Sumardagurinn fyrsti - stóð undir nafni í dag.

Á morgun legg ég í hann til Keflavíkur með litla stubb sem er að fara á Taikwondomót.  Við munum leggja af stað um tíu leytið í fyrramálið, og koma við í Reykjanesi fara þar í sund og grilla.  Síðan er ferðinni heitið í Mosó, þar sem verður snætt á KFC, kjúklingur með tilheyrandi, og svo mun leiðin liggja til Keflavíkur. 

Það mun sennilega vera minna um blogg og myndir af þeim sökum um helgina.  En hér eru myndir frá sumardeginum fyrsta.

IMG_5578

Hún var undirleit.

IMG_5580

En þessi unga dama var ákveðin.

IMG_5582

Já við klæddum okkur upp í tilefni sumardagsins fyrsta.

IMG_5584

Hér er tildæmis kóngur og drottning.

IMG_5586

Drottningar þurfa margt að brasa skal ég segja ykkur.

IMG_5587

Veðrið í Ísafirði var hið besta eins og sjá má.

IMG_5588

Ekki lýgur maður um lognið, víst er það.

IMG_5592

Frænkurnar litlu komnar á kreik.

IMG_5595

Svo þarf aðeins að rífast um hluti og sona Tounge

IMG_5596

Spurning hvor hefur betur.

IMG_5600

Jamm þetta verður sennilega jafntefli enda nógu margir litir í boði.

IMG_5603

Þá er best að drífa sig bara í sandkassann.

IMG_5606

en sumir stubbar þurfa meira svæði til að vera á.

IMG_5612

Og eins gott að þessar litlu séu orðnir vinir.

IMG_5615

Þá finnst öðrum gott að leika sér einum.

IMG_5619

Aðrir vilja hoppa yfir lækinn.

IMG_5626

Hoppa í parís eða bara njóta þess að vera til.  Það er jú sumardagurinn fyrsti.

IMG_5630
Það þýðir að það má fækka fötum ekki satt.

IMG_5632

Fá sér afaskyr og lita smá.

IMG_5633

Ég á lítinn skrýtinn skugga skömmin er svo líkur mér, hleypur með mér úti og inni alla króka sem ég fer. LoL

IMG_5634

Jamm það er nefnilega bara ansi notalegt veður.

IMG_5637

svo er hægt að húla húla....

IMG_5639

Eða kæla sig í tjörninni.

IMG_5644

Eða bara fá sér blóm í hárið.

Gleðilegt sumar öll sömul.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það hefur verið ljúft "Kúlulífið" í dag, yndislegar myndir. Gangi þér ferðin suður vel og farið varlega. Gleðilegt og gott sumar

Sigrún Jónsdóttir, 24.4.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gleðilegt sumar og gangi ykkur vel á mótinu

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.4.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Gleðilegt sumar sömuleiðis.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 22:42

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðilegt sumar og góða ferð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2008 kl. 23:23

5 Smámynd: Brynja skordal

yndislegar myndir af krílum Góða ferð á morgun og hafið góða skemmtun og gott gengi hjá prinsinum ykkar knús inn í helgina

Brynja skordal, 24.4.2008 kl. 23:26

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar, knúsínurnar mínar

Helga mín, þú finnur gemsan minn í símarkránni, endilega hrindu í mig og við finnum tíma til að hittast. Og jafnvel fengið fleiri til að koma á hitting. Ég ætla að gista á B&B gistiheimilinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2008 kl. 00:11

7 Smámynd: Karl Tómasson

Frábærar myndir kæra Áthildur eins og vanalega. Góða ferð út og hafið það sem allra best.  Njóttu einnig vel heimsóknarinnar í fallegu sveitinni Mosó.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 25.4.2008 kl. 00:25

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Happy Summer

Gleðilegt sumar, dugnaðarforkur og dúlla!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.4.2008 kl. 00:35

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðilegt sumar Cesil, með þökk fyrir veturinn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.4.2008 kl. 00:39

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gleðilegt sumar !

Sunna Dóra Möller, 25.4.2008 kl. 09:03

11 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Þetta er sko fjölskylda í lagi.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 09:20

12 Smámynd: Laufey B Waage

Gleðilegt sumar mín kæra. Njóttu suðvesturhornsins um helgina.

Laufey B Waage, 25.4.2008 kl. 09:24

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir góðar óskir, og gleðilegt sumar til ykkar allra.  Þið fáið örugglega myndir frá keppninni og ferðinni líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2008 kl. 09:25

14 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Skemmtilegt blogg eins og venjulega Ásthildur. Mikið er annars alltaf gott veður hjá þér! Við grilluðum í rigningu í gær í Hafnarfirðinum en með þrjóskunni má hafa það  

Góða ferð og hafið nú gaman og gott um helgina 

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.4.2008 kl. 09:43

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ragnheiður mín, hér er blíða líka í dag.  Vonandi verður það alla leið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2008 kl. 09:50

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Kúlan og börnin eru greinilega sköpuð fyrir hvort annað. Gleðilegt sumar.

Helga Magnúsdóttir, 25.4.2008 kl. 13:56

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Yndislegt eins og alltaf að fá að kíkja í KÚLUNA..kærleikskúlan finnst mér réttnefni. Góða ferð og hafið það gott fyrir sunnan..Bestu sumarkveðjur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.4.2008 kl. 14:25

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Gangi ykkur vel. Vonandi getur þú hitt Jakob í Keflavík og þið getið rætt um framtíðarplön.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2008 kl. 15:55

19 Smámynd: Linda litla

Frábærar myndir eins og alltaf. Já og gleðilegt sumar mín kæra.

Góða ferð suður og farið þið varlega.

Góða helgi.

Linda litla, 25.4.2008 kl. 19:01

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Börnin í tjörninni eru englum líkust.

Solla Guðjóns, 25.4.2008 kl. 21:04

21 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alveg frábærar myndir að vanda. Vona að stubbur skemmti sér vel í ferðinni. GLeðilegt sumar og nj´jottu vel ´með fólkinu þínu Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 23:45

22 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er alltaf gaman að kíkja á myndirnar þínar Cesil, núna fær maður bara himnaríkistilfinningu (ég er nú reyndar lítið trúaður!).

Haukur Nikulásson, 26.4.2008 kl. 00:29

23 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það hefur aldeilis verið sumarlegt með snjóinn í bakgrunninum !!!

Takk fyrir yndislega bloggvináttu í vetur

knús í krús

frá mér steinu

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.4.2008 kl. 06:11

24 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðilegt sumar! Hafðu það gott í Keflavík

Huld S. Ringsted, 26.4.2008 kl. 11:24

25 identicon

Sæl Ásthildur og þið dyggu lesendur þessarar síðu. Frábærar myndir sem þú tekur Ásthildur og gaman að sjá hvað það er mikið líf í kringum þig.

En ég get ekki orða bundist og er hreinlega hissa á að enginn skuli hafa tekið þetta upp. Finnst ykkur allt í lagi að setja myndir af nöktum börnum inn á veraldar vefinn? Ég var á mjög áhugaverðu (en fámennu) málþingi á vegum SAFT, um öryggi á netinu og þar var verið að vara við akkúrat þessu. Þar kom fram að  það sem okkur þykir bara krúttlegt getur valdið kendum hjá öðrum, einhvers staðar út í heimi. Það hafa fundist myndir af íslenskum barnalands síðum á rússneskum klámsíðum. Og það voru ekki nakin börn. Ég vildi bara benda á þetta, enda mjög upptekin af því sem kom fram á þessu málþingi. Það er okkar hlutverk að vernda börnin okkar.

Sóley Veturliða (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 12:12

26 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu það gott um helgina Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.4.2008 kl. 12:23

27 Smámynd: Tiger

  Yndislegar myndir Ásthildur mín og svo mikil hamingja og glettni í kringum blessuð börnin. Það er svo mikið greinilegt hve hamingjan er mikil og gleðin allsráðandi hjá þér og þeim. Þetta er sannkallaður sælureitur þetta kúluhús þitt og ég er handviss um að börnin sem alin eru þarna upp í kringum þig eiga eftir að verða dásamlegar manneskjur í framtíðinni.

Ég skil vel þessar áhyggjur Sóleyjar Veturliða. Það sem okkur þykir svo fallegt og einstaklega yndislegt, svo saklaust og krúttlegt - gæti auðvitað virkað á vitlausar stöðvar hjá sjúku fólki um allan heim. Málið er þó að það er svo margt sem gæti orsakað hitt eða þetta - að maður má ekki leyfa sér að lifa í stanslausum ótta við að þetta eða hitt sé ekki æskilegt eða leyfilegt. Við verðum að vega og meta, og fara eftir eigin sannfæringu. Við verðum að vona að heimurinn horfi á svona myndir með einlægum krúttaugum, en næsta víst er sannarlega satt að það geta þó ekki allir.

En, knús á þig Ásthildur mín og eigðu yndislega helgi. Hlakka til að sjá myndir af helginni...

Tiger, 26.4.2008 kl. 15:44

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul fyrir yndisleg innlegg.  Og það er raunar satt sem Sóley segir, að það eru alltaf til fólk sem misnotar myndir af börnum.  Það er reyndar allstaðar illt fólk í leyni sem notar sér allt sem við segjum og gerum.  Og erfitt við það að eiga.   Ég mun auðvitað tgaka þetta til athugunar, eins og sagt er það sem okkur finnst fallegt getur öðrum fundist .... öðruvísi.  Og vissulega vil ég ekki setja mín yndislegu barnabörn í þá aðstoðu.  Það er líka ekki sama hvernig myndir eru birtar, og ég hef reynt að hafa myndirnar mínar þannig, að þær særi ekki bligðunarkennd fólks. 

Point taken, það væri bara gott að fá álit fleiri á þessu.  Því satt að segja þá væri það fróðlegt að vita hug fólks.  'Eg er satt að segja dálítið hugsi yfir þessu, því í mínum huga er nekt eðlilegt ástand.  Og börnin mín byrja oft á því að fara úr fötum í kúlunni, því það er svo notalegt.  Sérstaklega yfir sumarið, þegar allt er svo heitt, og umhverfið allt þannig að föt eru nánast óþörf. 

En annars gengur allt vel hér á taikwondomótinu, okkar menn stóðu sig bara vel, þó þau væru greinilega óvanari en þeir sem oftast hafa farið á slík mót.  Ég held að við förum allavega heim með eitt gull.  En það er alltaf þetta næst, og þá verða okkar menn viðbúnar og öfllugri.  Æfingin skapar meistarann.  Knús og kveðja úr Holtaskólanum í Keflavík.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2008 kl. 20:52

29 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Gleðilegt sumar Ásthildur mín.

Mikið á börnunum eftir að þykja gaman að skoða allar þessar frábæru myndir þegar þau eldast

Eyrún Gísladóttir, 26.4.2008 kl. 22:47

30 Smámynd: Ásta Björk Solis

 Ja gledilegt sumar.Her er ekkert haldid upp a sumardaginn kannski aetti eg bara ad byrja a thvi med barnabarnid mitt.Thad er betra seint en aldrey

Ásta Björk Solis, 27.4.2008 kl. 19:02

31 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðilegt krúttsumar Ásthildur, ... varðandi myndbirtingarnar, þá benti ég einmitt dóttur minni einu sinni á þetta sama en hún hafði sett ferlega krúttlegar myndir af syninum berstrípuðum í sólinni. Hún læsti myndasíðunni eftir það, en um það er ekki að ræða hér á blogginu, s.s. að hafa læstar myndasíður. Auðvitað er ljótt að það sé fólk að pikka út svona myndir í annarlegum tilgangi, en tja.. ég sjálf hika við að birta bossamyndir af börnunum eftir að ég einmitt las um svona dæmi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.4.2008 kl. 22:30

32 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gleðilegt sumar Ásthildur!  Vonandi hefur ferðin hjá ykkur, gengið óskum, og drengurinn heill og hamingjusamur eftir velheppnað mót.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.4.2008 kl. 01:00

33 identicon

Það er ömurleg tilhugsun að það skuli vera til svo margt sjúkt fólk sem notar krúttmyndir í annarlegum tilgangi.

Hef oft lent í því að ef ég er að reyna að copýa myndum á netinu, þá er það ekki hægt einhverra hluta vegna.  Spurning hvort hægt sé að læsa  myndunum svo að það geti ekki hver sem er copýað myndirnar.

Vona að þið séuð komin heim í hamingjukúluna eftir góða helgi.

Knús  

Kidda (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:32

34 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilegt sumar öll , Já það er alveg satt, það er ömurlegt til þess að vita.  Takk Lilja mín, já þetta gekk allt bara mjög vel, og stubburinn ánægður þó hann ynni ekki inn medalíu, nema fyrir þátttökuna, en það er líka sigur að heyja sinn bardaga, skorast ekki undan og taka ósigri.  Það gengur bara betur næst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021021

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband