Sjokkeruð er ég og algjörlega mát.

Ég er sko meira en undrandi á brotthvarfi Ásgerðar Jónu úr flokknum.   Það virtist ekki vera nein vandamál eða deilur sem ollu henni áhyggjum á landsþinginu.  Og hún talaði þar mikið um hvað hun teldi vera hlutverk varaformanns, og virtist tilbúin í slaginn.

Síðan eru liðnir níu dagar, og allt í einu uppgötvar frúin að við erum óalandi og óferjandi.  Það er ekki bara það, heldur ræddi hún ekki við fólkið sem studdi hana og agiteraði fyrir fyrir varaformannsembættið.  Það er ekki góður siður að minu mati að hlaupa með hlutina fyrst í blöðin, og hverfa svo bara út í buskann.  Ég er allavega sár, ég ákvað fyrir orð nokkurra kvenna að veita henni mitt atkvæði, vegna þess að ég taldi hana duglega konu og hún virtist hafa heilmikinn áhuga á því að takast á við áskorunina.  En sum sé ég var plötuð upp úr skónum, all svakalega, og stend fullkomlega á gati.  Ég er ekki bara undrandi á uppákomunni ég er sjokkeruð og algjörlega gapandi. 

Ég las það einhversstaðar eða heyrði í útvarpinu að maður ætti alltaf að trúa þeirri hugsun sem fyrst kæmi inn í hugann, af því að það væri innblásturinn,  hjartað, síðan kæmi heilinn og skynsemin og þurrkaði fyrstu hugsunina út.   Jæja mín fyrsta hugsun var að þetta væri síðasta sendingin frá Jóni Magnússyni og Nýju afli, svona good bye, farwell, adjö, auf Wiedersein, adios.  Það var bara eitt sem klikkaði, hún hefði auðvitað átt að hámarka grínið með því að gera þetta með stæl  1. apríl.  Það er ekki svo andskoti langt þangað til, að það hefði verið lang flottast.  Þá hefðu þau getað hlegið í kór vitandi að grín ársins var fullkomnað.  Svo hefði Eiríkur Stefánsson getað plaffað á okkur á færi í Útvarpi Sögu, til að fullkomna niðurlæginguna.

Það er líka sagt að maður eigi ekki að skrifa eitthvað þegar maður er reiður, eða svekktur, jæja ég hef brotið þá reglu í dag.  Þess vegna get ég ekki einu sinni óskað henni góðs með framtíðina, vona samt að hún hafi það gott og líði vel á sálinni.  Það er bara þessi hugsun að ef þetta hefur nú allt saman verið skipulagt og ráðgert fyrirfram, þá ætti Ásgerður Jóna að fá Óskarinn, eða í það minnsta Grímuna fyrir stjörnuleik.  Það er stórkostlegt að plata alla upp úr skónum svona líka svakalega, að við stöndum gapandi hvert framan í annað og skiljum ekki hvað gerðist eiginlega.  Að því leytinu gekk plottið upp, og óska ég Nýju afli til lukku með það.  Hitt er svo annað mál, að við gefumst ekki upp ef það hefur verið meiningin.  Heldur höldum ótrauð áfram, einbeittari en fyrr í að standa af okkur þennan slag.  Það er allavega mín hugsun hér og nú.  Over and out!!!


mbl.is Guðjón A. undrandi á uppsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gæti trúað að eitthvað annað en "gamla aflið" stæði á bak við þetta, miðað við viðbrögð sem ég fékk á minni síðu  Það er bara á valdi góðra leikara að "spinna"

Sigrún Jónsdóttir, 23.3.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Já svona fór um sjóferð þá. Níu dagar er langur tími í pólitík. Orðlaus er ég og þó ekki. Kv

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 23.3.2009 kl. 14:40

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þetta er vægast sagt taktlaust að hlaupa svona frá. Ég held og eiginlega veit að Ásgerður Jóna er ekki nein strengjabrúða; hvorki Nýs afls né gamals afls. Hún er kona sem stjórnar sér sjálf.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.3.2009 kl. 14:40

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Mikinn telur þú mátt Jóns Magnússonar. Þetta er farið að vera þráhyggja hjá ykkur sumum.

Ég get hins vegar tekið undir það með ykkur að úrsögn Ágerðar  er sérkennileg. Hún kom mér á óvart. Ég hefði haldið að hún væri nú búin að fá óskir sínar uppfylltar. Eins hefði ég haldið að þær ástæður sem hún gaf hafi legið fyrir fyrir löngu síðan. Nema Guðjón hafi gefið henni loforð eða vilyrði um breytingar en svo ekki staðið við þær.

Þóra Guðmundsdóttir, 23.3.2009 kl. 15:58

5 Smámynd: Halla Rut

Alltaf skal allt einhverju öðru eða öðrum að kenna. Aldrei er litið í eigin barm og athugað hvort orsökin liggi kannski aðeins nær en hver þorir að viðurkenna.

Hvað þarf til að blessað fólkið fari að átta sig?

Halla Rut , 23.3.2009 kl. 16:52

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég á ekki orð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2009 kl. 16:53

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ Halla Rut og Þóra það eru flestir sem sjá hvernig þið leggist á eitt við að rægja og lítilsvirða fólkið í flokknum.  Þið ættuð að reyna að fara í therapí og fá eitthvað við þessu.  Allt svo fyrirsjáanlegt eitthvað.   Eða hvað ætli Eiríkur Stefánsson hafi átt við, þegar hann skilaði til flokkssystkina minna að þetta hefði verið síðasti líkkistunaglinn til okkar sem hann hefði undirbúið lengi? 

Það hlakkar í fólki eins og ykkur, samt eru það þið sem eigið bágt að burðast með svona illvilja og leiðindi. 

Jóhanna mín, ég treysti þér vel, og veit að þú talar eins og þú veist.  En ef til vill veistu ekki alveg allan sannleikann í þessu.  Það raðast saman brot þegar fólk fer að ræða málin.  Því miður þá eru þau brot ekki öll falleg. 

Og Þóra þráhyggjan er öll ykkar megin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2009 kl. 17:07

8 identicon

 Ég er sammála þér Ásthildur mín góð að ekki eigi að setja neitt á prent óhugsað en eftirfarandi er ég búin að vera að hugsa námkæmlega jafnlengi og Ásgerður Jóna er búin að vera í hlutverki varaformanns Frjálslynda flokksins og nú get ég ekki lengur legið á skoðun minni.

Ég er ekki reynd í neinu flokka starfi en tók í fyrsta sinn þátt í Landsþingi Frjálslyndra á Stykkishólmi f.rúmri viku ásamt fl. sem komu að austan. Þar var Ásgerður Jóna kjörin varaformaður flokksins með einhverjum meirihluta sem var að mínu áliti mest tilkominn af því að stuttu fyrir kjörið komu inn á þingið hópur vina hennar sem annars sátu ekki þingið. Þeim virðist hafa verið leiðbeint um hvað þeir ættu að kjósa t.d. í miðstjórn því að einn sem sat við sama borð var vitni að því að Á.J.F. lét ganga lista sem hún var búin að fylla út og hennar lið átti svo að hafa að leiðarljósi. Ásgerður Jóna yfirgaf þá þingið og lét ekki sjá sig fyrr en við kvöldmatinn. Flestir þeir sem við Austfirðingarnir spjölluðu við fyrr á þinginu mæltu með Kolbrúnu Stefánsdóttur sem varaformanni en hún fékk því miður ekki nógu mörg atkvæði  e.t.v vegna óheiðarlegra vinnubragðra Á.J.F.

Ég er eins og ég sagði í byrjun ekki með reynslu í pólitík og veit því ekki hvort svona vinnubrögð er algeng en mér líkar þau ekki. Hef aldrei kunnað að meta það að fólk komi sér áfram á kostnað annara, vil frekar að það sé gert samkvæmt eginn verðleikum. Af hverju Á.J.F. taldi sig þurfa að tryggja fjölda atkvæða með smölun verður hún ein að tjá sig um, ef hún hefur unnið með hag flokksins að leiðarljósi þann tíma sem hún hefur verið í flokknum átti hún ekki að þurfa að beita neinni smölun. Kolbrún Stefánsdóttir þurfti þess ekki, hún virðist vera með hreina samvisku og styð ég hana því til að taka við sem varaformaður. Hún hefur framkomu sem er til fyrirmyndar og hann ég vel að meta svoleiðis framkomu.

E.t.v er nú lokið hreinsun úr flokknum og hann getur hafið starf samkvæmt sinni stefnuskrá sem er til fyrirmyndar.

En annað er það sem ég er hissa á og það er hversu fjölmiðlar eru fljótir til að birta neikvæðar fréttir í garðs flokksins en birta síður jákvæðar fréttir. Vil ég t.d. benda á að í framboði fyrir norðausturkjördæmi er úrvals lið með Ástu Hafberg, unga kjarnakonu í 1. sæti. Með hana fremmsta í flokki er flokkurinn með konu sem þekkir til allra þeirra hluta sem nauðsynlegt er fyrir hinn almenna kjósanda. Þegar hún verður komin inn á þing mun hún vinna heiðarlega með hagsmuni kjósanda að leiðarljósi en ekki með þá hugsun að koma sér sjálfri áfram´.

Ólafía Herborg (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 18:31

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jahérna! En Kolluna í varaformannin ef hún hefur þá enn áhuga.

Magnús Geir Guðmundsson, 23.3.2009 kl. 18:50

10 Smámynd: Halla Rut

Mikið ætlar þú mér slæmt innrætið Ásthildur.

Halla Rut , 23.3.2009 kl. 19:12

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er mikið af góðu fólki í flokknum og stefnuskrár annarra flokka hugnast mér ekki hvað varðar sjávarútvegsmál og rétt fólksins í sjávarbyggðunum til lífsbjargar.  Um þetta erum við flest sammála.

Ásthildur segist vera undrandi, það er ég því miður ekki en mér er þungt um hjarta að sjá það gerast sem ég óttaðist og reyndi að vara við. 

Leggjum samt ekki árar í bát. Eftir kosningar ræðum við málin og skipuleggjum okkur frá þeirri stöðu sem þá verður komin, hver sem hún verður. 

Sigurður Þórðarson, 23.3.2009 kl. 19:29

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta innlegg Ólafía mín.  Ég er ennþá meira hissa á þessu með smölunina.  Vissi ekki af henni, ég er víst svona græn.  En konan hefur nú sýnt sitt rétta andlit, og já fólk hefur talað um að hún hvarf þarna í ákveðin tíma eftir að hún var kjörin.  Það var tekið eftir því og þótti mörgum skrýtið.  Mikið getur maður verið eitthvað bláeygð þegar kemur að svona framkomu.   En annars takk fyrir síðast og það var virkilega gaman að hitta ykkur austfirðingana og sitja með ykkur við borð.  Mér lýst líka rosalega vel á Ástu, flott kona og gaman að sjá svona unga efnilega konu leiða listann okkar í austrinu.

Magnús það verður örugglega rætt við Kollu.  Þetta var virkilega synd segi og skrifa.  En stundum þarf maður að fá einn á lúðurinn til að átta sig.

Halla Rut mín, ég ætla þér ekki neitt, ég bara les það sem þú sendir frá þér mín kæra.  Og þetta eru skilaboðin sem ég fæ.  Mér þykir leitt ef þú meina ekki það sem þú skrifar.  En ég hef lesið víð svona innlegg frá þér og nokkrum öðrum.  Mér þykir þú samt ennþá flott kona og skelegg.  Það sem mér leiðist er þessi neikvæða umfjöllun hjá þér, í stað þess að ræða málin við þá sem þú telur hafa gert þer eitthvað.  En eftir því sem ég kemst næst, þá hefur þú ekki gert það og það er synd.  Því alltaf má leiðrétta ef misskilningur er á ferðinni.

Nei Siggi minn við skulum ekki leggja árar í bát.  Nú er bara að rífa þetta af sér og halda áfram.  Ég heyrði þig samt ekki vara við þessu.  Það hefur farið fram hjá mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2009 kl. 20:35

13 Smámynd: Halla Rut

Ásthildur, þrátt fyrir það sem þú hefur greinilega heyrt þá hefur enginn gert mér neitt persónulega. Skil bara ekki alveg af hverju það er alltaf uppi. Þetta er ekki persónulegt hjá mér á nokkurn hátt.

Halla Rut , 23.3.2009 kl. 21:12

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að vita það Halla Rut mín.  Þá er bara taka því.  Það eru auðvitað aldrei allir sáttir.  Málið er að ef ég kæri mig ekki um eitthvað, þá læt ég það einfaldlega í friði, nema ég hafi eitthvað sérstakt upp á það að klaga, og þar með sannast á mér eins og öðrum að margur heldur mig sig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2009 kl. 21:40

15 Smámynd: Halla Rut

Svo þér finnst að hver eigi að láta í friði ef hann verður uppvís spilling og misnotkun á almanna fé?

Halla Rut , 23.3.2009 kl. 22:31

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei auðvitað ekki, ertu að segja að slíkt sé í gangi hjá Frjálslyndum ?  Þá væri ágætt að fá það upp á borðið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2009 kl. 22:33

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Auðvitað gat ég ekki séð fyrir í smáatriðum að þetta færi svona en maður vissi af útlínunum jafnvel þó maður liti undan og það var mjög óþægilegt.

Fortíðin er ekki til að þrasa um heldur til að læra af.  Vonandi tekst okkur það.

Ég var að heyra af því í kvöld að ég myndi eiga bróður systur og son í fremstu víglínu á framboðslistum FF.  Vonandi gengur þeim og öllum öðrum frambjóðendum vel.

Sigurður Þórðarson, 23.3.2009 kl. 22:54

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigurður ég er afskaplega ánægð með að heyra það.  Ég held að ég eigi dálítið í þessu með systu, eða bara þó nokkuð og er stolt af.  Flott kona og frábær.  Þekki ekki til með soninn.  En bróðurinn þekki ég vel og er reyndar líka afskaplega ánægð með hann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2009 kl. 22:58

19 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Siggi, ert þú að segja að þú hafir orðið vitni að einhverju misjöfnu en litið undan ?

Ásthildur, það má vel vera að Ásgerður hafi verið með eitthvert plott í gangi ég veit ekkert um það. En að ætla að blanda fólki sem hefur áður sagt sig úr flokknum, í það er fráleitt. Gaman væri líka að vita hvar fýlupúkaháttur Viðars Guðjohnsens félli þar inn.Varla er hægt að klína því á okkur.

Ég vil benda á það að ef við Reykjavíkurpakkið værum þau varmenni sem þú telur okkur vera þá hefði verið hægast fyrir okkur að fara hvergi heldur raða okkur í efstu sæti í Reykjavík og hætta svo "með stæl".  Einn af þeim "hörðustu" úr ykkar hópi hvatti okkur einmitt til þess.  Sé ekki betur en að sá hinn sami sé núna orðinn "besti vinur aðal"

Þú ættir líka að spyrja Höllu sjálfa að því hvers vegna hún hafi ekki þegið hið góða boð Guðjóns um að fá lánaðar tölvur og tól í eigu flokksins.

Þóra Guðmundsdóttir, 23.3.2009 kl. 23:54

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ásthildur, sonur minn er föðurbetrungur á öllum sviðum.

Þóra, "að vera vitni að einhverju misjöfnu"  þýðir í daglegu tali að vera vitni að óheiðarlegheitum. Þetta var hvorki það sem ég sagði eða meinti. Ég taldi mig aftur á móti sjá að mönnum væru mislagðar hendur og reyndi að benda á það, í von um að hægt væri að snúa hlutunum til betri vegar. Hafi einhver túlkað þetta þannig að ég hafi verið á móti flokknum eða hugsjónum hans þá er það öfugmæli.

Með sama hætti er það algjörlega rangt að  ætla þér Höllu, Ásgerði, Óla Ögmunds og öllum hinum, sem hafa starfað af miklum dugnaði, eitthvað misjafnt. Auðvitað má setja út á alla við breytum því sem við getum breytt hinu lítum við framhjá eða förum. Sjálfur fylgi ég flokknum vegna stefnu hans í auðlindamálum og hef ákveðið að  gera mitt besta.

Sigurður Þórðarson, 24.3.2009 kl. 08:01

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þóra ég myndi örugglega hafa spurt hana sjálfa ef ég hefði hitt hana.  Ég hef ekkert á móti Höllu Rut, þér eða neinum sem hafa farið úr flokknum, það sem ég er að tala um er að ég les endalaust allstaðar á öllum bloggum þar sem Frjálslyndi flokkurinn er til umræðu svör frá ykkur þar sem allt er rifið niður og bölsótast út í flokkinin ítem honum óskað alls ills.  Af því dreg ég mínar ályktanir. 

Ef þið hefðuð haft stefnumál flokksins í fyrirrúmi eins og þið segið, þá var ekkert að því að þið færuð fram í efstu sætum.  Þannig að eitthvað var það annað sem réði.  Að mínu áliti fer fólk í flokksstarf til að láta gott af sér leiða, til að koma ákveðnum málefnum á framfæri til betra lífs fyrir land og þjóð.  Fyrir mér snýst málið ekki um persónur þeirra upphefð sigra eða ósigra.  Heldur að vera með og vinna saman.  Það virtist vera eitthvað erfitt með það hjá ykkur, hvað sem olli.  Það er líka merkilegt að heyra þrátt fyrir að forystan sé svona óalandi og óferjandi að þið hafið verið hvött til að vera í framlínu flokksins í kosningum.  'A því er ekki að sjá að ykkur hafi verið útskúfað, heldur þvert á móti treyst til að standa vaktina með flokknum. 

Fýlupúkaháttur Viðars er hans mál, sem hann þarf að vinna úr.  Hann er einn af félagasmönnum flokksins, og að mínu mati ber honum að vinna að framgangi málefnanna en ekki sínum persónulega frama.  Það sama á að gilda um alla aðra. 

Þetta með Reykjavíkurpakkið og varmennin, verð ég að segja að hafi ég orðað það þannig um ykkur, þá er það mér til skammar, en ekki ykkur.  Því það gildir jafnt um mig og aðra að það upphefur enginn sjálfan sig á að niðurlægja aðra.  En ég tek stundum sterkt til orða ef mér er þungt í hamsi,  það gerir vestfirðingurinn í mér og ekki síður Hornstrandagenið. 

Og nei ég held að þú sért of hrein og bein til að plotta ef ég á að segja það sem mér finnst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2009 kl. 13:17

22 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það fækkar stöðugt í þessum rasistaflokki. Því ber að fagna að þjóðin hafni viðbjóðnum sem frá flokknum hefur komið.

Hilmar Gunnlaugsson, 24.3.2009 kl. 21:56

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Værir þú til í að koma með dæmi um þann viðbjóð sem flokkurinn hefur fært fram?  Að öðrum kosti skaltu ósannindamaður og rasisti kallast sjálfur Hilmar Guðlaugsson. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2009 kl. 22:13

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þessi Hilmar Gunnlaugson er fyndinn, hann ráfar á milli bloggsíðna og setur inn sömu athugasemdina allstaðar.

Hann minnir mig á skondinn karl vestan úr Dölum sem var mikið fyrir að segja brandara en kunni bara tvo og var annar þeirra í meira lagi klúr og hló hann dátt í hvert sinn sem hann sagði þá, hláturinn var smitandi og tók hann viðhlátrinum sem kærkomnum skáldalaunum.  Þegar karlinn eltist gleymdi hann öðrum brandaranum en mundi eingöngu þann blautlega.  Þetta þróaðist svo illa að dætur gamla mannsins skömmuðust sín fyrir að fara með hann á mannamót.   Vonandi fer ekki þannig fyrir Hilmari Gunnlaugssyni.

Sigurður Þórðarson, 24.3.2009 kl. 22:27

25 identicon

Langar að skjóta hér inn einu sem beinist til Hilmars Gunnlaugssonar

STEINHALTU KJAFTI FÍFL!!!

kominn með verulegt ógeð á þér.

Ásthildur, þú ræður hvort þetta comment verður hér inni eða ekki.

en ég er búinn að segja mitt við þennan bjálfa þarna.

Arnar Bergur (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 22:43

26 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

"Værir þú til í að koma með dæmi um þann viðbjóð sem flokkurinn hefur fært fram?"

 "Ég vil ekki fá hingað fólk úr bræðralagi Múhameðs." Jón Magnússon.

"Svartur dagur í sögu þjóðarinnar" Magnús Þór Hafsteinsson um veitingu landvistarleyfis til Austur-Evrópumanna.

"Ég get sagt ykkur það. Ég fann ekki að ég væri, ef ég segi minni gömlu Málmey. Þarna voru Tyrkir og svertingjar og múslimar að selja kebab og pítsur og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var óhuggulegt." Kristinn Snæland

"Ég hef aldrei farið leynt með það að vera rasisti" Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Flokkurinn barðist einnig gegn komu örfárra flóttakvenna sem vildu setjast að á Skaganum, beitti sér fyrir að loka innflytjendastraumi frá Búlgaríu og Rúmeníu og flokkurinn vill álíka harða innflytjendalöggjöf og Dansi Þjóðernissinnaflokkurinn.

Ekki er ég neinn rasisti og tel slíkar ásakanir til meiðyrða. Svo má segja Sigurði að of margir bregðast því hlutverki að gagnrýna rasismann í flokknum en ég tel rétt að benda fólki á fyrir hvað þessi flokkur stendur svo fólk kjósi ekki öfga-hægriflokk yfir sig. Má því segja "Góð vísa er aldrei of oft kveðin".

Hilmar Gunnlaugsson, 24.3.2009 kl. 22:46

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hilmar ég var ekki að biðja þig um að vitna í einstaka menn í Frjálslynda flokknum.  Flokkurinn getur ekki borið ábyrgð á því hvað einstaka félagsmenn segja, það ríkir jú málfrelsi hjá okkur eins og öðrum.  Ég var að biðja þig um að tilgreina hvað í stefnuskrá flokksins er eitthvað sem hægt er að flokka sem rasisma. 

Þú er víst rasisti samkvæmt skilgreiningunni því miður fyrir þig.  Því þú ræðst að hópi manna og gerir þeim upp skoðanir og setur inn hatursinnlegg. 

Ég vil benda þér á að ríkisstjórn Íslands tók mark á afstöðu Frjálslynda flokksins með að opna ekki fyrir takmarkalausa inngöngu fólks frá Búlgaríu og Rúmeníu, sem betur fer.  Því það var augljóst að atvinnurekendur ætluðu sér að flytja inn ódýrt vinnuafl á kostnað annars fólks í landinu, bæði innfæddra íslendinga og þeirra sem hér hafa komið og sest að, og tekið á sig allskonar skuldbindingar.  Og hvað gerðist svo, það var fólk sem lenti í nánast þrælahaldi af því að það var ekki hægt að fylgjast með velferð og öryggi þeirra sem hingað komu að vinna.  

Þú ert líka hér að vitna í fólk sem hefur yfirgefið flokkinn, eins og Guðrúnu Þóru, Jón Magnússon.  Og hvað varð um Magnús Þór?  Hann lenti milli vita í flokknum, fékk ákveðna höfnun. 

Þú er svo mikið fífl að mínu mati og svo langt frá öllum veruleika að það hálfa væri nóg.  Það er fólk eins og þú sem eru rasistar, reyndar stórhættulegur lýðræðinu vegna þess að þú skeytir hvorki um sannleika né heiðarleika, heldur að þjóna þínum eigin illu hugsunum og andstyggilegheitum. 

Vinsamlega komdu með eitthvað bitastætt úr málefnasamningi okkar um rasisma, ekki vitna í fólk sem er farið úr flokknum eða verið hafnað af meirihlutanum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2009 kl. 23:56

28 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er ekkert í málefnaskránni sem hægt er að flokka sem rasisma en það er langt síðan hætt var að fara eftir henni eins og sást í flóttamannamálinu á Skaganum og fjölmörgum ummælum félagsmanna sem hafa verið varin af öðrum meðlimum og aldrei verið fordæmd af flokknum. Svona ummæli félagsmanna finnast ekki hjá meðlimum annara stjórnarflokka og ef svo væri þá myndu þeir flokkar fordæma þann rasista málflutning.

Ríkisstjórnin tók ákvörðunina eftir þrýsting Frjálslyndra og þú heldur áfram með þessar rasistakenningar "flytja inn ódýrt vinnuafl". Það er nú bara þannig að við erum bundin samningum um að taka við innflytjendum og það er ekkert samsæri í gangi með það.

Rasisti er ekki sá sem ræðst á stjórnmálaflokk heldur á hóp manna eftir kynþætti, litarhætti, trúarbrögðum, þjóðerni og slíku, eins og þið gerið, hvað þá stjórnmálaflokk sem er rasistaflokkur og ólýðræðislegur.

Sem betur fer þurrkast þessi flokkur út fljótlega enda eru flestir Íslendingar á móti rasisma og hafa kveðið upp sinn dóm.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 00:12

29 Smámynd: Sigurður Þórðarson

lalla lalla lalla

Ég læt duga að fara í sandkassaleik með barnabörnunum.

Sigurður Þórðarson, 25.3.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband