Mýrarbolti - nú er lag.

Jamm nú er lag að bregða sér í Mýrarbolta.  En hann verður haldinn hér í Tunguskógi á helginni. sjá hér:

Mýrarboltinn 2007, 3. - 5. ágúst

Nú þegar mánuður er í Evrópumeistaramótið í mýrarknattspyrnu er undirbúningur kominn á fullt skrið. Hálfdán Bjarki Hálfdánsson hefur verið ráðinn drullusokkur mótsins og mun hafa yfirumsjón með öllu sem því við kemur. Eins og alkunna er verður mótið nú haldið í fjórða sinn og eins og undanfarin ár verður leikið á eina viðurkennda keppnissvæði landsins, í Tunguskógi í Skutulsfirði.

Umgjörð mótsins verður stærri og glæstari en nokkru sinni fyrr. Að líkindum verður leikið á í það minnsta fjórum keppnisvöllum, en þar að auki stendur til að bjóða keppendum og áhangendum upp á ýmiskonar afþreyingu meðan á móti stendur.

Að móti loknu verður haldið lokahóf, að líkindum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, en ljóst varð í fyrra að mýrarknattspyrnumenn yrðu að kveðja Skíðaskálann í Tungudal þar sem ólíklegt er að hann rúmi þessa miklu veislu í framtíðinni.

Nánari upplýsingar um mótið og skráningar á það má nálgast á þessari síðu. Þá má reikna má með talsvert tíðari fréttaflutningi af framgangi mála héðan í frá.

Upplýsingar um skráningu

Aldurstakmark á mótið er 18 ár!

 

myri3

20051117083633827282JT6R6040

20051117083615992244JT6R5952

Þessar myndir eru úr BB.  En þar er linkur á Myrarboltan.  http://www.myrarbolti.com/

Drullusokkar og aðrir íþróttamenn hvernig væri að skella sér á þessa ísfirsku hátíð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tvöföld færsla eða er ég komin með aðkenningu að einhverju?  Hm...

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2007 kl. 18:22

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ púkalína. Flottur rass á gaurnum. Já það er gott að löggan er að passa hvorn annan, þeir gætu þá kannski leyft Reykvíkingum að drekka úti í friði eða hvað?? Leyfið bara vertunum að ákveða svona hluti sjálfa eins og með reykingar o.þ.h. (hræddur kall)

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2007 kl. 18:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ha tvöföld  ég sé bara eina, ef til vill er ég komin með als....... hrollur

Púkalína skrýtið að þú skulir nefna það Ásdís mín, en það er nefnilega líka Hlíðavegspúkamót í gangi á helginni.  Það er alsherjar veisla hjá Hlíðarvegspúkum, skemmtun sem berst víða, ég held að ég verði að vera með myndavélina á lofti þessa helgi.

Og ekki talandi um að á laugardaginn er ein af mínum uppáhaldsfrænkum og bloggvinkona Sunnubarnið að gifta sig, á sunnudaginn mun ég halda Hildi Cesil undir skírn, og á Mánudaginn mun ég halda Evítu Cesil undir skírn, svo það verður nóg að gera hjá mér þessa helgi.  En sem sagt Mýrarboltin, ég held að flest börnin mín ætli að taka þátt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2007 kl. 18:57

4 Smámynd: Karl Tómasson

Verða nokkuð hákarlar mín kæra.

Með bestu kveðju frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 1.8.2007 kl. 23:47

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innlitskvitt elskan.

Heiða Þórðar, 2.8.2007 kl. 01:35

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég hugsa að það verði engir hákarlar.  En þarna verða okkar helstu stjörnur í Mýrarbolta heheeh...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2007 kl. 07:51

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 2.8.2007 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2020867

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband