18.9.2007 | 18:33
Umhverfisskoðun, köflótt veður og kirkjuskreytingar.
Veðrið í dag var köflótt, það er hlýtt, en það er sól og rigning til skiptis. Við Árni Steinar höfum eytt deginum í að skoða aftur alla byggðakjarnana. Árni Steinar er afskaplega skemmtilegur maður, og manni leiðist ekki í návist hans.
Við kíktum í kaffi til hennar Lilju Rafneyjar.
Hann vildi líka svona í framhjáhlaupi skoða altarisskreytinguna í Ísafjarðarkirkju. En hún er með því sniði að almenningi gafst tækifæri til að búa til leirfugla, svo voru þessir fuglar notaðir í listaverkið. Sannarlega skemmtileg hugmynd og góð útfærsla. Svona friðardúfur er hugsunin. Og það er hægt að fá blað þar sem allir fuglarnir eru merktir með nafni þess sem gerði fuglinn.
Gamla sjúkrahúsið var kosið eitt af merkustu mannvirkjum á Vestfjörðum, eins og sjá má á BB:;
Sjö merkustu mannvirki Vestfjarða voru valin í Bjarkarlundi um helgina. Alls bárust dómnefnd tæplega 70 tilnefningar, en auglýst var eftir tilnefningum frá almenningi í sumar. Mannvirkin sem þykja merkilegust eru: Síldarverksmiðjan í Djúpavík, jarðgöngin á Arnarnesi við Ísafjarðardjúp, gamla sjúkrahúsið (Safnahúsið) á Ísafirði, Skrúður við Núp í Dýrafirði, vegurinn út í Svalvoga (Kjaransbraut), mannvirki Samúels Jónssonar í Selárdal og þorpið í Flatey á Breiðafirði.
Tók þessa í dag. Aritekt að húsinu var Guðjón Samúelsson, en hann var ísfirðingur. Eins og Rögnvaldur Ólafsson.
En veðrið var eins og ég sagði köflótt í dag. Svona var það mestanpartin, og alveg á meðan við vorum í garðaskoðuninni við Árni Steinar.
En svo fóru skýin á stjá.
Regnbogar og alles.
Bæði hægri og vinstri.
Þetta er sól en ekki máni.
Ég er ótrúlega hrifin af þessum birtu, skuggamyndum.
En vonandi eigið þið góðan þriðjudag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott altaristafla, og flottar myndir. Ertu með myndavélina alltaf með þér, ef svo er, haltu því áfram
kidda, 18.9.2007 kl. 19:27
Stubburinn sagði við mig í dag. Amma þú ættir að skoða að láta græða í þig myndavél, þá gætirðu bara klikkað strax á það sem þú sérð. Og þegar ég hleypi inn til að sækja myndavélina, þá segja barnabörnin aha amma gallerí himin
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2007 kl. 19:29
Fallegar myndir , ég kom til Ísafjarðar þegar ég var held ég 10 eða 11 ára gömul .Þá var ég í Kársneskórnum hennar Tótu (sem sonur minn er í í dag) .Ég á bara góðar minningar frá þessari ferð yndislegur staður
Guðný GG, 18.9.2007 kl. 19:33
ÆÐISLEG altaristafla, hef aldrei séð svona hugmynd. Yndisleg útfærsla. Svo eru hinar allar líka geggjaðar eins og alltaf. Takk.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 19:41
Fallegar myndir að venju og sniðug þessi altaristafla, frábær hugmynd.
Huld S. Ringsted, 18.9.2007 kl. 19:55
Já hún er frábær þessi altaristafla. Og gaman að vita að hinn almenni íbúi hefur tekið sig til og gert fugl. Líka þýsku vinirnir mínir, þau eiga þarna hver sinn fuglinn. Gaman að heyra að þú hefur komið hingað Guðný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2007 kl. 20:08
Gamla sjúkrahúsið er svo mikið Guðjón. Altaristaflan er frámunalega flott. Man eftir því um páskana þegar fólk var að dunda sér við fuglagerð. Frábær svona lifandi listaverk.
Smjúts
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 20:21
Held þú ættir að taka til athugunar ráðið frá Stubbnum
kidda, 18.9.2007 kl. 20:58
Ólafía hehehehe...
Knús til baka til þín Jenný mín. Já presturinn spurði mig ætlar þú ekki að búa til fugl Ásthildur mín. Nei sagði ég, þó mér finnist þú alveg frábær, þá hef ég sagt mig úr kirkjunni og er komin í annan söfnuð. Nú sagði Séra Magnús, ég hélt að þú værir utan trúfélaga. Nei sagði ég ég hef gengið í Ásatrúarfélagið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2007 kl. 21:06
Flott hús sjúkrahúsið. Guðjón var snillingur - mörg skemmtileg hús sem hann teiknaði. Gaman líka að spá í það að á þessum tíma þegar hvorki voru efni né aðstæður byggði fólk svona falleg hús. Í dag eru bara byggðir kassar......
Mér hefði nú fundist allt í lagi þó þú hefðir gert eins og einn fugl þó þú sért í Ásatrúarfélaginu
Smjúts
Hrönn Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 21:42
Jón Steinar Ragnarsson, 18.9.2007 kl. 22:28
Gleymdi náttlega Alþýðuhúsinu. Mjög týpisk bygging eftir Guðjón, eins og lítið þjóðleikhús.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.9.2007 kl. 22:31
Já hann var flottur, enda varð hann húsasmíðameistari ríkisins er það ekki ? Flott nafn. Það er líka gaman að hafa svona margar bygginar eftir hann hér. Ætli það sé ekki eitt einsdæmið enn ?
Jamm Hrönn mín, sennilega hefi ég átt að síða svo sem eins og einn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2007 kl. 22:44
Mikið er gaman að skoða þessar frábæru myndir ljúfust.
Kristín Katla Árnadóttir, 19.9.2007 kl. 10:03
Já Guðjón stóð fyllilega undir nafni sem húsameistari ríkisins.
Mikið held ég að nýja altaristaflan ykkar sé stórkostleg. Ég ætla pottþétt að skoða hana næst þegar ég kem í faðm fjalla blárra.
Laufey B Waage, 19.9.2007 kl. 11:43
Hjalti minn er einmitt fæddur þarna á sjúkrahúsinu...þykir vænt um þetta gamla fallega hús
Ragnheiður , 19.9.2007 kl. 12:17
Takk Kristín Katla mín
Sammála Laufey, og það er gaman að skoða þessa altaristöflu. Hún er sennilega upphafið að nýjum straumum í slíkum.
Gaman að heyra Ragnheiður mín. Ég er fædd þarna líka, og átti öll min börn í þessu fallega húsi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2007 kl. 14:04
Þarna í þessu merka húsi fæddist ég fyrir fáeinum árum og nokkrum til
Hafðu það gott Gallerí amma himinn
Solla Guðjóns, 20.9.2007 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.