Smá mömmó, í berjamó og lítil en flott sýning.

Ætla að setja inn nokkrar myndir fyrir svefninn.

IMG_3295

Indíjánaprinsessa undirbýr sig að fara í leikskólan.

IMG_3297

Meðan sú stutta hefur bara áhuga á sjónvarpinu.

IMG_3298

Veðrið var leiðinlegt í dag, en ágætt í gær.

IMG_3299

Og þau ætla að skreppa til berja, það er búið að kaupa skyr og rjóma, vantar bara aðalbláberin.

IMG_3300

Og svo er lagst í berja át.

IMG_3302

Sumir týndu bara upp í munninn.

IMG_3306

En áhuginn leynir sér ekki.

IMG_3308

Nú blánar yfir berjamó,

og börnin smá i frið og ró,

í lautum leika sér.

Þau koma koma kát og létt,

á kvikum fótum taka sprett.

Að týna týna ber... að týna týna ber.

IMG_3311

En heima situr amma ein

við arninn hvílir lúin bein,

og leikur bros um brá.

Er koma þau með körfur inn,

og kyssa ömmu á vangann sinn.

Og hlæja berjablá og hlæja berjablá.

 

En Júlli  minn er með eina sýningu núna niður við Neðsta Kaupstað.  þetta er það nýjasta hjá honum.

IMG_3314

Þetta hlýtur að vera geimvera.

IMG_3315

Þetta er afskaplega flott sýning, þó ekki sé hún stór í sniðum.  En svo flott einmitt á þessum stað.

IMG_3316

Mjög skemmtileg.

IMG_3319

Sumir dálítið ófrýnilegir fiskarnir.

IMG_3321

Til lukku Júlli minn með þessi flottu listaverk. Heart

IMG_3322

Og ég segi bara góða nótt. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, Ásthildur.

Mér fannst ég kannast við "berjasvæðið í Múlanum eða þar".

Góða nótt á línuna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 01:38

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Þói minn þetta er einmitt þar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2009 kl. 09:11

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Júlli er alveghelvíti flinkur (fyrirgefðu orðbragðið) hann er fæddur listamaður margir listamennirnir mættu  verða ánægðir ef verkin þeirra kæmust í hálfkvist við verkin hans Júlla, til hamingju og viltu skila hamingjuóskum til hans með sýninguna.  Þið hjónin eigið heiður skilinn fyrir hvað þið eruð dugleg með litlu skotturnar og gerið mikið með þær og fyrir.

Jóhann Elíasson, 29.8.2009 kl. 09:36

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk innilega Jóhann minn ég skal skila því til Júlla.  Hann hefur vakið athygli og verðskuldaða.  Þó ekki sé hann mikið í fjölmiðlum og auglýsingum.  En fólk ber söguna áfram og margir vilja bæði skoða og eignast þessa einstöku fiska og annað fallegt sem hann gerir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2009 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband