Ferðalag. Warsjá.

 

Það var svo daginn eftir sem við fórum miður í miðborgina til að skoða hana.  Eins og ég sagði áður þá var 90% borgarinnar sprengd upp í stríðinu, en gamli miðbærinn stendur samt ennþá, þó lítið hafi verið eftir af sumum húsum eins og konungshöllinni, sem var reyndar endurbyggð, eins og flestar gömlu byggingarnar.

Cultur and scieance palase eða Stalínpalas eins og Warsjá búar kalla höllina sem Sovétmenn gáfu þjóðinni var næst í röðinni til að skoða. Þetta merkilega hús var opnað 21, ágúst 1955, nær yfir 3.3hektara. Var byggt á rústum húsa sem höfðu verið eyðilögð í stríðinu. Hæsta bygging í Póllandi 231 metra hátt og 154.000 fermetrar.

 

Daginn eftir var þrumuveður og ausandi rigning. Við Elli röltum út á markað sem er hér rétt hjá, þegar sólin braust fram.

Þa byrjaði svo aftur að rigna svo það var rólegheit fram eftir degi.  Svo kom í ljós að ég hafði gleymt myndavélinni við grillið kvöldið áður.  Hún var óvirk og full af vatni.  Sem betur fer fann Lech digitalviðgerðarverkstæði þarna rétt hjá, og þeir lofuðu að gera við myndavélina fyrir kl. 3 daginn eftir, því þá áttum við að fara með rútunni til Pforsheim.

Um þrjú leytið var svo komið gott veður og Lech fór með okkur að skoða litlu Versali.  En Pólskur prins kvæntist Franskri prinsessu, hún saknaði svo Versala, að hann byggði fyrir hana eftirlíkingu af þeim frönsku.  Garðurinn er risastór og mjög fallegur.

Við fórum svo á grískan veitingastað og fengum okkur að borða. 

 

Daginn eftir lögðum við svo af stað með  rútu til Pforsheim.  Lech skutlaði okkur á rútubílastöðina.  Við eigum fyrir hendi að aka niður Pólland og Þýskaland.   Lech hafði bent mér á að hér gæti ég fengið góð lestrargleraugu fyrir lítið verð, svo við fórum á stúfana.  Það gekk eins og í sögu að fá gleraugu, með lækniskoðun og öllu saman á einum klukkutíma aðeins 470 slots eða um 20.000 krónur. 

Síðan var það rútan hún fór kl. þrjú og átti að vera í Pforsheim kl. 12.45 daginn eftir.  Svo var bara að kveðja þetta yndislega góða fólk og leggja upp í landferð.

 

Tyskaland2009 001

Takk fyrir okkur. Heart

 

IMG_0778

Garðurinn heima hjá vinum okkar er mjög fallegur og velhirtur, þessi jukka var samt það alflottasta.

IMG_0783

Þessi elska er náttúrulega sér kapítuli út af fyrir sig.W00t

 

 

IMG_0787

 

Þá er að skipta peningum... nei ekki íslenskum, ég reyndi það ekki einu sinni.  Ég átti dálítið af evrum.

 

IMG_0790

Skoðuðum þetta skemmtilega moll, minnti okkur á Kúluna.  Sérlega glæsilegt eru að rísa mörg falleg nútímaleg hús, þó mér virtist í augnablikinu ekki mikið um að vera, og byggingarkranarnir jafn þögulir og hér heima.

 

IMG_0792

Hér getur svo að líta garðinn í kjallaranum, þarna er greinilega músik og veitingar. 

 

IMG_0809

Hér er þessi skemmtilega útfærða hafmeyja, en hafmeyjan er merki Warsjá.  Þessi heitir rafmagnsdrasl og er samsett úr ótal og allskonar rafmagnsdóti eins og sjá má.

 

IMG_0803

Hér er svo Stalinpalas.  Heldur þunglamalegt.  Hér voru haldnir fundir herráðsins og allra þeirra sem stjórnuðu landinu frá Moskvu.  Núna er þetta ráðstefnuhöll, félagasmiðsstöð, og allskonar menningarhús.  Hér var þegar við litum við bílasýning á Kia frá Kóreu.

IMG_0813

Og eins og allir vita þá er ekki hægt að sýna bíla nema hafa léttklæddar og léttgeggjaðar ljóskur með í kaupunum.

IMG_0816

Hér getið þið svo lesið allt um þetta merkilega hús, sem minnir óneitanlega á Empier state.

 

IMG_0817

Frá þrítugustu hæðinni, en þangað er gestum hleypt upp, má sjá yfir Warsjá.

 

IMG_0820

Það er hægt að sjá margar glæsilegar byggingar, og svo gömlu húsin innan um.

 

IMG_0826

Og hér sést gamli bærinn með höllina og dómkirkjuna.

 

IMG_0830

Gæti alveg eins verið New York ekki satt?

 

IMG_0832

Víða um borgina má sjá hvar þessi veggur hefur legið, Gettó veggur 1943, dálítið óhugnanlegt ekki satt?

 

IMG_0833

Hér er svo kóngsgatan sem liggur niður að gamla bænum.

 

IMG_0834

Falleg og björt gata.

 

IMG_0835

 

Og hér var Kopernikus gamli.  Og er í hávegum hafður.

 

IMG_0838

Svona hefur þetta litið út.  Og í þessari götu er geymt hjartað úr Chopen.  Hann dó í París, en mælti svo fyrir að hjarta hans yrði varðveitt í Warsjá.  Og það var gert.

 

IMG_0840

Gamli bærinn í augsýn.  Veðrið var ótrúlega fallegt eftir regnið, loftið hreint og hitinn notalegur.

 

IMG_0841

Hér er verið að auglýsa vatnið.. Já að vísu var sýnishornið ókeypis, en verið var að leyfa fólki að drekka pólska vatnið til að finna hve gott það væri.

 

IMG_0844

Þarna sést í gamla bæinn, með sínum þröngu götum og virkisveggjum.

 

IMG_0846

Höllinn, það var einungis eftir smábrot af henni í stríðinu.  Núna er þarna safn.  Við gáfum okkur ekki tíma til að fara þar inn.

 

IMG_08461

ef vel er að gáð má sjá hlutann sem stóð uppi. 

 

IMG_0847

Hér má svo sjá gamla virkisvegginn.

 

IMG_0854

Þröngar götur og hellulögð stræti.

 

IMG_0856

Dómkirkjan.

 

IMG_0858

Það er greinilega lagt mikið upp úr fegurð í byggingu kirkna.

 

IMG_0859

Og það má allstaðar fá sér Pivo. Tounge

 

IMG_0860

Húsin eru skemmtilega ólík en hvert upp í öðru.  Og þeir eru ekkert hræddir við litina.

 

IMG_0863

Sjáið þið húsið fyrir miðri myndinni, hafið þið séð mjórra hús?? ég held að mjóa húsið í Amsterdamm sé breiðara en þetta.  Hvernig komast menn fyrir í svona mjóu húsi?

 

IMG_0865

Verð að viðurkenna að ég man ekki alveg söguna um þessa bjöllu, nema að hún brotnaði og var límd saman, og menn snerta hana sér til gæfu þegar þeir ganga hjá.

 

IMG_0866

Og þrátt fyrir alla mafíósana sem hér ganga lausir og að því mér skilst margir, þá er löggann ekkert banginn.

 

IMG_0869

Hér komum við svo aftur að virkinu.

 

IMG_0871

Og varðmannaskýlum og byssugötum. 

 

IMG_0876

Krúttleg hestakerra.

 

IMG_0878

Fengum okkur svo súpu í brauði, mjög góða.

 

IMG_0889

Þá var að kveikja upp í grillinu.

 

IMG_0891

Það er að segja karlarnir, ég lá eins og prinsessa í slökun og Ela í Eldhúsinu.  LoL

 

IMG_0896

Svo áttum við notalega stund saman um kvöldið í garðinum hjá Lech og Elu.

 

IMG_0898

Málið var að í kring um okkur var að þvælast lítill broddgöltur, og ég ætlaði að reyna að taka mynd af honum.  Því fór sem fór, það var orðið dimmt og við sátum bara með kertaljós og úbbs myndavélin gleymdist úti og það hellirigndi.  Núna er vélin mín nýuppgerð og hreinsuð og í besta standi.

 

IMG_1855

Hér er svo garðurinn í Versölum hinum pólsku.

 

IMG_1868

Gaman fyrir okkur að skoða allan fallega gróðurinn.

 

IMG_1874

Við forvitnuðumst svo um ríka fólkið sem auðvitað býr sér, en takið eftir að gatan er ómalbikuð.  Íbúarnir verða nefnilega sjálfir að sjá um göturnar sem liggja að húsum þeirra.  svoleiðis er nú það.

 

IMG_1882

Hér liggja það sem heimamenn kalla landsmæri milli gömlu og nýju Warsjá, þar sem nýju húsin blasa við og á móti liggja ljótu rússablokkirnar.

 

IMG_1889

Við fórum svo og skoðuðum skólann sem Lech lærði í.

 

IMG_1890

Þar er Fridrich Shopin auðvitað heiðursgestur.

 

IMG_1891

Og reyndar nokkrara aðrar skemmtilegar fígúrur líka.

 

Tyskaland2009 003

Enn einu sinni var komið að því að kveðja gott samferðafólk.

 

Tyskaland2009 008

Og halda af stað til annara góðra vina í Dietlingen, með rútu til Pforsheim. 

 

Vona að þið hafið notið Warsjá.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk fyrir skemmtilega ferða og myndasögu  Ég fór í fyrra til Krakow, fyrrum höfuðborgar Póllands, og fannst mér það ein skemmtilegasta borg sem ég hef komið í. Hún var ein af fáum borgum sem ekki voru sprengdar upp svo þar eru ennþá gömlu byggingarnar.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.8.2009 kl. 16:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Krakow er skemmtileg borg, fórstu líka í Saltnámurnar?  Þær eru óviðjafnanlega flottar.  Já Krakow slapp sem betur fer. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2009 kl. 17:53

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Já ég fór í Saltnámurnar. Ótrúleg upplifun að sjá þetta allt og þvílík listaverkin þar. Svo var ekki hægt að sleppa Auschwits og Birkenau fyrst ég var komin þangað, en það er náttúrulega hrikalegur staður.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.8.2009 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband