3.10.2007 | 19:31
Óbeisluð fegurð.
Já eins og sjá má hjá henni Matthildi æringja Helgadóttur bloggvinkonu minni hér; http://matthildurh.blog.is/blog/matthildurh/ Þá verður frumsýnd heimildamynd um þetta uppátæki hennar og fleiri kvenna henni líkar, sem byrjaði í fyrravor. Og svo auðvitað Guðmundur hennar ekta maki, sem stendur með Matthildi sinni í einu og öllu.
Hér má sjá þessa frumkvöðla, sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
Það var mikið fjölmiðlafár í kring um þetta allt saman og hér erum við Matthildur að skemmta okkur í viðtali við BBC.
Það voru blaðamanna fundir og allskonar uppá komur, sem var reyndar hin besta skemmtun.
Matthildur ábúðarmikil á svip að tala við einhvern blaðasnápinn í Langburtistan.
Hér er verið að mynda hana í heimildarmyndinni. Hrafnhildur mundar hér myndavélina.
Við hin fylgjumst með og lærum af fyrirliðanum.
Þessir grallarar tóku þátt, annar frá Jamaica hinn frá Ástralalíu, þeir eru hér að gera grín að þeim sem hneyksluðust á afstöðu Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum, og heimtuðu að fá merki til að bera um bæinn.
Hér er svo hin óbeislaða fegurð að leggja okkur hinum lífsreglurnar. Ég vona að hún verði með okkur fyrir sunnan, því það er erfitt að koma auga á hve hún er frábær svona á mynd. Hún átti salinn bókstaflega, sérstaklega þegar hún fór inn með löbbuna sína og sagði brandara. Þetta er fegurð sem kemur innan frá.
Nokkrir þátttakendur, í undirbúningnum. Við höfðum öll mjög gaman af þessu.
Svo var að máta dress, fara í hárgreiðslu og andlitsmálningu. Við vorum sko aldeilis flott öll sömul. Sýndum föt og höfðum einhver heimatilbúin skemmtiatriði.
En mest megnis höfðum við bara gaman af öllu saman, og vorum bestu vinir.
Ég var mjög ánægð með minn titil, ungfrú Ára 2007, eini titillinn sem mig virkilega langaði að hreppa. Hamingjan var því mikil.
En þetta var frábær skemmtun, og það besta var að fólkið í salnum var mjög ánægt, og allir sem nærri þessu komu. Það gerðist eitthvað svo yndælt og skemmtilegt.
Og þökk sé Mattildi, Gumma, Eygló, Íris, Grétu og öllum hinum fyrir að fá að taka þátt í þessu ævintýri. Og nú er endapunkturinn sem sagt á föstudagskvöldið. Þá förum við saman á heimildarmyndina, og skemmtum okkur svo ærlega.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið hefur verið gaman hjá ykkur og flott mynd af þér ungfrú Ára, verður heimildarmyndin sýnd í sjónvarpinu ??
Kristín Katla Árnadóttir, 3.10.2007 kl. 20:20
Mér fannst þetta alveg stórkostlegt hjá ykkur og ég segi eins og Kristín, kemur þessi heimildarmynd í sjónvarpinu? Þú ert flott ungfrú Ára
Huld S. Ringsted, 3.10.2007 kl. 20:31
Skemmtileg hugmynd, frábær titill og passar svo vel fyrir þig. Heimildamynd um þetta allt saman er toppurinn, vona að hún fari víðar.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 20:36
Frú Ára, það kemur mér ekki á óvart. Bloggið þitt er heilun út af fyrir sig og skilningur þinn á mannlegu eðli og líðan er einstakur.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 21:07
Nei, það kemur ekki á óvart hver hlaut titilinn Áran 2007.
Þú getur ekki haft annað en frábæra áru.
kidda, 3.10.2007 kl. 21:53
Svona kona segja hvenær kemur í sjónvarp og hvaða sjónvarp. Af þessu ætla ég sko ekki að missa. Var að VISNA úr öfund þarna í vor þegar þið kepptuð stelpurnar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 23:02
Hehehehe stelpur mínar, ég lofa ykkur að ég skal láta vita hvenær þetta kemur í sjónvartiu, það hlýtur að koma á RUV, vegna þess að Sigmar var þarna fremstur meðal jafningja, og svei mér þá hann varð svo heillaður að hann hreinlega hætti að blogga
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2007 kl. 23:56
Ljúfust mín já það var sko gaman
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 00:01
Ég datt svo inn í síðuna sem þú bentir á að ég gleimdi að segja hér hvað mér finst þetta skemmtilegt og hver veit nema að maður renni í borgina og kíkji í bíó
Solla Guðjóns, 4.10.2007 kl. 12:23
Það skaltu gera Ollasak mín. Við sjáumst ef til vill í bíó
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 12:34
Til hamingju með titilinn!! Langflottasta Áran Ég hlakka til að sjá myndina og takk fyrir frábæran pistil eins og venjulega. Knús í krús.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.10.2007 kl. 22:47
Takk ljúfust mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.