25.1.2009 | 11:46
Ráðherraafsögn og mótmæli!
Jamm þá hefur byrjað að molast utan af jakanum, eins og Steingrímur komst að orði. Ef til vill kemur svo aðalbomban á eftir, þegar Geir, Ingibjörg, Þorgerður og Össur segja af sér.
En heyrðuð þið að það á að gera starfslokasamning við einn bjöllusauðinn. Nú viljum við vita hve há sú upphæð er, hve vel er gert við mann sem hefur hylmt yfir með öllum skítnum, sópað honum undir teppið.
Já því miður Björgvin G. Þetta var of lítið og of seint. Þú varst spurður að því hvað þú hefðir gert rangt, það var að heyra að það væri nánast ekkert að hjá þér, nema að fólk væri orðið svo reitt, og auðvitað ætlar þú að halda áfram sem þingmaður, og bjóða þig fram aftur. Sum sé ekkert að. Málið við ykkur er nefnilega nákvæmlega þetta. Það hefur loksins síast inn í kollin á ykkur, að fólk sé búið að fá nóg.... Þá er best að fara frá aðeins, og svo vera tilbúin til að leika sama leikinn aftur. Þú hefur ef til vill fengið þessa hugdettu á árshátíð hjá Seðlabankanum í gær!
Eða eru rotturnar að yfirgefa sökkvandi skip?
Það er sama tuggann aftur, þetta bara gerðist einhvernveginn. Og núna allt í einu ákvaðstu í gær að hætta við. Eftir allar yfirlýsingarnar um hve þið væruð að vinna gott verk, og þið sjálf þýðingarmikil. Veistu að ef til vill er ég orðin svona harðsvírðu, en ég finn hvergi vott af meðaumkvun með þér eða ykkur yfirleitt. Þetta er bara ennþá einn leikurinn hjá ykkur til að plotta og halda völdum.
Fyrst var reynt að tilkynna veikindi og fá samúð þannig, en mótmælin bara jukust, þá er næst í stöðunni að fórna peði. Ég er ekki viss um að það virki í dag. Hefði eflaust gert það fyrir svona hundrað og tíu dögum eða svo, en eins og ég sagði of lítið og of seint.
Því miður ágæta fólk, þið hafið illilega misreiknað íslenska þjóðarsál. Hún er dálítið sveitarleg og undirgefinn alltof lengi. En þegar hún finnur alvöruna og að vegið er að fjölskyldu og heimili hennar, þá bregst hun við eins og öll dýr merkurinnar myndu gera, rís upp og berst fyrir tilverurétti sínum.
Þið hefðuð átt að átta ykkur á mistökunum, þegar það voru konurnar sem voru í fararbroddi, það voru þær sem sátu og prjónuðu fyrir framan alþingishúsið, þær sem geistust fram með pottana sína og sleifarnar. Það voru nefnilega konurnar sem voru oftast fremstar í flokki.
Og svo Hörður, ég verð eiginlega að segja það sem ég hef hugsað frá því að hann byrjaði með mótmælin. Hörður er einn af þeim fáu sem ég þekki, sem ég gat ímyndað mér að stæðist þrýstingin og ekki síst apparatið sem ég er nokkuð viss um að hefur farið í gang með að leita að ávirðingum um hann, til að koma á hann höggi. Hörður er gegnheiðarlegur, en hann er meira, hann skuldar engum neitt, og hefur hagað sínu lífi þannig í hvívetna að ekki ber skugga þar á. Þess vegna er Hörður sterkur fyrir, og hann hefur svo sannarlega gert kraftaverk. Alveg eins og hann gerði með samkynhneigð sína, þegar hann kom heim og stofnaði samtök þeirra. Ég vil ekki að þetta framtak hans gleymist. Það er nefnilega ekki bara nóg að geta komið fram og talað, ekki nóg að þekkja rétta fólkið, heldur er það allra nauðsynlegasta að hafa engar beinagrindur í skápnum.
Nú er að sjá hvort þetta nýja útspil gerir eitthvert bakslag í mótmælin. Ég held samt ekki, krafan er nokkuð skýr, burt með spillinguna, burt með vanhæfa ríkisstjórn og burt með seðlabankastjóra, við getum núna sleppt þessu með fjármálaeftirlitið, nema við viljum fá upp á borðið starfslokasamninginn. Ég er líka viss um að Björgvin prívat og persónulega hefur lést um ein tvö kíló að vera laus úr þessari aðstöðu.
Nú er að sjá hver framvindan verður. Ég hef þá trú að ríkisstjórnin kjósi að fara frá. Ég hef aldrei séð á minni lífsfæddri ævi jafnmikla andstöðu ekki bara almennings, heldur allra sérfræðinga og stjórnspekinga. Þannig að slímsetan er orðin æpandi og fólk skilur ekki af hverju þið þráist svona við. Með hverjum klukkutímanum sem líður meðan þið sitjið svona eykst andstaðan og það fólk sem hefur stutt ykkur og vill ykkur vel hættir að treysta sér til að verja ykkur. Þetta dæmi gengur bara ekki upp.
Svo eru nokkrar myndir frá frábærum fundi hér á Silfurtorgi í gær.
Fólkið lét hvorki rok né kulda aftra sér frá að mæta.
Og ræðurnar voru mjög góðar að vanda. Ég hef líka reynt að fá ræður gærdagsins af Austurvelli en einhverra hluta virkar rás2 ekki, svo það er ekki hægt að spila fundinn. Tilviljun ? Veit ekki ég er farin að sjá grýlur í hverju horni.
Læknirinn.
Neminn
Sjómaðurinn
Kennarinn.
Skríllinn.
Krúttlegasta skyltið í gær. En einmitt dæmigert fyrir það sem ég var að segja hér áður drottinn blessi heimilið. Heimilið og börnin eru helgasta vé hvers manns. Ráðist einhver að þeim gildum, uppsker sá það sem hann á skilið.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
... hér er ekkert búið. Nú þarf að huga að því að reisa samfélagið upp aftur með skipulegum og sanngjörnum hætti. Það verður ekki lítið verk.
Haukur Nikulásson, 25.1.2009 kl. 12:02
Flott skiltið á neðstu myndinni. Það er einmitt þegar hætta steðjar að fjölskyldunni og heimilinu sem allt sýður upp úr. Vonandi að okkur Íslendingum beri gæfa til að endurreisa heimilið okkar, landið, í jákvæða átt. Þegar gamla kerfið hrynur, þá er viðkvæmasta stigið; hvernig ætlum við að halda áfram.
Ég bíð spennt eftir næstu fréttum og næstu skrefum og bið "Drottinn að blessa heimilið" okkar
bestu kveðjur yfir fjöllin "sjö"
Ragnhildur Jónsdóttir, 25.1.2009 kl. 12:59
Mikið rétt Ragnhildur mín. Þá stöndum við upp og mótmælum loksins segi ég nú bara.
Já ég er algjörlega sammála því Haukur. Ekki meiri pólitík eins og hún hefur verið stunduð. Nýtt og betra samfélag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2009 kl. 14:04
Við verðum saman í baráttunni fyrir nýju lýðveldi Ásthildur mín. Það er á hreinu
Sigrún Jónsdóttir, 25.1.2009 kl. 14:06
Já svo sannarlega og ég er þar í góðum hópi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2009 kl. 14:15
Nei hér er ekkert búið.En ég tek ofan fyrir Björgvini G. þó þetta hefði mátt ske mikið fyrr.
Solla Guðjóns, 25.1.2009 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.