Til Hamingju Freyja.

Með að vera valin kona ársins hjá Nýju Lífi.  Það er svo sannarlega gleðilegt að fólk hefur tekið eftir þér og þinni baráttu fyrir að fá að vera þú sjálf.  Ég tók eftir auglýsingu frá þér hér fyrr í sumar.  Þar sem þú tekur fram að þú viljir vera eins sjálfstæð og þú framast getur.

Mér fannst líka frábært af þér þegar þú fórst um landið og heimsóttir skóla og ræddir við fólk um fötlun þína og hvernig þú höndlar þitt daglega líf.  Þú er ein af þessum hversdagshetjum, sem skilja eftir sig djúpt spor, vekur upp vonir annara sem eiga við svipaða erfiðleika að stríða, og peppar upp þá sem hrekjast vonlitlir um veröldina.

Svo sannarlega ertu vel að þessum heiðri komin.  Og innilega til hamingju.

441893B


mbl.is Freyja er kona ársins hjá Nýju lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ef einhver á þennan heiður skilinn þá er það hún. Hún er algjör hetja!

Huld S. Ringsted, 12.12.2007 kl. 19:35

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Tek sannarlega til undir þetta. Stórkostleg manneskja, áræðin, kraftmikil og afburðagreind svo mikið er víst. Hún getur kennt okkur margt.

Kolbrún Baldursdóttir, 12.12.2007 kl. 19:55

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hún er Íslendingur ársins í mínum huga!

Benedikt Halldórsson, 12.12.2007 kl. 20:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er stundum svo ótrúlegt hvað fólk getur áorkað, þó allskonar ytri fötlun geri því erfitt fyrir.  En þörf lexía fyrir okkur hin, að leiða hugan að því að það er ekkert sjálfgefið í heimi hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2007 kl. 21:00

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hún er allger hetja í mínum huga þessi elska.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.12.2007 kl. 21:32

6 identicon

Yndislega falleg hetja, jafnt að utan sem innan. Engin verðskuldaði þennan titil meir en hún

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 23:04

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Eigi einhver þennan heiður skilinn þá er það örugglega hún sem kona.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.12.2007 kl. 02:07

8 identicon

Ég er svo glöð að hún var valin, þvílík kona, hetja!! 

Maddý (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 07:36

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit ekki hvort ljósmyndara og myndatökumenn eru feimnir við hana, en það er alltaf teknar myndir af henni svona á hlið.  Það sem ég meina, af hverju beina þeir ekki myndavélunum að andliti hennar, og setja það í mynd, þannig að hún geti horft beint í myndavélina.  Þetta er stórfalleg stelpa, og alveg þess verði að hún sé í mynd eins og aðrir.  Og svo held ég að hún geti talað lika  Í næsta viðtali vil ég sjá almennilega framan í hana, að myndavélunum sé beint þannig að hún geti talað beint framan í okkur, með fullri reisn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2007 kl. 09:15

10 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Hún á sko vel þennan heiður skilið fyrir baráttu sýna fyrir rétti fatlaðra og stuðla að því að samfélagið geri ráð fyrir öllum.

En hef aldrei séð svona mikla umræðu um konu ársins enda kannski ekkert verið að velta því fyrir mér

En ég held líka að það megi ekki fjalla þannig um þetta sé vegna þess að hún er fötluð og dugleg.

Heldu bara af því  hún manneskja með ríka réttlætiskennd

Þannig lít ég á þessa útnefningu og óska Freyju til hamingju með titilinn

Sigurður Hólmar Karlsson, 13.12.2007 kl. 11:31

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...já hún er falleg

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 12:10

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Hjartanlega sammála ykkur

Solla Guðjóns, 13.12.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2020892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband