ekki bruðl og sanka að mér öllu mögulegu sem gæti komið að notum - þó svo það nýtist kannski aldrei
Sendi ykkur hlýjar hugsanir
, 19.11.2009 kl. 11:30
Takk Dagný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2009 kl. 11:47
Elsku vinkona, það er hvergi betra en einmitt hér að láta hugsanir þínar flæða, það er nauðsynlegt fyrir þig, allt of stutt á milli andláts Júlla og jólanna til að þú getir nokkuð hugsað, heilinn fer hreinlega í kaos og ákvarðanir verða að stórum óyfirstíganlegum fjöllum, er hjá þér í huga og sendi þér alla þá hlýju sem ég á, veit að litlu prinsessurnar hjálpa afa og ömmu en það kemur að því að þið Elli verðið að fá ró til að koma stillu á hugi ykkar. kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2009 kl. 12:28
Mín kærasta Cesil. Ef einhver hefur ástæðu til að vera döpur og framtakslítil þá ert það þú. Verst að allt hitt kemur ofan í sorgina.
Vildi að ég gæti gert eitthvað fyrir ykkur
Hrönn Sigurðardóttir, 19.11.2009 kl. 14:47
Þær eru að segja alveg rétt hérna fyrir ofan, elsku vinkona . Það er ekkert eðlilega mikið sem á ykkur hefur dunið undanfarið, svo mörg áföll og svo mikil. Það er ekkert skrýtið þó að þú verðir andlega og líkamlega þreytt.
Knús í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 15:46
Stórt knús á ykkur öll í kærleikskúlu
Sigrún Jónsdóttir, 19.11.2009 kl. 15:49
Við sem fylgjumst með þér hér erum ekki of góð til að ljá aðeins eyra við því lakara, svo margt gott og skemmtilegt hefur frá þér komið að ef þér finnst léttir að segja frá er það fínt. Ég held það sé rétt hjá þér, nú þarf meira en nokkru sinni á að halda að nýta eins og við lærðum sem börn. Ég á mjög erfitt með að henda mat nema hann sé skemmdur og ef er lítið nýti ég það með öðru. Það tekur örugglega tímann sinn að vinna úr öðru eins og á ykkur hefur dunið og þó minna væri, en ég efast ekki um að þú átt eftir að rísa upp fílefld aftur, það hjálpast allt að núna að draga niður.
Þú tekur þig flott út að flaka á torginu.
Dísa (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 17:31
Góðan daginn, mín kæra vinkona! Það er alltaf jafn gott og hollt , held ég, að lesa skrif þín. Ég gat nú ekki að því gert að ég brosti með sjálfum mér þegar ég var að lesa seinnipartinn af þessu, nákvæmlega þetta upplifði maður sjálfur og þegar þú komst að dótasöfnuninni, þá sprakk ég, þetta hefði getað verið nákvæm lýsing á sjálfum mér. Annars var baslið með öðrum hætti fyrir ekki svo löngu síðan. Þá voru engin kretitkort til engir yfirdrættir nema hjá stórfyrirtækjum, og ef þú áræddir að fara í bankann til að láta líta niðrá þig, þá þurftirðu að sætta þig við að fá helminginn af því sem þig vantaði. Stundum gat maður reddað sér með því að gúmma á heftinu í trausti þess að maður yrði búinn að redda sér áður en ávísunin kæmi í bankann. Það væri hægt að halda lengi áfram að rifja upp baslið en segi stopp hér. Sendi mínar bestu kveðjur í kúluna þína. Steini Árna
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 17:47
Þú ert svo einlæg og yndisleg kæra vinkona.
Sendi þér allan þann kærleik sem ég á
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2009 kl. 20:26
JEG, 19.11.2009 kl. 20:55
Takk öll, þið eruð alveg yndisleg við mig.
Takk Ásdís mín. Þetta kemur allt saman held ég með kalda vatninu og góðum vinum.
Takk Hrönn mín, það er hugurinn sem gildir.
Takk og knús Kidda mín.
Knús og takk Sigrún mín.
Takk Dísa mín, hehe já ég tek mig bara vel út þarna í flakerínu með Adda Kitta Gau.
Já Steini minn við munum tímana tvenna. Og já þetta með safnið það fer stundum alveg með Ella minn. En það er alltaf hægt að nota þetta seinna ekki satt?
Takk Milla mín.
Knús JEG.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2009 kl. 21:58
Þegar ég var (er)spurð að því hvernig ég hafi það segi ég eins og er.Það eru fáir sem spyrja mig að þessu í dag,því eftir að minn strákur dó leið mér illa og sagði það.Fólk vill ekki heyra það.En einhverjir örfáir traustir vinir spyrja mig þessarar spurningar í dag.Þér gengur vel sé ég á blogginu þínu.Þú ert dugleg.Guð blessi þig og styrki í öllum aðstæðum.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 01:36
Þú ert einstaklega dugleg elsku Ía mín og vinnur úr allri þinni sorg og erfiðleikum á mjög heilbrigðan hátt.
Rosalega eru barnabörnin þín heppin og rík að eiga ömmu sem - ofan á allt annað - er stórkostlegt skáld, sem gefur þeim frumsamda sögu í jólagjöf.
Til hamingju með slidesmyndaskannerinn. Hlakka til að sjá gamlar og góðar nýskannaðar myndir hjá þér.
Auðvitað hafa fjöruferðirnar ykkar haft áhrif á elsku hjartans fjörulistamanninn okkar.
Til hamingju með freestyle-töffarana. Þú verður að fá hjá þeim einkadans.
Góða helgi mín kæra.
Held áfram að biðja fyrir þér.
Laufey B Waage, 20.11.2009 kl. 09:45
Takk elsku Laufey mín fyrir þetta. Já ég ætla að fá einkadans og taka myndir af þeim. Elli minn fór á sýninguna og sagði að þau hefðu í raun og veru verið langbest. Það er gaman að heyra. Já ég hlakka til að skoða slidesmyndirnar mínar aftur. Þær hafa stundum verið teknar fram á jólum og við höfum setir og minnst gamalla tíma. Það er skemmtilegt. Takk fyrir allt og alla hlýjuna.
Takk Birna Dís mín. Knús á þig líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2009 kl. 11:02
Verð bara að koma inn aftur, í gær var ég svo sem ekki í góðum gír hvað heilsuna varðaði svo ég sagði ekki mikið.
Var að lesa þessa færslu aftur og veistu ég kannast við svo margt í henni.
Við gerðum þetta, saumuðum allt á börnin ég átti tvær prjónavélar sem á voru búnar til allar jólagjafir og að sjálfsögðu nærföt og peysur á ljósin mín.
Aldrei henti ég mat og geri ekki en, jafningurinn með slátrinu var líka vinsætt, svo var annað vinsælt hjá mér það var járnbrautarslys á pönnu, þá tók ég alla afganga sem til voru saxaði smátt og steikti á pönnunni hrærði jafnvel einu eggi út í þá kom svona mjúk áferð.
Fiskinn fékk maður oft ókeypis, og eða keypt var heilt kar og svo var unnið í kistuna, búnar til bollur heilan dag var maður í þessu, en ekki veitti af.
Þessi tími var yndislegur og við getum miðlað af reynslu okkar.
Veistu elsku Ásthildur mín ég mundi bara njóta þess að eiga jól með þínu yndislega fólki, það kemur bara síðar það sem koma skal.
Kærleik til þín ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.11.2009 kl. 12:46
Kæra Ásthildur. Mikið er frábært að komast að því, í gegnum skrifin þín, að í fallega kúluhúsinu býr ennþá fallegra og elskulegra fólk. Ég vona að rætist vel úr málum hjá ykkur. Kærleikskveðja. Ásta.
Ásta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.