28.8.2009 | 12:23
Helvítis fokking fokk.
Þá er það komið á hreint. Eins gott að geyma nafnalistan og skoða hvernig menn greiddu atkvæði.
Undarlegt að sjá menn sem fundu þessum samningi allt til foráttu, samþykkja hann nú, hvernig á að treysta svoleiðis fólki til að efna kosningaloforð. Og hvers vegna að samþykkja? hvað hangir á spýtunni?
Svo eru þeir sem ætluðu að vera á móti sínum flokki, en játast nú undir klafann. Af hverju ?
Auðvitað var um þá sem ætluðu allan tíman að koma okkur í þessa ánauð, með góðu eða illu, jafnvel sem trúnaðarplaggi óbreyttu gegnum alþingi. Þeirra er skömmin.
Þeir sem stóðu í lappirnar og sögðu nei, eiga mína virðingu.
Svo voru þeir sem sátu hjá. Hverslags afgreiðsla er það eiginlega ? Ég tel svoleiðis þá mestu hræsni sem finnst. Að geta ekki tekið ákvörðun til eða frá, þýðir að menn eru ekki starfi sínu vaxnir. Þeir eru að skorast undan þeirri ábyrgð að taka afstöðu. Þeir eiga ekkert erindi inn á alþingi sem bregðast þannig við í þessu stærsta máli þjóðarinnar hingað til. Svei þeim bara.
En hér er listinn, við skulum geyma hann og ekki gleyma í næstu kosningum.
Já sögðu:
Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Nei sögðu:
Árni Johnsen, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Margrét Tryggvadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þráinn Bertelsson.
Eftirtaldir sátu hjá:
Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Þór Saari.
I
llugi Gunnarsson var fjarstaddur.
Ég veit að það voru gerðir einhverjir fyrirvarar á þessu skrípi. En það eru áhöld um það hvort þeir haldi. Og hvað er bretum og hollendingum tekst að komast fram hjá fyrirvörunum?
Nei ég er búin að fá mig fullsadda af þessari ríkisstjórn. Sem kennir sig við velferð í orði en ekki á borði.
Ríkisstjórn sem þóttist ætla að vinna af heiðarleika og gagnsæi að uppbyggingu þjóðarbúsins, en slær svo hendi á móti tilboði Lífeyrissjósa um milljarða uppbyggingu. Og borðið er farið að lyftast af öllum leyniplöggunum sem það geymir.
Stjórn sem þóttist ætla að sameina þjóðina en leggur svo allt kapp á að tvístra henni með því að hafa það í forgang meðan allt annað brennur að þröngva okkur inn í ESB og Icesave.
Ég hef fyrir löngu misst alla trú á Jóhönnu Sigurðardóttur. Þvílíkt sem sú kona hefur fallið af stalli. Og ég hugsa "froðusnakkur" þegar ég hlusta á Steingrím í dag. Enda hefur oltið upp úr honum allskonar vitleysa undanfarið, eins og þegar hann í sjónvarpsviðtali taldi samninginn það besta sem hægt væri að gera, og ætlað svo að pína hann gegnum þingið sem trúnaðarplagg. Hvar var heiðarleikin og allt upp á borðið þá?
Og hvað á þá að hugsa um Ögmund Jónasson, Lilju Mósesdóttur og Guðfríði Lilju? Ég veit það ekki.
Nei þessi ríkisstjórn hefur valdið gífurlegum vonbrigðum. Allt sem þau ætluðu að gera hefur snúist á verri veg. Og þolinmæði mín og örugglega fleiri er á þrotum.
Ég hef heldur ekki gleymt þeim sem leiða Sjálfstæðisflokkinn þeir halda að maður gleymi þeim í öllu þeirra gjammi núna, og í þykjustunni löngun til að bjarga þjóðfélagi sem þeir komu á hausinn.
Framsóknarflokkurinn er þó sýnu trúverðugri með því að segja nei. Þó ekki megi gleyma þeirra hlut í hruninu.
Það verður hreinlega að koma þessari spillingu frá, og þá á ég við allt fjórflokkakerfið eins og það leggur sig. Það er nokkuð ljóst að þó þau tali og tali. Öskri og öskri þá meina þau ekkert með því í raun og veru. Samtryggingin er það sem blívur. Spillingin algjör og allt svo rotið að það er farið að leggja náfýlu frá alþingi og stjórnarráði.
Það hefur ekkert breyst með það. Nýju stjórnvöldin eru ennþá að hygla vinum og vandamönnum, og ráða sitt fólk í hin ýmsu embætti. Nú er bara búið að finna ný nöfn á þetta.
Ég vona að íslendingar beri gæfu til að skipta þessu liði öllu út næst þegar við fáum að kjósa ef það verður þá nokkurn tíman aftur. Þá þurfa menn að gefa nýjum framboðum tækifæri og nýju fólki. Eing og Borgararhreyfingunni og Frjálslynda flokknum. Fjórflokkarnir eru sami grautur í sömu skál. Og með þá hverja þeirra sem er við stjórnvölin breytist nákæmlega ekki neitt. Þetta verður hinn almenni maður að fara að skilja og meðtaka. Það þýðir ekki lengur bara að halda með sínum mönnum ef þeir reynast svo ekki traustsins verðir. Þá verður að gefa öðrum brautargengi. Annars verður spillingin endalaust viðloðandi.
Og þá er bara eftir að endurtaka; Helvítis Fokking Fokk.
Icesave-frumvarp samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ásthildur.
Ég er engan vegin búinn að átta mig á þessu og ég tala nú ekki um sjálfstæðiflokkin sem hældi sér af öllum Búta saumnum.
En sat hjá, sem í raun var samþykki. Furðuleg uppá koma.
Nú fer Horrorinn að byrja !
Kveðja.
Sæl.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 13:10
Ásthildur mín auðvitað er og hefur aldrei verið hægt að treysta þessu fólki, við bara vorum smátíma blind, en það var bara í smátíma.
Þeir hafa ekki staðið við neitt af því sem þeir lofuðu.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2009 kl. 13:19
Það fyrirfinnst ekki sá stjórnmálamaður á Íslandi sem ég treysti og hana nú
Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2009 kl. 13:27
Ég er bæði öskrandi reið og tóm inn í mér. 'Eg get svarið það. Já við vorum blind Milla mín, en vonandi fáum við aftur sjón.
Sitja hjá er það aumkvunarverðasta sem hægt var að gera í stöðunni.
Þeim fer sífækkandi pólitíkusunum sem ég treysti það verð ég að segja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2009 kl. 13:42
Aldrei bjóst ég við að ég gæti orðið ánægður með eitthvað frá Árna Johnsen. Nú segi ég bara TAKK FYRIR!
(Heimurinn minn er ekki bara svart-hvítur!)
Haukur Nikulásson, 28.8.2009 kl. 14:10
Já það má taka hattin ofan fyrir Árna og Birgi Ármanns, sem og öðrum sem sögðu nei.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2009 kl. 14:28
Þá hefur "ríkisstjórn fólksins" talað og endanlega "spilað rassinn úr buxunum". Hvernig stendur eiginlega á því að Alþingi fer svona gjörsamlega þvert á vilja þjóðarinnar, eingöngu til að þjóna vilja Landráðafylkingarinnar í þeirri aumkunarverða hlutverki hennar (Landráðafylkingarinnar) að aðildarumsóknin í ESB verði ekki fyrir "truflun"? Nú er búið að samþykkkja að setja þjóðina í skuldafen eingöngu til þess að þjóna þessum hagsmunum. Nú getum við lítið annað gert en að "flagga í hálfa stöng" og einhverjir huga sjálfsagt að brottflutningi af landinu því ekki er hægt að segja að framtíðin sé björt eftir þetta. Það að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna ber vott um algjöran AUMINGJASKAP og óviðbjargandi HEIGULSHÁTT, að mínu mati eru menn annað hvort MEÐ eða á MÓTI, það er ekki flókið. En nú er EINN möguleiki eftir, hann er sá, að forsetinn NEITI að skrifa undir þessa ósvinnu á þeirri forsendu að í þessu máli hafi myndast djúp gjá milli þins og þjóðar eins og hann sagði með "fjölmiðlalögin" ég held nú að flestir líti nú á þetta sem stærra mál og skipti meiru fyrir þjóðina en fjölmiðlalögin.
Jóhann Elíasson, 28.8.2009 kl. 16:55
Jóhann minn ég held að það sé borin von þar sem Ólafur Ragnar er Guðfaðir þessarar ríkisstjórnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2009 kl. 17:07
Sæl öll hér.
Ég er hryggur yfir þessu ferli öllu. En hryggastur er ég yfir því fólki sem stendur vaktina fyrir okkur í dag ?? þ.e.a.s. félagshyggjufólkið með Jóhönnu í broddi fylkingar. Ekki það að ég hafi séð neina leiðtogahæfileika frá henni, sem var hetja allra fyrir fáeinum vikum síðan.
Leiðtoginn í þessu leikriti er Steingrímur J. Sem hefur þrátt fyrir allt viðurkennt ýmislegt, en ekkert sem kemur að gagni.
Ég á nokkra vini sem biðu með ákvörðun um landflótta. Þeir vonuðu að einhverjir myndu reyna að verna okkar hagsmuni og reyna að fara dómstólaleiðina, en því fór fjarri. Þar með fór von margra um einhverja viðveru hér næstu áratugina.
Ég mun ekki gleyma þessu fólki sem vikum saman hefur verið með málsvörn erlendra ríkja sem sinn málsstað. Þetta er geymt, en ekki gleymt !!
kv.
Gaui.Þ
Guðjón Þorsteinsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 17:48
Já Gauji minn sannarlega sorglegt og vonleysi fyrir marga. Við skulum engu gleyma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2009 kl. 18:04
Nú upplifir maður enn einu sinni þá tilfinningu að sakna brotthvarfs Frjálslynda flokksins af þingi.
Jens Guð, 28.8.2009 kl. 23:09
Já einmitt Jens, það er nefnilega bara svoleiðis hjá mér líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2009 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.