Ferðasagan. Warsjá - Pforzheim.

Ferðin til Þýskalands gekk ágætlega í fyrstu.  Við vorum reyndar frekar ósátt við rútuna, því við höfðum ferðast með rútum bæði í Mexíkó og Bandaríkjunum, þ.e. svona langferðarútur sem voru þægilegar og var hægt að leggja sæti aftur, sem sjálfsagt er, þegar ferðast á í 20 tíma eða lengur.  En þessi rúta var bara eins og venjuleg langferðarúta á Íslandi með þröngt á milli sæta.

Þegar leið á kvöldið kom í ljós að það hafði orðið alvarlegt slys á þýsku hraðbrautunum, og þurftu pólsku bílstjórarnir að fara út af hraðbrautinni og inn á þjóðveginn sem liggur um þorp og bæi.  Þeir villtust dálítið og ekki bætti úr skák að nóttin var að skella á og skuggsýnt orðið.  Þeir voru bæði með vegakort og símann, loks náðu þeir þó áttum og að lokum fóru þeir inn á stæði til að bíða þess að vegurinn yrði opnaður.  Loks þegar þeir óku af stað aftur klukkutíma síðar, var ljóst þegar við ókum loks upp á veginn aftur, að það var eitthvað mikið að, þarna voru ótal slökkvibílar, lögreglubílar, sjúkrabílar og menn í sýklavarnarbúningum. 

Ég hafði hringt í Birgit og tjáð henni að við yrðum a.m.k. klukkutíma seinna en ætlað var.  En var undrandi þegar við ókum inn í Pforzheim klukkutíma á undan áætlun, en sá þá að þeir höfðu einfaldlega sleppt Mannheim.  Sjálfsagt hafa þeir verið orðnir þreyttir og svangir eftir 23 tíma aksturs án þess að borða eða hvílast. 

Við fundum svo veitingastað rétt hjá þar sem rúturnar stoppa, og fórum inn og fengum okkur bjór, eða brauð í fljótandi formi eins og ferðafélagar okkar sögðu gjarnan í Eistlandi. 

Birgit sótti okkur svo á brautarstöðina og við fórum með henni til Dietlingen, sem er lítið þorp, það eru að mig minnir 5 þorp sem eru sameinuð í eitt svæði eins og Ísafjörður, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdalur og þingeyri.  Við gáfum okkur samt tíma til að fara á ítalskan veitingastað í Pforsheim og fá okkur hádegismat.  Í Pforsheim er eins og ég hef sagt áður manngert fjall, sem var gert úr húsarústum borgarinnar, í endaðan ferbrúar 1945 gerðu bandamenn árás á borgina eftir stríðslok, og drápu um 20 þúsund manns konur og börn.  Mér er sagt að fólki finnist sárast við þetta að stjórnvöldum borgarinnar hafði verið sagt frá þessu, en þeir sögðu engum heldur bara fóru burtu með sitt skyldfólk, kvöldið áður, en létu hitt fólkið vera eftir til að deyja.  Ég hef farið upp á þetta manngerða fjall, þar er minnigarreitur um þennan voðalega atburð.  Það er ekki ósennilegt að flugvölllurinn í Eistlandi hafi einmitt verið notaður til að bombardera Pforzheim.  Þetta var hefnd bandamanna vegna þess að í borginni voru hergagnaverksmiðjur, þær framleiddu þó einungis varahluti í hergögn að sögn.  En þetta sýnir hve menn geta orðið veruleikafyrrtir í stríði, og svífast einskis.

 Það var notalegt að koma heim til Birgit og Stefáns.  Um kvöldið grilluðum við úti á palli á fjórðu hæð, en húsið þeirra er fjórar hæðis, en byggt inn í hæð, þannig að það er inngangur á hverri hæð hússins.  Þetta er all sérkennilegt hús, sem er næstum sjálfbært með hita og rafmagn, flesta mánuði ársins selja þau rafmagn inn á kerfi bæjarins, en aðeins janúar og febrúar þurfa þau að kaupa af kerfinu.  Stefán er sólarorkusérfræðingur og býr til sólarsellur, Birgit er arkitekt og í sameiningu hönnuðu þau húsið sitt og byggðu.  Á sólardögum skiptir húsið um lit, þegar hitaplötur taka í sig varman frá sóliinni. 

Daginn eftir ákváðum við að fara til Bad Vildbad.  Þar er gamalt baðhús byggt í rómverskum stíl af kóngi á nítjándu öld. Við ætluðum líka að fara á kláf upp í fjöllin, en þar er lítið þorp sem er kallað þorpið á berginu.  Aðalbygging þess og kláfurinn eiga 100 ára afmæli á þessu ári.

Þorpið er í 7oo metra hæð, og þaðan er svo hægt að ganga niður gegnum Svartaskóg.  Uppi er turn sem maður getur farið upp í og horft yfir fjöllin skógivaxin og þorpinn inn á milli.  Þegar upp kom var hægt að velja um a.m.k. 6 mismunandi erfiða göngstíga niður af fjallinu og ofan í Vildbad.  Við ákváðum að taka leið 2, sem er frekar auðveld.  Það var heitt og ég er ekki mikið fyrir gönguferðir.

Við gengum þarna í yndislegu veðri, þó það væri hlýtt, þá var kalt miðað við árstíma.  Enda hitabylgja á Íslandi og það er ávísun á svalari Evrópu. 

Á leiðinni týndum við svo ber.  Aðalbláber, vilt jarðarber, brómber og sveppi. 

Fengum okkur svo hádegisman á veitingastað sem Birgit og Stefán þekktu fyrir sérlega góðan mat.  Þetta er fallegt þorp áin liðst gegnum það full af silungi og á bökkunum eru matsölustaðirnir og allskonar fallegar byggingar.

Eftir matinn ákváðum við að fá okkur bað.  En í Vildbad er gamalt baðhús eins og áður sagði.  Þar er börnum innan 12 ára bannaður aðgangur, sem skýrist af því að allflestir ganga þar um allsberrassaðir.  Vði vorum í sundfötum og vorum litin hornauga fyrir vikið.  Þarna eru allskonar heitir pottar, sauna og gufubað, nudd og allsonar meðhöndlun á þakinu er svo baðströnd sem þeir kalla svo, sandur og bekkir þar sem fólk getur legið í sólbaði. 

Það var notalegt að rölta þarna milli pottanna og prófa þeir eru mismunandi heitir það er bara vandamálið að hafa augun einhversstaðar annarsstaðar en á lafandi bibbum og rössum og lærum.  enda var fólkið hálf feimið við okkur sem vorum í sundfötum.  Þarna var líka bar og afslöppunarherbergi. 

Notalegt að koma heim og slaka á.  Dietlingen er mikll vínræktarbær og því upplagt að kynna sér hvað staðurinn hefur upp á að bjóða.

Á sunnudeginum var ákveðið að fara til Strazborgar í Frakklandi.  Veðrið var notalegt ekki of heitt frekar en gærdagurinn.  Birgit og Stefán tóku þá ákvörðun að aka frekar sveitavegina um þorpin frekar en að taka hraðbrautina.

Stoppuðum í Bad Herrenalb þar sem hægt er að fá sér að drekka mineralvatn sem er allra meina bót, það er svo stútfullt af steinefnum að það má einungis drekka hálfan lítra á dag.  Vatnið rennur bara og allir geta fengið sér að drekka án endurgjalds.  þarna er líka trjásafn, flottasta tréð sem ég sá þar er það sem þau kalla mammúttré, það er Sequiandendron giganteum eða sem við köllum risafuru, það er þó ekki furutré.  Þessi tré eru risastór í Arisona og þar hefur verið gerð göng í gegnum þau til að aka í gegn.  Þau verða a.m.k. 2000 ára, stóra tréð í þessum garði var 100 ára. 

Skoðuðum gamlar klausturrústir og sáum fallegt vatnsfall á leiðinni.

Þegar við ókum gegnum Rínardalinn var aðeins byrjað að rigna, þar er mesta vínrækt í Þýskalandi einstaklega gróskumikill dalur.

Strazburg er falleg borg.  Þar er Europian parliament sem ákveðið var að setja árið 1979.  Samvkæmt Edinborgarsáttmála 1922 var Strazborg gerð að fastri setu fyrir Evrópuþingið og var það klárt 1998. 

Þar er líka Evrópusendiráð, sem samþykkt var 1949. 

Dómkirkjan þeirra sem rís í miðbænum glæsileg er byggð á hæsta punkti borgarinnaréða í 144 metra hæð.  Turn hennar er 142 metrar.  Hún er byggð á rústum rómverskrar Basiliku.  1015 varð hún eldi að bráð og var þá reist á ný. Byrjað á heni 1176 og okið 1439 hún er byggð í gotneskum stíl.

Á mánudeginum kl. þrjú átti rútan að fara frá Karlsruhe.  Það var vesen að finna stæðið, og þegar við fórum á upplýsingastöðina fyrir rúturnar og báðum um upplýsingar um rútu til Belgrad uppskárum við uppásnúning og dónaskap af hendi kvennanna sem þar voru.  Þær þóttust ekkert vita og svöruðu engu, Birgit reyndi að spyrja þær að lokum ofbauð mér dónaskapurinn ég þreif miðana af þeim og sagði með þjósti við skulum koma okkur héðan, þvílíkur dónaskapur svei ykkur bara.  Loks fundum við svo hvað rútan átti að stansa og biðum dálitla stund, hún var frekar seint á ferðinni. 

Við kvöddum svo Birgit og stigum upp í Serbneska rútu.  Á leið í næsta áfanga sem er Belgrad.

Tyskaland2009 011

Á landamærum Póllands og Þýskalands.

Tyskaland2009 014

Sólarupprás í Þýskalandi.

 

Tyskaland2009 016

Komin til Pforzheim, og búin að finna krá.

Tyskaland2009 018

Komin heim til Birgit og Stefan.  Og það var tekin upp kampavínsflaska í tilefni þess.

Tyskaland2009 019

Um kvöldið var svo grillað.

Tyskaland2009 021

Grillið er á fjórðu hæðinni, og því hátt niður á götuna.

Tyskaland2009 024

Og við nutum matarins.

IMG_4659

Enda létt yfir okkur öllum.  Gaman að vera komin í heimsókn.

IMG_4664

Ég fékk þetta fallega barmmerki frá mömmu Birgit Edidt. 

Tyskaland2009 028

Húsið þeirra er all sérstætt og það skiptir litum þegar sólarsellurnar fara að vinna sitt verk.

Tyskaland2009 030

Hér sést hvernig húsið er byggt inn í hæðina.

Tyskaland2009 034

Á leið til Bad Vildbad Það er eins og húsin og trén séu í feluleik.

Tyskaland2009 035

Húsin eru falleg.  Og sjáið hve hétt uppi þeir byggja stóru blokkirnar.

Tyskaland2009 039

Ég held að þeir hafi byggt þorpin kring um þær ár sem renna niður í Dóná og Rín.

Tyskaland2009 043

Hér er fiskistigi, en þessar ár eru fullar af silungi.

Tyskaland2009 044

Hugvitsamleg borð, þetta er alvöru gras og plönturnar á borðinu eru góðursettar í borðin og eru kryddplöntur, Salvía, piparminta, basilika, tymian og fleiri.

Tyskaland2009 045

Þetta er rosalega flott.

Tyskaland2009 047

En nú erum við að fara í kláfinn. Takið eftir stákunum.

Tyskaland2009 050

Hér er svo kláfurinn.

IMG_4668

Dálítið skerí fyrir lofthrædda.

Tyskaland2009 055

Þarna eru þeir aftur búnir að hengja hjólin sín upp.

Tyskaland2009 057

Og upp skal haldið.

Tyskaland2009 061

Áfram hærra, þessi sem er að koma niður togar hina upp. 

Tyskaland2009 065

Komin upp og strákarnir líka, hvað ætli þeir séu að gera.

Tyskaland2009 066

Þorpið í fjallinu.

Tyskaland2009 067

Og þarna er útsýni yfir Svartaskóg.

Tyskaland2009 068

Fallegt og gróðursælt.

Tyskaland2009 072

Þá er að leita að réttu gönguleiðinni.

Tyskaland2009 073

Svona leysa þjóðverjar snjóhrun af þaki.

Tyskaland2009 074

Og enn eru strákarnir á vegi manns.

Tyskaland2009 078

Hingað koma göngugarpar og fá sér rauðvín.

Tyskaland2009 086

Já það er nefnilega það, þeir hjóla á fullu niður fjallið í þar til gerðum krákustígum.

Tyskaland2009 095

En við týndum ber, aðalbláber nammi namm.

Tyskaland2009 097

á beit í skóginum.

Tyskaland2009 102

Villi jarðarber.

Tyskaland2009 121

Brómber

Tyskaland2009 111

Og sveppi.

Tyskaland2009 104

Og trén eru ógnarstór.

IMG_4697

Svona má sjá mig oft.

Tyskaland2009 100

Og hér er rekin áróður fyrir því að spara olíu og benzin.  þessi bunki brennir svipað og 1100 l. af olíu.

Tyskaland2009 106

Svo er hægt að setjast niður og horfa yfir fjöll og dali.

IMG_4685

Og veifa til vina.

Tyskaland2009 112

eða bara fylgjast með þeim týna sveppi.

Tyskaland2009 115

Hér er hægt að þvo sér um hendurnar líka, ég vildi samt ekki drekka þetta vatn, þó held ég að það sé öruggt.

Tyskaland2009 117

Og hér sjáið þið brautirnar sem drengirnir fara niður.

Tyskaland2009 118

ekkert myndi fá mig til að fara út í svona sport.

Tyskaland2009 124

Það er eins gott að það er ekki oft hálka í þessum þýsku þorpum í dölunum, því hæðarmismunurinn er rosalega mikill.

Tyskaland2009 141

Svo er bara að fá sér ekta þýskan sveitaman.

Tyskaland2009 145

Ráðhúsið Bad Vildbad.

Tyskaland2009 147

Og svo er það baðhúsið.

Tyskaland2009 150

Hér er gamli rómanski hlutinn.

En það var bannað að taka myndir innan dyra.  Ég ætla samt að stelast til að sýna ykkur nokkrar myndir sem við tókum.

IMG_4706

Mun samt ekki sýna neinar tippamyndir enda tókum við engar slíkar.

IMG_4709

Mikið skraut var hér.

IMG_4711

Og allskonar litlir pottar.

IMG_4712

Eins og sjá má.

IMG_4714

Flott ekki satt.

IMG_4708

Og komin með bjór hehehe...

IMG_4716

Ný böðuð.

IMG_4721

Ég er skælbrosandi og glöð.

Tyskaland2009 151

Risahátt sem þessi rússíbanaleið liggur.

Tyskaland2009 153

Og svo er það tískan.

Tyskaland2009 154

Flottar skreytingar.

Tyskaland2009 155

Járnbrautin.

Tyskaland2009 156

Speglunin minnti mig á Ísafjörð.

Tyskaland2009 158

Sólarlag í Dietlingen.

Tyskaland2009 162

Bad Herrenalb með sítt míneralvatn

Tyskaland2009 163

Þeir eru hver öðrum snyrtilegri og fallegri þessir þýskusmábæir í Svartaskógi.

Tyskaland2009 164

Hér má fá sér vatn að vild.

Tyskaland2009 167

Hér sést innihald vatnsins.

IMG_4723

Og svo er bara að fá sér að drekka.

Tyskaland2009 171

Þau eru sérstök þessi gömlu þýsku hús.

Tyskaland2009 177

Fórum sveitavegina til Strazburg og sáum vítt yfir landið.

Tyskaland2009 185

Hæsta hæðin og miðja skógarins.  Hér geisaði stormur fyrir nokkrum árum og felldi fullt af trjám, sem ég held að liggi ennþá eins og hráviður þarna. það mátti víða sjá ummerki bæði hvirvilvinda og eldinga í skóginum.

Tyskaland2009 186

Ákvaðum að skoða klaustrið og vatnsfallið.

Tyskaland2009 189

Þetta virðist hafa verið annað hvort reist á vitlausum stað eða ekki Guði þóknanlegt, því ég held að þetta hafi brunnið a.m.k. þrisvar niður,

Tyskaland2009 194

Það var samt alltaf byggt upp aftur, og bæði í gotneskum og rómverskum stíl.

Tyskaland2009 195

Gamlar rústir sem minna á aðra tíma.

Tyskaland2009 199

Hér er hægt að sjá bæði gotneska stílinn og þann rómverska.

Tyskaland2009 202

Hér var svo safn af ýmsum munum og sérstaklega myndir af hvernig þetta var allt saman.

Tyskaland2009 205

Svona leit þetta út einhverntímann.  Og á veggnum er handskrifað aflátsbréfið fyrir lóðinni með upphaflegum stimpli.

Tyskaland2009 209

Þá var að fara og skoða fossinn.

Tyskaland2009 210

Það þurfti að príla ansi langt niður til að sjá vatnsfallið.

IMG_4740

Alveg þess virði samt sem áður.

Tyskaland2009 220

Við kvöddum svo gömlu rústirnar og héldum áfram til Strazburg.

Tyskaland2009 225

Rínardalurinn. Grænn og fagur.

Tyskaland2009 227

Bændur þurftu ekki að hafa áhyggjur af vökvun, því hér var rigning.

Tyskaland2009 228

Áin Rín.

IMG_4779

Falleg borg Strazburg.

Tyskaland2009 231

Hámenningarborg með Evrópuþingið. 

IMG_4780

Og sín fallegu hús.

IMG_4782

Það rigndi dálítið en ekkert til ama.

IMG_4784

Sum húsin voru samt lágreist.

Tyskaland2009 234

Sýkin falleg.

Tyskaland2009 236

sérkennilegir fararskjótar.  Sá einu sinni sjónvarpsþátt um þessi tæki, þau geta farið upp stiga og eru bið mesta þarfa þing, en sennilega of dýr fyrir þá sem virkilega þurfa á þeim að halda.

Tyskaland2009 237

Lagt af stað heim á leið.

Tyskaland2009 238

Hin tilkomumikla sögulega Notre Dame Strazborgar.

En þá var þessari heimsókn að ljúka og næsti áfangi verður Karlsrhue - Belgrad. 

Eigið góða stund.  Vonandi hefur einhver gaman að þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Ójá það er sko gaman að þessu. Og myndirnar þínar fallegar. Get trúað að það hafi verið dáldið vandræðalegt að vera í baðhúsinu. Furðulegt að Þjóðverjar, sem annars eru svo stífir og formlegir, skuli vera svona afslappaðir gagnvart nekt.

, 1.8.2009 kl. 01:46

2 identicon

Yndislegt, þarna eru hús og umhverfi orðin kunnuglegri en áður. Hlýtur að hafa verið mjög gaman.

Dísa (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 10:09

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þjóðverjarnir voru reyndar dálítið undirleitir að mæta okkur sem vorum í sundfötum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2009 kl. 12:00

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábær ferðasaga, takk fyrir mig

Sigrún Jónsdóttir, 1.8.2009 kl. 12:19

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt, ég minnist brúðkaupsferðar okkar hjóna sem var á svipuðum slóðum, keyrðum vítt og breytt og skoðuðum margt fallegt, frábærar myndir, okkur dreymir um svona ferð. Kærleikskveðja vestur

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2009 kl. 12:47

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Báðar, mín er ánægjan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2009 kl. 16:40

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Vá ég gleymdi mér alveg. Hélt bara að ég væri sjálf í ferðalagi  Það er rosa gaman að skoða myndirnar og lesa allt saman. Fallegir staðir og hús. Frábær uppfinning að hafa kryddjurtirnar í borðinu! Og flott tískubúðin, aðallega nafnið  Alltaf þegar ég skoða myndir frá Svartaskógi langar mig að fara þangað. Finnst þetta allt alveg ævintýra fallegt.

Kærar þakkir fyrir mig

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.8.2009 kl. 17:27

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Sigrún mín, já við ættum ef til villað láta smíða fyrir okkur svona kryddborð

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband