Sönn vinátta varir að eilífu.

Já maður er nú dálítið upptekin af allri þessari umræðu í þjóðfélaginu.  Það er eiginlega eins og það sé steinn í maganum á manni.  Og alltaf heyrast fleiri nöturlegar fréttir.  Ég vona samt að við komumst öll heil út úr þessu stríði.  Ef við reynum að styðja hvort annað, og hver lítur eftir næsta manni, þá gæti farið betur en áhorfir nú. 

En veðrið er ágætt hér heldur farið að kólna, en fallegt veður og birtan mjög sérstök.

 12.10.08 003

Já það dimmir óðum, en þá er gott að hafa kertaljós og hygge sig.

12.10.08 001

Börnin geta leikið sér saman öll þrjú.... stundum. Tounge Annars er Úlfur voða duglegur að hjálpa til með stelpurnar.

12.10.08 002

Skottan mín stóra.

12.10.08 004

Og hér eru þær báðar að fá sér kókópuffs. 

12.10.08

Þessi mynd er tekin árið 1998, í september, ég var sum sé að fara yfir gamlar myndir.  Stubburinn minn og stubban.

En ég á tvær yndislegar vinkonur, sem ég hef átt síðan 1963, við unnum allar í SÍS í Austurstræti, ég í skóbúðinni, en þær í versluninni fyrir ofan.  Svo datt mér í hug að fara til Skotlands að vinna, lenti að vísu í ýmsum ævintýrum í sambandi við það.  En lofaði að ég skyldi útvega þeim vinnu líka.  Ég fór að vinna á elliheimili, en það var hræðilega erfitt, við máttum ekki fara út eftir níu á kvöldin, og ég undi hag mínum illa.  Loks fékk ég starf sem aupair, og reddaði þeim svoleiðis vinnu líka, þær komu svo út og við áttum skemmtilegar stundir saman, í Glasgow, en síðan hefur okkar vinátta haldist, þær komu reyndar ekki aftur heim, önnur kom eftir mörg ár, en hin er ennþá búsett úti, nú í Köln í Þýskalandi.  En nóg um það. Ég rakst á þessar skemmtilegu myndir af okkur vinkonunum.

vinkonur

Þessi mynd er tekin árið 1993, en þá höfðum við ekki hist allar þrjár í þrjátíu ár. Hér erum við að rifja upp gamla skemmtilega tíma.

12.10.08.1

Þessi er svo tekinn árið 1994.

Vinir

Og 1998.  Það er rosalega gott að eiga góða vini. Ég ég á nokkrar svona æskuvinkonur, Dísa mín blessunin er sú elsta, og Matthildur við ólumst upp saman.  Svo á ég sænska vinkonu, og við höfum alltaf samband, hef þekkt hana síðan 1962, þegar ég fór í lýðháskóla í Vimmerby í Småland í Svíþjóð. Og svo þessar elskur.  Og auðvitað margar fleiri. 

3

Þessi mynd er tekin sama ár, eða 1998 í Tívolí í Danmörku.  Heart

En ég var að fá myndir af litla barnabarninu mínu að sunnan, honum Arnari litla Milos.

n590254489_674379_3092

Ósköp notalegt með pabba sínum.

n590254489_674399_8601

Mömmur eru líka alveg spes Heart

n590254489_776189_3435

Ekkert smá sem hann hefur stækkað, síðan ég sá hann síðast. Heart

n590254489_776190_3732

Fallegur drengur. Og með þessum yndislegu myndum býð ég ykkur góðrar nætur elskuleg. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Fallegar myndir og gaman að fá að kíkja inní minningarbankann þinn. Þar eru nógar innistæður. Dásamlegt að eiga trygga vini. Við erum moldríkar að eiga trygga vini.

Guð veri með þér kæra bloggvinkona.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Alltaf jafngaman að skoða hjá þér myndirnar. Ég þarf að fara að taka þig mér til fyrirmyndar og vera dugleg að taka myndir.

Helga Magnúsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2008 kl. 22:34

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Vináttan er mikilvæg. Sá sem á vini og er vinur er ríkur. Þessi frásögn sannar það að maður þarf ekki að hitta vini sína daglega til að eiga þá að.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:33

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Falllegur þessi krúttlingur

Yndislegt að sjá ykkur æskuvinkonurnar.

Rétt er það að sanna vináttu er ekki hægt að deyða.

Solla Guðjóns, 13.10.2008 kl. 23:34

6 identicon

Star myndirnar af dúllunum þínum af báðum kynjum og takk fyrir falleg orð í minn garð. Við höfum augljóslega verið að hugsa hvor til annarar í kvöld.  Ég er hjartanlega sammála þér  góð vinátta er ómetanleg og hlýjar manni . Ekki veitir af á þessum síðustu og verstu.

Dísa (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 23:51

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 14.10.2008 kl. 00:13

8 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 14.10.2008 kl. 06:11

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Knús á Ísafjörð og á minningarnar þínar

Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.10.2008 kl. 10:10

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndirGóð vinátta, þú bjargar deginum í öllu þessu krepputali. Stórt knús til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 14.10.2008 kl. 10:30

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.10.2008 kl. 15:25

12 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hér er gott að koma við á hverjum degi

knús í vestrið

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.10.2008 kl. 17:16

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig og eitt ljúft fallegt bros

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:05

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús til baka Linda mín

Knús á þig líka Hulda mín.

Knús elsku Anna mín

Knús á þig líka katla mín

Takk Guðlborg mín.  og knús til baka

Takk sömuleiðis Búkolla mín

Knús Helga mín

Knús Sigrún mín

Já sennilega hefur farið á milli okkar hugskeyti Dísa mín  En það er öruggt að ekkert er betra en sönn vinátta.

Einmitt Solla mín, vináttan blívur.

Einmitt Sigrún mín, þessi sanna vinátta er þannig, að þó maður sjáist ekki í 30 ár, þá er eins og maður hafi hist í gær.  Það er enginn krafa um neitt annað. 

Knús á þig Jenný mín

Já Helga mín, endilega að koma með myndir.  Þær segja meira en þúsund orð

Knús á þig líka Rósa mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband