Tónleikar með Gilles Apap.

Já ég brá mér á tónleika i kirkjunni í kvöld, alveg hreint frábæra tónleika, með heimsfrægum manni sem heitir Gilles Apap, en ekki síst var góður vinur minn að spila þarna Hjörleifur Valsson.

Þegar það lá fyrir að við færum á tónleika í staðinn fyrir sund, varð stubburinn dálitið svekktur. Maður bara veit ekki neitt, er búinn að plana ákveðinn hlut (sund með afa) og svo er bara rokið til og gert eitthvað annað.  Og svo þarf Sóley Ebba (annað barnabarn) auðvitað endilega að vilja einmitt þetta.

Já en þetta er miklu uppbyggilegra en sund, sagði afi.  Þarna verða bæði Bach og Mozart.

Ha, sagði stubburinn, er Mózart ekki dáinn ?LoL

Nema hvað við fórum þarna fjögur á tónleika, amma, afi, Sóley Ebba og Stubbur.

Og það var reyndar alveg meiriháttar, tónleikarnir fóru fram í kirkjunni þar sem hljómburður er mjög góður.

IMG_9311
Allt tekið upp auðvitað.

IMG_9315

Þarna er hann snillingurinn, algjörlega afslappaður og í góðum fíling, byrjaði á einhverju sem mér fannst vera írsk þjóðlaga músikk.  Og svo á miðjum tónleikum byrjaði hann að ............................ já byrjaði að blístra í takt við fiðluna.  Ótrúlega flott LoL

Á síðustu árum hefur Gilles Apap unnið sér orð sem einn af fremstu og nýstárlegustu fiðluleikurum heims.  Hann hefur komið fram sem einleikari með mörgum þekktustu hljómsveitum heims s.s. Berlinar Fílharmoníunni, Rússnesku þjóðarhljómsveitinnni, Sinfóniuhljómsveir San Francisco og svo mætti áfram telja.  Hann hefur farið tónleika ferðir um víða veröld og komið fram á tónlistarhátíðum í evrópu, Ameríku, Ástralíu, Indlandi, Kína, Japan og víðar.  Gilles Apap, hefur tileinkað sér ýmsa stíla fyrir utan klassik á einstaklega sanfærandi hátt, m.a. jass og þjóðlagagónlist frá ýmsum löndum.  Hann hefur vakið mikla athygli fyrir nýstárlega túlkun á eigin útsetningu á klassiskum verkum og þjóðlagatónlist, sem hann hefur flutt á sin einstaka hátt oft með eigin hljómsveitum.  Sem dæmi um fjölhæfni hans sem tónlistarmanns má nefna að á síðustu mánuðum hefur hann m.a. leikið fiðlukonsert Alban Bergs í Sviss, fiðlukonsert nr. 1 eftir Sjostakovitsj í Tyrklandi og frumflutt fiðlukonsert eftir DAvid Balikrihnan í Nashville.  Og svo framvegis.  ...

IMG_9325

Tveir snillingar að leika saman Fiðlukonsert eftir Bela Bartók.  Algjörlega frábærir.

IMG_9326

Hér koma þeir inn Balzamersveditin Bardukha, sem léku algjörlega frábær þjóðlög frá Austur Evróðu og Litlu Asíu, eins og þeir sögðu. Og takið eftir listaverkinu á bak við.  fjöldi af fuglum sem almenningur hefur búið til, allt merkt og hægt að sjá hver gerði hvaða fugl.

IMG_9327

Í algjöru stuði.

Hjörleifur á Fiðlu, Ástvaldur á Harmonikku, Steingrímur á Slagverk, Birgir á Kontrabassa. Þvílíkur fílingur.

IMG_9330

Og þarna er snillingurinn Apap kominn aftur.

Og ég var að hugsa meðan þetta fór fram, hve við erum rík hér á þessu krummaskuði, að eiga þessa arfleifð.  Heimsfrægt fólk sem kemur og eru okkar bestu vinir, til dæmis Askenasi, Erlingur Blöndal Bengtson, sem er af ísfirskum ættum.  Hjörleifur, Hjálmar J. Ragnar, Jónas Tómasson, og margir margir fleiri.  Og að búa að svona uppeldi fyrir börnin okkar, er ómetanlegt.  Arfleiðin skilar sér líka í því að hér er svo mikil tónlistarmenning, að heimsfrægir listamenn vilja leggja leið sína hingað til að bjóða okkur sitt framlag við listagyðjuna.  Hér býr þekkingin, áhuginn og krafturinn til að gefa þessu fólki til baka, það sem það vill fá fyrir að flytja okkur list sína.  Þetta gerir menningarbæinn Ísafjörð rosalega mikið að því sem hann er, og svo margt fleira sem ég nefni ekki hér, af því að ég er að dást að einmitt þessari tónlist. 

En svo við snúum okkur að öðru þ.e. gallerí himni, þá var hann líka flottur í kvöld.

IMG_9301

Eins og sjá má.

IMG_9303

Hann getur líka verið ógnvekjandi eins og þungur niður bassans.

IMG_9306

Eða trillandi ljós eins og fiðlan. 

En í kvöld fékk ég góðan innblástur í sálina mína.  Þvílík upplifun þvílík tónlist, og troðfull kirkja, með ærslafullu lófaklappi og ánægju tónlistargesta, það er veganestið sem tónlistarfólkið fór með í kvöld, þegar flugvélin hóf sig til flugs í næturhúminu, eftir velheppnaðan konsert.

Og eins og Gilles Apap sagði, við Hjörleif, you are the homeboy here, and that's becouse of you I´m here, þá segi ég, elsku Hjörleifur minn.  Ég held að ég muni þig best með fiðluna þína að spila fyrir sýningu hjá LL, í Félagsheimilinu í Hnífsdal, þegar þú varst bara smápolli. Hve langt þú hefur komið síðan þá, orðin virtur tónlistarmaður, m.a. í söngleiknum um Edit Piaff.  Þú ert flottastur. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Þetta hefur verið frábært. Þeir spila í Reykjavík á sunnudaginn sagði skólastjórinn minn (Ástvaldur á harmónikkunni). Reyni að komast þá.

Ég man heldur betur líka eftir Hjörleifi frá þeim tíma, þegar ég var að kenna í tónlistarskólanum á Ísafirði. Hann er æði.

Laufey B Waage, 4.10.2007 kl. 09:52

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Ásthildur mín þetta hefur verið gaman.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.10.2007 kl. 10:08

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.10.2007 kl. 10:17

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Laufey, þú verður ekki svikin af þessum tónleikum.  Manstu líka eftir Hjörleifi að spila á fiðluna sína út í Félagsheimili það var eitthvað leikrit í gangi, man ekki hvað.  Hann var bara smástubbur þá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 10:42

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Hahha Stubburinn góður

Bardukha spiluði á Sólarkaffinu hér fyrir sunnan í vetur og voru glimrandi góðir.

Haha ég man eftir að við krakkarnir kyrjuðum stundum þegar við vorum út á Ísafirði eitthvað á þá leið...nóturnar falla Ragnar með skalla...kennir að góla í kolbrjáluðum skóla.....

Solla Guðjóns, 4.10.2007 kl. 12:36

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe ég man eftir Ragnari sem kennara, hann smellti saman hælum að hermannasið og snérist á hæli í bókstaflegri merkingu.  Gítar var ekki hljóðfæri, og hann sá allann bekkinn speglast í píanóinu.  Svei mér þá hann var hinn eini sanni sóldad.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 13:02

7 Smámynd: kidda

Það hefur örugglega verið þrælgaman hjá ykkur á þessum tónleikum


Ég er viss um að ef ég byggi úti á landi þá væru miklu meiri líkur á því að ég færi á  tónleika eða aðra menningaratburði.

kidda, 4.10.2007 kl. 17:32

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það gæti vel verið.  Það er einhvernveginn styttra í allar svoleiðis uppákomur, og þær verða einhvernveginn nánari manni, svona í fámenninu úti á landi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 17:45

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur verið frábært. Ég reyndar tel Hjörleif Húsvíking. Foreldrar hans og systkyni bjuggu þar þegar ég bjó þar, en hann var svo lítill þegar þau fluttu.  María systir hans var besta vinkona mín til margra ára og ég var mikið heima hjá henni og passaði yngri systkynin með henni.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 18:29

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann er svona HúsvískurÍsfirðingur  Og stendur vel undir því, kempan sú.  Yndislegur drengur.  Hagbarður var reyndar meira inn á minni fjölskyldu, þar sem hann var skólabróðir eins drengsins míns. en svo kynntist ég Hjörleifi gegnum LL. Litla Leikklúbbinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 19:27

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábært kvöld hjá ykkur. Sundlaugin verður ábyggilega líka þarna eitthvað áfram...........

Hrönn Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 20:58

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 21:25

13 Smámynd: GústaSig

Það eru alltaf svo flottar myndir hjá þér Ásthildur og gaman að kíkja inn til þín og rifja upp gamlar góðar minningar. Ísafjörður er svo flottur og enn flottari með þínum augum eins og þú sýnir okkur!! Verð aðeins að monta mig og benda á að mynd af syni mínum var birt með frétt á bb.is í gær undir fyrirsögninni Nýjar áherslur á Fernando´s. Drengurinn er afar hamingjusamur þarna fyrir vestan, á gömlum slóðum og ýtir stöðugt á eftir mömmu að fara að koma í heimsókn... sem ég ætla sko að gera áður en langt um líður.  Hef ekki farið vestur í allt of mörg ár!!

GústaSig, 4.10.2007 kl. 21:55

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott mín kæra þá kemurðu í kaffi

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 22:50

15 Smámynd: GústaSig

Veistu ég hugsa bara að ég geri það... kíki á húsmóður kúluhússins á Ísafirði

GústaSig, 4.10.2007 kl. 22:56

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm einmitt, vertu bara velkomin.  Og ég kíkti á soninn á BB, flottur.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband