Leyfið börnunum að koma til mín.....................

.... og bannið þeim það ekki, því þeirra er himnaríki.  Einhvernveginn svona hljómaði einn fyrsti jafnréttisboðskapurinn í heiminum.  

Þó það sé rigningarúði, á er hlýtt.  Stubburinn og frænka hans Sóley Ebba vildu sofa úti í tjaldi, það var auðvitað auðsótt mál.  Litla skottan hún Hanna Sól, vildi þá sofa líka út í tjaldi.   Og fékk leyfi til þess.  Nú sofa þessi þrjú þarna úti og láta fara vel um sig.  En þau komu hlaupandi inn í gærkveldi og sögðu; amma amma, komdu út og sjáðu, það er regnbogi á himninum, og eins og himininn sé logandi, þú verður að taka mynd.

IMG_7498

IMG_7499

IMG_7501

Reyndar var þetta alveg stórkostleg sjón.  Og varði bara stutta stund. 

Stundum þurfum við litla fólkið til að benda okkur á dásemdir lífsins.  Og við mættum stundum hlusta betur á þau.  Það færi oft betur.  Börn skynja sannleikan oft öðruvísi en fullorðnir.  Þau eru ekki eins blinduð af klækjum og feluleikjum fullorðinna.  Og tjá sig um hlutina eins og þeir eru. 

Við skulum opna eyru og augu fyrir einfaldleikanum.  Þegar allt kemur til alls, þá er það nefnilega hann sem skiptir máli.  Ekki flækjur og felubúningar eins og okkur er svo tamt að sveipa hann í, vegna eigin hégómaskapar, eða til að sýnast eitthvað meira en við erum.  Sagði ekki jésú einhverntíman að til að komast inn í himnaríki þyrfti maður að vera eins og barn. 

Eigiði góðan dag elskurnar.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Va flottar myndir. Ja hugsadu ter hvad verodlin vaeri einfaldari og betri ef allir segdu bara satt og haettu ad tykjast.  Og ad vid hefdum um leid umburdarlyndi til ad leyfa folki bara ad vera eins og tad er og tyrftum ekkert ad keppa vid hvort annad.

Knus til tin og vestfjardanna.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 08:30

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Ásthildur mín þetta er allt rétt sem þú segir, en þetta er alveg gull fallegar myndir.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.8.2007 kl. 09:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar.  Ég er viss um að við gætum margt lært af litlu manneskjunum í kring um okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2007 kl. 09:56

4 Smámynd: Laufey B Waage

Já heimurinn væri örugglega yndislegri, ef  við fullorðna fólkið værum jafn einlæg og heiðarleg og börnin - og ættum jafn auðvelt með að sjá fegurðina og yndisleikann í hinu einfalda og smáa.

Góða helgi Ía mín. 

Laufey B Waage, 10.8.2007 kl. 11:27

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Já himininn er einstakur jafnt sem litlu krílin og ég er hverju orði sammála þér þarna

Solla Guðjóns, 11.8.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband