Hið daglega veður, og smá jólafílingur.

Jæja þá er maður kominn í jólafötin, svona til að hjálpa til upp á stemninguna.  Virðist vanta upp á hana hjá sumum bloggvinum mínum.

En fyrst hér hið daglega veður.

IMG_0703

Ljómandi veður eins og sjá má.

IMG_0704

IMG_0705

Ég skrapp svo í bæinn og datt í hug að smella inn skreytingum í bænum, upp á stemninguna.

IMG_0695

IMG_0697

IMG_0696

Leggur og skel fatabúð barnanna.

IMG_0700

Kemur ekki vel út hér, en hér er skreytt í hverjum glugga.  Norðurvegur 3, sennilega.

IMG_0708

Og svo jólakerlingin sjálf hehehe...

IMG_0694

Í gær kom svo einn skólafélagi Stubbsins með honum heim, þeir voru að læra saman undir próf.  Mjög áhugasamir og duglegir.

Pétur minn Óskarsson, ég er búin að láta taka upp tónleikana, og Ágúst Atlason er að taka afrit af honum.  Mér þótti vænt um að vita að þú ert glaður með þetta.  Vona að þú njótir hans vel.

Eigið svo öll góðan dag.  Og eins og Matthildur Helgadóttir segir, jólin koma þó við nennum ekki að taka til og þýfa átt og lágt.  Það er tilhlökkunin og friður í hjartanu sem gildir þar sem annarsstaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Glæsileg með húfuna! ...  gaman líka  að sjá myndirnar úr heimabyggð þinni.... Ég fer í jólafrí eftir 2 og 1/2 dag og er að komast í jólafílinginn, allt skreytt og þrifið heima! Gaman, gaman.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.12.2007 kl. 13:55

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar ég hef gengið frá jólakortum og pökkum sem eiga að fara til útlanda, þá get ég aðeins slakað á líka Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2007 kl. 14:03

3 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Glæsileg með húfuna!

Og ekki eru jólamyndirnar að vestan til að minka jólaandann hjá mér þó ekki sé kominn upp húfa

Sigurður Hólmar Karlsson, 12.12.2007 kl. 14:12

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er svona aðeins að komast í jólafíling, meira að segja búin að baka pínu og skreyta!

Þú ert flott með húfuna!!!

Huld S. Ringsted, 12.12.2007 kl. 14:14

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Datt í hug að ég gæti kveikt í ykkur smá elskurnar.  Ég sit og er að prenta út jólakortin sem eiga að fara erlendis, til vina og vandamanna.  Með jólalög frá útvarpinu í eyrunum.  Allt eins og það á að vera

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2007 kl. 14:30

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já mikið ertu jólaleg með húfuna Ásthildur mín og fallegar myndirnar þínar kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.12.2007 kl. 15:39

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hér fóru skreytingar líka snemma upp og flestir gluggar komnir með ljós í mínu sællega húsi!

EFast ekki um að þú berir bara af, mín góða Ásthildur -alltafsvoaðlaðandi- bæði með og án jólahúfunnar!

Og svo bara fyrir forvitnissakir. VAr Pétur vinur þinn þessi að syngja á tónleikunum góðu? Spyr bara vegna þess að þðú segir að þú hafir látið taka tónleikana upp og Ágúst Atlason (Ríómaður?) taki afrit af honum?

Magnús Geir Guðmundsson, 12.12.2007 kl. 15:44

8 Smámynd: Katrín

Flottar stemmningsmyndir Ásthildur en þú ert náttúrulega flottust með jólasveinahúfuna eða ætti ég að segja jólasveinkuhúfuna

Katrín, 12.12.2007 kl. 15:44

9 identicon

Takk fyrir mig kæra Ásthildur.

Reyndar kom á daginn að ég kem ekkert þarna við sögu en engu að síður er þetta mikill fengur og hlakka ég mikið til að sjá þessa dýrð.

Skilaðu kveðju.

Pétur G (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 16:07

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Katla mín.

Þakka hrósið Magnús minn, nei þetta voru tónleikar sem voru haldnir hér fyrir vestan af Sokkabandinu forðum daga, reyndar koma þar nokkrir þekktir menn fram, eins og Sigurjón Kjartansson, þá smástubbur, og svo Herbert Guðmundsson, sem var þá í Kan frá Bolungarvík. 

Jamm Katrín mín, eins gott að hafa þetta rétt á þessum síðustu og verstu  Sveinka skal það vera.

Takk Jóna Ingibjörg mín.

Það var eiginlega leitt að þú varst ekki með Pétur minn, en vonandi hefurðu gaman af þessu samt sem áður.  Ég skila kveðju. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2007 kl. 18:51

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Fallegar myndir af fallegum fjöllum og bæ og flottri kellu með jólasveina húfu

Solla Guðjóns, 13.12.2007 kl. 13:02

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2007 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband