16.7.2007 | 19:26
Kastljósið í kvöld.
Ég er ekki alveg viss, en allar líkur benda til þess að í kastljósi í kvöld verði umfjöllun um málefni vina minna frá El Salvador. Viðtöl í því sambandi voru tekin upp í kúlunni. Svo ef þið hafið tíma, endilega leggið við hlustir, ef svo kynni að fara. Ég var í sambandi við Helga Seljan í dag, og hann taldi allar líkur á að það færi í loftið í kvöld. Og munið að þegar við leggjumst á eitt, getum við breytt ýmsu, eins og til dæmis að fá því framgengt að lítil 10 ára stúlka fái langþráð dvalarleyfi hér á hjara veraldar alla leið frá El Salvador.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022151
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíð spennt eftir umfjöllun, heyrði Sigmar segja frá þessu og kveikti strax á að þetta væri þitt fólk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 19:32
Já hún kann eflaust mörg ráð, en mig grunar að þau ráð gagnist fyrst og fremst hennar fólki.
Vonandi kveikir þetta í einhverjum að hjálpa litlu ömmustelpunni minni að fá dvalarleyfi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2007 kl. 20:13
Yndisleg stúlka og hroðalega saga þessa fólks. Ásthildur nú er ekkert sem heitir ljótt, fái stúlkan ekki dvalarleyfi til frambúðar næst þegar afinn og amman sækja um fyrir hana þá förum við í gang með undirskriftasöfnun og svo förum við auðvitað á fund NEFNDARINNAR MARGFRÆGU upp á þrjá meðlimi og fáum persónulega undanþágu á ríkisborgararétti. Þetta er óþolandi. ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 20:32
Já Jenný mín það skulum við gera svo sannarlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2007 kl. 20:35
Yndisleg stúlka og hræðileg saga á bak við flutningana hingað. Vona að hún fái dvalarleyfi hið fyrsta. Annars gerum við bara eins og Jenný segir og förum í gang með undirskriftasöfnun og fáum fund með NEFNDINNI..........
PS sáuð þið bóndann í Ölfusinu sem heyjaði í bagga? Hann var á Ferguson! Tókuð þið eftir því? Hann verslar við mig.......
Vona að allt gangi upp hjá fólkinu þínu Cesil mín
knús
Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 20:37
Bloggið og bloggvináttan getur komið ýmsu góðu til leiðar. Hér var í gangi fjölmiðlun með jákvæðan tilgang. Megum við sjá meira af slíku.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.7.2007 kl. 20:42
Takk öll sömul, ég veit að þau eru þakklát fyrir allan stuðning. Þau hafa núna búið við þetta í 6 ár. Og kostað miklu til, í þýðingar og pappíra, sem krafist er bæði hér og í El Salvador, og svo óheiðarlega lögfræðinga sem hafa hreinlega stolið af þeim.
En verst er óvissan um framtíð Alejöndru litlu sem er bara íslendingur fyrst og fremst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2007 kl. 21:04
Ég horfði á fréttir á Stöð 2 nú ætla ég að fara og finna þetta á netinu...hef lesið hjá þér um þessa stúlku.
Solla Guðjóns, 16.7.2007 kl. 21:11
missti af þessu, var að vökva garðinn, ætla að ná kastljósinu í dagskrárlok,
kveðja Halli
Hallgrímur Óli Helgason, 16.7.2007 kl. 21:14
Nú er bara að koma af stað pósti og skora á stjórnvöld að láta af þessum asnaskap.
Held að þú ættir að búa til áskorun til tilheyrandi ráðuneytis og við hin copyum hann og senum til ráðuneytisins og áframsendum pósinn og biðjum viðtanadi að áfram senda þannig að ráðuneytið fær að vita hvað við almennigur viljum í þessu máli....
Fyrr má nú vera hell....is hrokinn.
Knús
Solla Guðjóns, 16.7.2007 kl. 21:52
Æi og en og missti af kastljósinu í kvöld ég verð að sjá það í dagskrálok. ég skil ekki i mér að gleyma því.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.7.2007 kl. 22:28
Ég skal reyna að setja saman svona bænaskjal. Takk fyrir hugmyndina Ollasak mín. Kristín mín, endilega skoðaðu þetta í kvöld.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2007 kl. 22:43
Þetta var áhrifamikið viðtal og vonandi leysist út vandamálum þessarar ágætu fjölskyldu hið fyrsta.
Svala Jónsdóttir, 16.7.2007 kl. 23:59
Guð Ásthildur mín ég horfði Á kastljósið ég vona að guð gefi að barnið og og þau hjónin verði áfram hér á íslandi ég trúi því að þeim verði hjálpað ég vona að stjórnvöld hjálpi þeim annars verðum við að gera allt til að hjálpa þeim.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.7.2007 kl. 00:02
Takk, það er bæði þeim og mér óendanlega mikils virði að finna samstöðu meðal fólksins í landinu. Þau eiga svo innilega skilið að fá að vera hér og finna að þau séu velkomin öll, ekki bara hluti af fjölskyldunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2007 kl. 00:20
Takk, ég ætla örugglega að þyggja þetta alt hjá þér elsku frænka mín. Ef ég bara gæti nú gert það að ættleiða hana myndi ég gera það. En það er víst alveg sama reglugerðarfarganið þar Inga Brá mín.
Þau eru með opinbert skjal undirritað af báðum foreldrum, þar sem þau veita afa hennar og ömmu fullt umboð til að ferðast með hana hvert sem er og sérstaklega til Íslands er tekið fram, til 18 ára aldurs. Það er bara að taka þetta plagg gott og gilt, það er tekið gilt í Bandaríkjunum.
En ég vona bara það besta. Og ég er þakklát fyrir móttökurnar. Þau hafa líka bundið vonir við að umfjöllunin myndi hjálpa þeim, svo þau geti farið að lifa í ró og öryggi. Þetta lónir alltaf á bak við hjá þeim, angist yfir hvort barninu verði vísað úr landi. Mér finnst þetta svo ótrúlegt og ómannúðlegt, og skil eiginlega ekki alveg af hverju þetta hefur gengið svona. Sérstaklega eftir að sýslumaðurinn stimplaði alla pappíra og sagði þá í lagi. Þetta er búið að fara gegnum ræðismann El Salvador sem býr í Stokkhólmi og Svavar Gestson. En allt kemur fyrir ekki. Einhversstaðar er stífla sem verður að losa um.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2007 kl. 07:51
http://web.hexia.net/roller/page/ossur// Vona innilega að Össur hjálpi fjölskyldunni í þessum raunum. Gott hjá honum, Össur er með hjartað á réttum stað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2007 kl. 12:37
Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þeim. Þau voru nágrannar mínir hér í Tangagötunni, afskaplega indælt og fallegt fólk, litla Alejandra söng hjá mér í kór og er alveg yndisleg og skemmtileg lítil hnáta. Þessi umfjöllun sló mig mjög mikið því ég hafði ekki hugmynd um raunir þessa ágæta fólks, já sumir bera harm sinn í hljóði.
Ingunn
ingunn ósk sturludóttir (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 15:47
Já Ingunn mín, einmitt. Vonandi tekur Össur til sinna ráða.
En hér er færslan sem kom þessu öllu af stað. Og Helgi Seljan síðan las og fékk áhuga á málinu. Hann hefur verið mjög góður, og gert þetta afskaplega vel. Bæði ég og fjölskyldan erum honum þakklát fyrir.
http://asthildurcesil.blog.is/admin/blog/?entry_id=230487
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2007 kl. 17:05
Ég stend með þér og hinum í þessu máli. Vona að Össur geti gert eitthvað gott í málinu, missti af þættinum var sofandi en reyni að kíkja í kvöld
Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2007 kl. 21:16
Já þú getur líka séð hann á netinu Ásdís mín. Liggur að vísu niðri eins og er virðist vera vegna bilana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2007 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.