Úlfarnir farnir á kreik, útsala á sauðagærum.

Ókey núna er allt svo skiljanlegt og hefur verið lengi í umræðunni.  Það væri gaman að rifja nú upp viðtölin við þessa menn síðastliðna hundrað og tíu daga.  Ég veit ekki af hverju fyrirstaðan sprakk í gær en ekki í fyrradag eða fyrir mánuði.  En ég er farin að fá í hnén út af svona viðurkenningum;

Ástæða ákvörðunar minnar er sú sannfæring mín að nauðsynlegt sé að ryðja brautina fyrir uppgjör og uppbyggingu sem byggi á trausti almennings. Forsendur fyrir því að skapa frið og traust í samfélaginu til endurreisnar eru meðal annars þær að stjórnmálamenn og stjórnendur stofnana samfélagsins axli ábyrgð,“ segir Björgvin í bréfi til Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, þar sem hann tilkynnir um afsögn sína.

Fyrir það fyrsta, þá er undiralda fólksins búin að standa í margar margar vikur. Hvers vegna er þá allt í einu nauðsynin á að fara núna að huga að trausti almennings og uppbyggingunni?

Jú það hefur nefnilega dálítið breyst.  Það líður að kosningum, ekki seinna en í maí í vor.  Og nú eru úlfarnir med det samme farnir að klæða sig í sauðagærurnar til að plata okkur ennþá einu sinni til fylgilags við sig.  Það hefur jú alltaf gefist svo dæmalaust vel.

Skyldi almenningur trúa þeim núna?  Eða ætli einhverjir séu glaðvaknaðir og hættir að hlusta á innantóm orð og farnir að kalla á aðgerðir.  Skoðaðu frekar hvað menn gera, heldur en hvað menn segja, það gefst alltaf best. 

Orð gera verð beitt, þau geta verið sverð okkar og skjöldur.  Þau geta líka verið hýjalín, til að sveipa um sig og fela sannleikann, þó oftast fari nú fyrir því eins og Nýju fötum keisarans.  Sér í lagi ef fólk er með opin augun.  En tími innantómra orða er vonandi liðinn.  Eins og orðin hans Geirs á "fréttamannafundi" fyrir utan heimili hans.  'Eg er ennþá að reyna að botna í í fyrsta lagi hvað hann var að segja, og hvers vegna hann var að gefa kost á sér í viðtal til að setja ...... nákvæmlega ekki neitt.  Ég ætla ekki að tjá mig um Ingibjörgu Sólrúnu.  Blessuð konan þarf hvíld og ef hún veit hvað henni sjálfri er fyrir bestu, á hún nú þegar að fara í frí, og eftirláta sínum mönnum að taka við keflinu.  Heilsan verður ekki keypt né endurnýjuð þegar hún er farin. 

Svo er að sjá hverjir tjá sig næst um að nú þurfi að fara í "Uppgjör og ryðja brautina fyrir sanngirni og þessu nýlega fundnu orðum "Trausti almennings " Hver fattaði eiginlega upp á þessu? Devil

Og hvenær uppgötvaði blessað fólkið að þau væru nú ef til vill búnin að ganga of langt á þolinmæði og traust okkar pöpulsins/skrílsins?

O jamm og já, batnandi mönnum er best að lifa.  En í mínum eyrum héðan af, hljómar þetta eins og innantóm orð, til að sveipa sig hýjalíni að hætti keisarans.  Þið höfðuð öll tækifæri í heiminum til að komast vel frá þessu, ef þið HEFÐUÐ Í RAUN HAFT UMHYGGJU FYRIR OKKUR AÐ LEIÐARLJÓSI, en því miður var ykkar hugsun að bjarga útrásarliðinu, og hver veit hve nærri ykkur sjálfum það liggur.  Allavega liggur ekkert á að skoða þau mál, eða frysta eigur, eða yfirleitt að raska ró fjármálamannanna hverju sem það veldur nú.  Einhverskonar GOODWILL sennilega. Og mörg partý utanlandsferðir og skemmtilegheit!.  EN ÁGÆTU STJÓRNARLIÐAR ÞAÐ VAR ÞÁ!!! FYRIR HUNDRAÐ DÖGUM.  Þeir eru liðnir, og líka þolinmæði fólksins þanþol þeirra til að skilja ykkur og gefa frið til að vinna.  Líka vegna þess að við höfum ekki hugmynd um hvað þið eruð að bralla, og í svoleiðis uppákomum lifna allskonar vantrú og gróusögur. 

Þess vegna er þetta OF SEINT OF LÍTIÐ OG HÁLFGERT PRUMP ENN SEM KOMIÐ ER.  Það er mín meining.


mbl.is Jón Sigurðsson: Afsögn Björgvins kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ekkert sem tau segja nuna hefur neitt med framtid okkar og hagsmuni ad gera.... eingongu hagsmuna flokksins og kosningaurslitin...er ekki ollu hugsandi folki tad ljost!!! I gudanna baenum ekki lata blekkjast eina ferdina enn gott folk. Framtidin er i hufi og nu er kallad a raunverulegar breytingar og vid megum ekki bregdast..ut med flokkana eins og teir leggja sig.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.1.2009 kl. 17:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við verðum að leggja saman og koma á virku lýðræði, það gerist ekki með því að hlusta á fagurgala og innantóm orð og málalengingar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2009 kl. 17:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já því miður er það svo að margir töldu Ingibjörgu vera ofurhetja sem breytti öllu.  Hún er reyndar bara mannleg, en með þann akkílesarhæl að geta ekki viðurkennt það sjálf.  Því fór sem fór. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2009 kl. 18:20

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 18:25

5 Smámynd: Halla Rut

"Jú það hefur nefnilega dálítið breyst.  Það líður að kosningum, ekki seinna en í maí í vor. " Þetta er nákvæmlega málið og ég vona að fólk opni allar gáttir og láti ekki "gabba" sig. Við höfum gert það of lengi.

Halla Rut , 25.1.2009 kl. 18:32

6 Smámynd:

Samfylkingin telur að nú sé ímynd sinni borgið en ég held að þar á bæ sé enn verið að halda að við almúginn séum algerir bjánar og sjáum ekki í gegn um þetta.

, 25.1.2009 kl. 18:59

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.1.2009 kl. 20:30

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Afsögn viðskiptaráðherra í dag er bara tilkomin vegna væntanlegra kosninga, ég held að flestir skynji það. 

Við höfum ekkert að gera með þjóðstjórn í þessu ástandi, því allir þessir flokkar eru að fara út í prófkjör og kosningabaráttu og á meðan munu þeir ekki sinna vinnu fyrir þjóðina.

Við þurfum utanþingsstjórn með sérskipuðum sérfræðingum, sem eru ekki á kafi í eigin framapoti.  

Gefum stjórnmálamönnunum langt frí til að endurskoða sig og kynnast "grasrótinni", sem þeir hafa hundsað allt of lengi.

Sigrún Jónsdóttir, 25.1.2009 kl. 23:19

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við skulum gefa þeim frí  Stöndum saman um nýtt lýðveldi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2009 kl. 15:14

10 Smámynd: Halla Rut

Já Ásthildur við skulum standa saman um Nýtt lýðveldi.

Halla Rut , 26.1.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2020871

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband