14.11.2008 | 11:27
Austurvöllur á morgun - burt með spillingarliðið.
Lýðræðið er brothætt. Það getur einungis virkað ef hver og einn tekur þátt í því, en skorast ekki undan, annað hvort af hræðslu eða kæruleysi. Ég vil vísa hér í færslu bloggvinkonu minnar og baráttukonu Katrínar Snæhólm í gær, en þessi færsla hefur verið í kollinum á mér síðan, og ég er sífellt að átta mig á því hve í raun og veru lýðræðið er hverfult, þegar lýðurinn er jafn kærulaus og hann virðist vera. http://katrinsnaeholm.blog.is/blog/katrinsnaeholm/entry/709991/
Ég myndi sko taka mér stöðu með ykkur ef ég væri ekki hrædd um að fá sekt á bílinn minn.....
Hvernig getur fólk haldið að eitthvað jafn dýrmætt og sjálfstæði okkar og afkoma geti verið sett í annað eða þriðja sæti. Hvernig heldur fólk að það sé hægt að geyma lýðræðið upp í skáp, eða skúffu, milli kosninga, og örugglega kjósa alltaf sama flokkinn, hvað sem á dynur. Lýðræði snýst um að við lýðurinn verndum rétt okkar til að taka þátt, hafa áhrif og ráða samfélaginu. Það gerist ekki með því að hafa ekki tíma til að sinna þeim skyldum sínum að hafa áhrif á samfélagið, til dæmis með því að mótmæla, þegar svo mikið er í húfi eins og nú er. Hvernig er hægt að vera á staðnum, en skorast undan og flýta sér framhjá, með þeim orðum sem hér eru tíunduð ? Hversu dýrmætt er lýðræðið því fólki sem þannig hagar sér ? 3000 krónu ef til vill, eða minna ? hvað kostar stöðumælasekt ?
Nei ágætu íslendingar, lýðræði getur aldrei orðið virkara en við sjálf. Um leið og við slökum á, og látum bara ráðast, þá er það ekki til staðar lengur. Þá höfum við afsalað okkur réttinum til að taka þátt. Og þá er fjandinn laus. Eins og vel sést á ástandinu núna.
Það er verið að hneykslast á stjórnvöldum fyrir að hlusta ekki á lýðinn, fyrir að sitja í fílabeinsturni og hvorki skilja, né láta hafa áhrif á sig hvað nokkrir einstaklingar eru að druslast við að gera á Austurvelli.
En því miður er þetta mikið til okkur sjálfum að kenna, við höfum skapað þessi skrýmsli, með einmitt svona kæruleysi. Það er jafngamal mannkyninu sú vitneskja að "Vald spillir" svo ekki sé talað um langvarandi vald, og þegar svo er komið að ákveðnar manneskjur álíta sem svo að þær bókstaflega "EIGI" landið og miðin, og að þeir sem þar dvelja séu líka þeirra eign og þeir einir eigi að ráða og ráðskasta með allt og alla.
Meðan Róm brennur, þá hleypur maður ekki framhjá af því að gjaldið er að renna út í mælinum. Eða af því að maður er að missa af fundi, eða lokun skrifstofu. Nei maður stansar og tekur þátt, réttir hendurnar að fólkinu sem þar stendur og tekur þátt. Gerir stjórnvöldum grein fyrir, að það er í raun og veru hingað og ekki lengra sem við hleypum þeim. Maður tekur undir réttlát skilaboð.
Í litlu gulu hænunni sögðu allir EKki ég, litla gula hænan varð að gera allt sjálf, og þegar komið var að því að njóta þess sem gert var, þá vildu allir vera með. Þessi litla saga er sögð í barnaskóla, og er dæmisaga um það hvernig fer, þegar enginn vill taka þátt, en bara njóta ávaxtanna, þegar allt er tilbúið. Alveg eins og Nýju fötinn keisarans er dæmisaga um hvernig valdið getur gert fólk að fíflum, tekið á hégómagirninni, græðginni og kæruleysinu, þangað til lítið saklaust barn kallar sannleikann upp, og þátttakendur standa uppi allir naktir í köldum veruleika. Maðurinn er nakinn!
Í dag standa ýmsir framámenn í þjóðfélaginu naktir, þeir hafa farið með hálfsannleika, þagað og jafnvel logið að okkur. Fyrir þeirra kæruleysi eða jafnvel í eigin þágu, sett þjóðfélagið á hausinn, í orðsins fyllstu merkingu. Og þegar fólkið vill standa upp og mótmæla, þá finnst sumum bara allt í lagi að sveigja fram hjá, af því að .... sumir sitja heima, og hugsa að það séu nógu margir þarna niðurfrá, svo ég þarf ekki að mæta. Aðrir "hafa svo mikið að annað að gera" að þeir "mega ekki vera að þessu". Ert þú einn af þeim ?
Ef ekki, þá er enginn afsökun fyrir því að klæða þig ekki upp, og mæta niður í bæ, til að láta virkilega sjá að þér er ekki sama um lýðræðið í landinu. Að þú ef þú ert óánægður, sýnir það í verki, með því að taka þátt með félögum þínum sem eru á sama báti, en hafa dregið vagninn hingað til.
Það má segja að við úti á landi mættum gera meira til að taka þátt. Málið er að á flestum stöðum úti á landsbyggðinni höfum við mátt þola yfirgang og rányrkju af hendi ríkisstjórnar, sem hefur gefið einstaklingum auðlindir þær sem bæirnir byggðust upp á, það eru fiskimiðinn okkar og fiskurinn. Bundið hendur bænda á bak aftur með allskonar höftum og kvótasetningum, svo nýliðun er hvorki í landbúnaði né útgerð. En við fylgjumst með og reynum að hvetja til dáða. Þess vegna tek ég líka undir síðustu færslu Katrínar, þegar hún krefst þess að ríkissjónvarpið, sjónvarp allra landsmanna, ekki bara stjórnarinnar - hefji beinar útsendingar frá Austurvelli, strax á morgun, og á hverjum fundi eftir það, þangað til réttlætinu er fullnægt.
Áfram íslenska þjóð - burt með spillingarliðið!
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þennan góða pistil kæra Ásthildur
Sigrún Jónsdóttir, 14.11.2008 kl. 11:31
Takk Sigrún mín. Fólk verður að fara að skilja að þetta kemur okkur öllum við, ef ekki vegna okkar sjáfra þá barnanna og barnabarnanna okkar, það stefnir í að þau verði reirð á skuldaklafann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2008 kl. 11:41
Takk stúlkur mínar. Vonandi að sem flestir mæti og láti í ljós hug sinn. Það er lýðræði í húfi hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2008 kl. 11:57
Já ég held það sé orðið nauðsynlegt að mæta á svona mótmæli það er eins og ekkert sé að gerast hjá þessu blessaða fólki, en því miður kemst ég ekki á morgum, er að fá aukavinnu sem ég tek við á morgum
Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.11.2008 kl. 12:08
Bendi á fánahugmyndina hans Jóns Steinar, Prakkaranum http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/ Það er bara spurning um hvert við getum sent fánann, svo eftir verði tekið, við sem ekki komumst, eða jafnvel ættum við að senda hann á RÚV með kröfu um að fundinum verði útvarpað beint.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2008 kl. 12:36
Við verðum að bjarga okkur upp úr þessu feni, það er alveg ljóst. Og það gerist ekki nema eitthvað sé GERT!
Óþarfi samt að sóa dýrmætum eggjum sem hænurnar lifa fyrir að framleiða handa okkur.....
Baráttukveðjur
Ragnhildur Jónsdóttir, 14.11.2008 kl. 12:36
Já blessaðar hænurnar og ungarnir þeirra væntanlegu. Það er sagt að orðið sé besta vopnið ekki satt ? Með orðin að vopni skal ganga í þetta stríð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2008 kl. 13:12
Heyr heyr! Mér finnst nýyrðið sannlíki lýsa vel því sem hefur verið í gangi. Það verður fróðlegt að sjá hvaða útgáfu af því við fáum nú kl.:16:00.
Á meðan Róm brennur væri ekki verra að Rómarsáttmálinn brenni í leiðinni með ákvæði sínu um að allir fiskistofnar aðildaþjóðanna tilheyri bandalaginu. Það kæmi kannski í fréttum og opnaði augu evrópubandalagsskrumara fyrir hverju þeir eru að berjast fyrir.
Spillingarliðið fær sinn dóm, þótt síðar verði. Við munum ekki hætta fyrr. Værukærð Íslendinga heyrir vonandi sögunni til. Fyrst verðum við þó að bjarga okkur undan þeim árásum, sem að okkur steðja, svo landið lifi þetta af yfirleytt. Svo verður hreinsað til. Það skulum við líka láta menn vita, hátt og skýrt.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2008 kl. 13:36
Takk Ásthikldur mín fyrir að vekja athygli á þessu. Ég fann eftirfarandi í athugasemdum hjá Láru Hönnu eðalbloggara og vona að mér leyfist að setja þetta inn hjá þér og hvet um leið alla til að senda póst til RÚV.
Ég sendi eftirfarandi tölvupóst á <odinnj@ruv.is>, <pall.magnusson@ruv.is>, <sigruns@ruv.is>, <thorhallur.gunnarsson@ruv.is>:
Góðan dag,
Mig langar að forvitnast hvað þarf fjölmenna mótmælafundi til að RÚV-Sjónvarp sendi beint út frá þeim? Ég minni á að þegar vörubílstjórar mótmæltu við Geitháls var aukafréttatími sendur út beint þaðan.
Á morgun kl. 15 er reiknað með mörg þúsund óánægðum Íslendingum á Austurvöll. Hugsanlega verða þetta fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar. Ætlar Sjónvarp allra landsmanna að verja sjálfstæði sitt eða fylgja þöggunarstefnu stjórnvalda?
Svar óskast.
Með góðri kveðju,
Sigurður H. Sigurðsson.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 14:06
Takk fyrir pistilinn .Þetta eru orð í tíma töluð.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.11.2008 kl. 14:09
Þakka þér fyrir Ásthildur mín! Nú ættu hestamenn að beisla klárana og ríða hvatlega niður Laugaveg með lensur og atgeira og mæta á Austurvelli á morgun.
Þetta myndi vekja heimsathygli og skjóta jafnframt stjórnvöldum skelk í bringu.
Árni Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 14:18
Já Árni nú er tækifærið að beisla klárana og hvetja þá til dáða.
Takk Ólöf mín.
Gott að fá þetta frá þér Katrín mín. Og nú er bara að senda þetta á þá aðila sem getið er hér að ofan. Ekki verra að senda fánan hans Jóns Steinars með.
Tek undir með þér Jón Steinar, ég held nefnilega að þessir Evrópusinnar hafi ekki hugmynd um hvað er í húfi með þátttöku í þessum risabræðingi, þar sem allt hverfur í eina hít.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2008 kl. 14:23
Takk Hanna Birna mín. Ég var að senda þetta á alla ofangreinda nú rétt í þessu;
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2008 kl. 14:41
Takk fyrir þessa færslu kæra Ásthildur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 15:14
Jenný mín og aðrir, ég er viss um að þessi fundur Sjálfstæðisflokksins í dag hefði aldrei orðið, nema af því að þau voru hrakinn út í horn og urðu að gera eitthvað. Þetta er kattarklór, eða kattarþvottur af því að þau eru loksins að skynja að fólkið er að MEINA ÞAÐ SEM ÞAÐ SEGIR. Hvað segir það okkur um samtakamáttinn ? Jú það segir heilmikla sögu. En ég er líka jafnviss um að þau hafa ekki erindi sem erfiði, að tala núna um að þau vilji samhjálp, réttlæti og samstöðu hljómar raunar eins og rammfölsk fiðla í mín eyru. En örugglega grípa sauðirnir sem alltaf jarma í kór, þetta fegins hendi til að geta laumast aftur í stíuna sína og sagt, sko okkar fólk er best og flottast. En þeir sem sjá og heyra af skynsem sjá þetta eins og það er; aumt yfirklór yfir klúður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2008 kl. 15:31
Ætli einhver ritskoðun sé komin í gang? Ég var að setja inn nokkurra orða færslu á bloggsíðuna mína. Og þetta er í fyrsta skiptið sem hún kemur ekki samstundis inn á forsíðuna undir: Nýjar færslur.
Árni Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 15:51
Heyr ..heyr... þú ert mögnuð manneskja. kv. Steini Árna
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 19:01
Sæl Ásthildur,
mikið er ég sammála þér. Það er svo margt rétt í þessu. Hinn almenni borgari ber ábyrgð. Borgaralegt lýðræði krefst þess að maður sé virkur, taki afstöðu og veiti kjörnum fulltrúum aðhald. Skelltu þér í bæinn við tækifæri og mættu með okkur á Austurvöll, en skildu eggin eftir heima.
Gunnar Skúli Ármannsson, 14.11.2008 kl. 21:07
http://this.is/nei/?p=525
þENNAN PISTILL ÆTTU ALLIR AÐ LESA SEM FYRST!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 22:28
Knús kveðjur og góða helgi elsku Ásthildur mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:43
Þetta er meðal þess sem Katrín Snæhólm er að boða:
"Ekki berja. Látið löggurnar berja ykkur. Það er mikilvægt. Baráttan er táknræn, að uppistöðunni. Þið breytið engu með því að rota eina eða tvær löggur, þótt slíkt sé auðvelt, eða brjóta rúðu eða kveikja í ruslatunnu. En ekki standa álengdar, farið þétt upp að þessum fulltrúum ríkisstjórnarinnar, takið með ykkur pott og sleifar eða blístrur og búið til hávaða, blásið framan í þá, umkringið þá, ýtið ykkur upp að þeim. Ef þeir segja ykkur að hörfa, ekki hlýða. Blásið upp gula plastönd til að klifra með upp á þak Alþingis, hleypið upp mótmælunum eða verið með á nótunum þegar þetta verður gert fyrir ykkur. “Lögregla beitir kylfum á Austurvelli” er gott. “Lögreglan beitir táragasi gegn mótmælendum”. Við þörfnumst þessara frétta."
Þetta er tekið úr pistlinum sem hún er að benda á. Fallegt, ekki satt?
Hlynur (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 00:49
Ég er alls ekki að hvetja til ofbeldis á neinn hátt og það er smart að taka bara þetta út úr pistlinum sem er um svo miklu meira og þá aðallega um það ofbeldi sem við höfum verið beitt. Einhvern tímann verðum við að standa gegn því ofbeldi sem er verið að beita okkur og fjölskyldur okkar. Ég hef oft talað um að ísland sé ofbeldisríki, hér viðgengst efnahagslegt ofbeldi, viðskiptalegt ofbeldi, andlegt ofbeldi, trúarlegt ofbeldi, kynjaofbeldi og fl.ofl. Það sem mér finnst mjög mikilvægt íþessari grein er að fólk vakni og sjáo svart á hvítu um hvað valdhafar eru. Og að þeir eru ekkert að fara að breytast. Alls ekki neitt..bara versna ef eitthvað er.
Greinarhöfundur er ekki að hvetja til ofbeldis...en hann er að hvetja til þess að þessi ofbeldisöfl sem hér hafa stjórnað undir fölsku flaggi og innantómum fagurgala sýni sitt rétta andlit svo að fólkið í landinu vakni af þessum dásvefni sem það hefur verið í svo lengi. Og kannski þarf eitthvað mjög sjokkerandi til að það gerist...a.m.k er ekki einleikið hversu auðvelt hefur verið að kasta endalaust ryki í augu fólksins. Mín von er sú að þessi lesning virkilega hreyfi við fólki svo það láti ekki lengur ganga yfir sig á skítugum stjórnarskónum...en ég ber líka þá von í brjósti að okkur auðnist að koma okkar skoðunum á framfæri og að mark verði á okkur tekið án þess að nokkru ofbeldi verði beitt. Enda hafa þeir sem standa fyrir mótmælunum virkilega lagt áherslu á friðsöm mótmæli...spurningin er hins vegar sú...hvað þarf mörg þúsund manns og mikið vantraust frá öðrum þjóðum á okkar ráðamenn til að þeir svo mikið sem hugsi sér til hreyfings. Miðað við síðustu orð Geirs um málefnið..eru þau ekkert á förum. Og hvað þá??
Ég legg það í þínar hendur að koma með viðunandi lausn á málinu..við erum öll að leita hennar einmitt núna.
Það eru sem betur fer fullt af fundum og hópum í gangi sem eru virkilega að leita framtíðarlausna og skoða málin. Og þá er ég ekki að tala um ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna. Við þurfum nýtt afl,nýjar hugmyndir og nýtt kerfi sem byggir á allt öðrum grunngildum en við höfum haft undanfana áratugi. Vinnum saman...við megum vera reið eftir allt þetta ofbeldi sem við höfum þurft að líða og við verðum að standa upp með látum svo eftir verði tekið.
Fyrst þarf að hreinsa út spillinguna og skítinn og svo förum við að taka til og koma öllu fyrir eins og við viljum hafa heimili okkar. Eða það gerum við húsmæðurnar vanalega. Sópum og skrúbbum upp skítinn með látum og förum út með ruslið áður en við förum að koma fyrir kertum og fallegum blómum á heimilunum okkar. Og já....við bregðumst líka hressilega við þegar afkvæmum okkar er ógnað og framtíð þeirra. Og lái okkur svo hver sem vill.
Og okkur veitir ekkert af hressilegum boðskap sem kemur okkur af stað til að gera það sem þarf að gera...Sjáumst á Austurvelli, stöndum saman og hvikum hvergi.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.11.2008 kl. 08:26
Katrín, þetta er bara lýsandi hugsunarháttur fyrir þennan agnarsmáa hóp stjórnleysingja sem vilja breyta friðsömum mótmælum í ofbeldisathöfn. Þessi liður sem ég tók út úr þessum pistli sýnir það svart á hvítu að sumir telja að ofbeldi megi þjóna "réttum" tilgangi. Heldur þú virkilega að lögreglumenn sem verða við störf á Austurvelli þrái ekkert heitar en að berja á mótmælendum? Ég næ bara ekki svona súrum hugsunarhætti.
Lögreglumenn eru venjulegt fólk sem er að ganga í gegnum nákvæmlega sama ástand og allir aðrir. Þetta er fólk sem þarf að greiða hærra verð fyrir matinn í dag, fólk sem horfir á myntkörfulánin sín hækka upp úr öllu, fólk sem á í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum vegna hækkandi verðlags og lágra launa, fólk sem sumt hvert kaus aðra til valda en þá sem nú stjórna. En þetta fólk sem þú og þínir vinir viljið espa upp í einhver átök er heiðarlegt fólk sem er treyst til að sjá til þess að allir fari að lögum landsins.
Það þýðir ekki að hvetja fjölskylur landsins til að sýna samstöðu og mæta á Austurvöll en á sama tíma að hvetja til óeirða á sama blettinum. Hvernig á fólk að geta komið óhult með börnin sín þegar stjórnleysingjarumpulýður reynir að breyta friðsömum mótmælum í ofbeldisathöfn?
Ég held ég haldi mig bara heima í dag með börnin mín.
Hlynur (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 09:29
Huld S. Ringsted, 15.11.2008 kl. 09:36
Hlynur þú ert nú bara að vanda þig við að lesa þína skoðun út úr þessu öllu. Einu vopnin sem mælt er með í pistlinum eru pottar og sleifar sem nota skal til að búa til hávaða.....ég var einmitt að renna augum yfir hvað fólk hefur skrifað um þenna pistil á Eyjunni en þar fara fram mjög fjörugar umræður um efni pistilsins. Og þar sýnist sitt hverjum. Það sem ég held þó að sé nokkuð ljóst er að Friðsöm mótmæli sé það sem við viljum lang flest..en að þau hafi í sér þunga undiröldu svo stjórnvöld skilji að okkur er fúlasta alvara. Og ég verð bara að segja það með stórum stöfum ÉG VIL FRIÐSAMLEG MÓTMÆLI og hef alltaf tekið þarð sterklega fram í mínum pistlum og skrifum ..jafnvel þó ég hvetji fólk til að lesa efni sem vekur það til umhugsunar og að mínu mati er ekki að hvetja til ofbeldis...við verðum nú að geta treyst því að fólk standi bara ekki upp og geri og setji í framkvæmd allt það sem það les.
Svo finnst mér að við ættum ekki að taka upp meira pláss hjá frú Ásthildi fyrir okkar samræður.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.11.2008 kl. 09:44
Sæl Ásthidur mín.
Frábær pistill frá þér,enda átti ég ekki von á öðru !
Ég ætla að reyna að vera með ,en því miður er krankleiki ennþá að stríða mér.
ÉG ER EKKI HRÆDDUR VIÐ AÐ MÆTA EN ÉG ER HRÆDDUR VIÐ ÞESSI FÍFLA ÖFL SEM LÆÐAST MEÐ, ÞAU SKEMMA FYRIR. OG ÞAÐ MEGUM VIÐ EKKI LÁTA GERAST.
OG SVO verður gaman að fylgjast með hvar Myndatökufólk sjónvarpsstöðvanna VERÐUR og svo hitt hvað SÝNA ÞEIR.
Kærleikskveðja til allra.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 10:04
Mér finnst þetta góð grein, og ég er að mörgu leyti sammála henni. Það þýðir ekkert að gefast upp, eða bíða heima, nú þurfa allir að taka þátt, og sýna að þeim er ofboðið. En ég vona samt að ekki komi til ofbeldis, sér í lagi ekki af höndum þátttakenda. Það yrði aftur á móti vatn á millu réttlætisins ef yfirvöld gripu til einhvers ofbeldis. Það er nefnilega rétt að þeir eru loksins orðnir hræddir við þetta afl, sem þeir eru að gera sér grein fyrir að hjaðnar ekki, og þeir eru búnir að missa það úr böndum. Þeir þurfa að fara, ekki einn og einn, heldur öll ríkisstjórnin, seðlabankastjórarnir, eftirlitsaðilarnir, nýju bankastjórarnir með ofurlaunin líka. Burtu með allt þetta spillingarlið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2008 kl. 11:09
Ég er nú farinn að íhuga að íklæðazt úlpugarmi & labba út í garð í smátíma í dag, svona bara til að sýna smá samstöðu suður. Gríp mázke haglarann með, það viðrar vel til rjúpna, en heykvíslin & kyndillinn fá friðsælann frið.
Steingrímur Helgason, 15.11.2008 kl. 11:21
Skrítið að sjá fólk, sem maður hélt að væri skyni borið, óska eftir því að lögreglan taki hart á mótmælendum. Setning eins og þessi: "Það yrði aftur á móti vatn á millu réttlætisins ef yfirvöld gripu til einhvers ofbeldis." Heldur einhver með viti að Geir Haarde eða ISG taki upp tólið og gefi skipun um að taka hart á mótmælendum? Það er yfirmanna lögreglu að meta hvort það þurfi að taka óróa og ofbeldisseggi úr umferð hverju sinni. Fólk sem ógnar almannahagsmunum, ógnar lífi og limum samborgaranna. Ef mótmælendur eru farnir að lumbra á fólki eða eignum ber lögreglunni að skerast í leikinn. Það kemur ríkisstjórninni ekkert við. Ef lögreglan þarf að taka á ofbeldismönnum í dag er ekki við neinn annan að sakast nema æsingarliðið sjálft.
Það virðist líka vera að þeir sem æpa hvað hæst á að "Spillingarliðið fari", eru ekki með neinar hugmyndir um hvað eigi að taka við.
Hvað svo?Hlynur (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 11:24
Já það er góð hugmynd að fara út að labba svolítið Steingrímur minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2008 kl. 11:26
Það er vonandi að Gunnar Smári sýni sig ekki í miðbænum eftir grein sína í mogganum, þar sem hann hæðist að þeim 75000 íslendingum sem sendu skilaboð um að þeir væru ekki terroristar. Hann hnykkir út með því að segja að þetta fólk hafi getað bætt því við að við værum skíthælar....
Nú finnst mér elítan hafa kvittað endanlega fyrir sig. Nú skal þetta pakk í grjótið allt saman!
Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.