9.7.2007 | 23:52
Fjölskylduhátíð, veraldarvinir og fleira gott.
Vinnudagur í dag, og lítill tímí fyrir sjálfa mig. Ég tók sum sé að mér að stjórna Veraldarvinum að gróðursetja tré í minningarreit á Flateyri. Það var virkilega gaman að fylgjast með ungmennum frá fjarlægum heimshlutum, og verð með þeim aftur á morgun.
En fyrst um gærdaginn.
Var að týna kirsuber, sem eru þroskuð.
Jamm girnileg og nóg til sko.
Þetta er svona svolítið fyrir og eftir, þessi sonur minn átti afmæli í gær. Ég ákvað að bjóða þeim öllum í mat, og vinnu í garðinum, svona heimilislega samveru stund, sem var alveg frábær í alla staði.
Tengdadæturnar á kafi í vinnu hjá tengdó. hehehehe
Jamm þær voru sko duglegar þessar elskur.
Enn stækkar fjöruhrúgan hjá syninum, og sá stutti hjálpar til.
Afi var náttúrulega í því að passa eins og gengur.
Jamm hér pósar ein tengdadóttirin, flott ekki satt.
Jamm hehehe og svo þessi !!!
Afi var náttúrulega í grillinu, með dyggri aðstoð ungra sveina.
Jamm, þeir voru áhugasamir blessaðir.
Og enn stækkar fjaran.
Já allir hjálpuðust að, eins og vera ber hjá fjölskyldum.
Allir áttu að mynda eina rós í fjörusteinana, þetta er frábært hjá afmælisbarninu.
Allir að búa til steinarósir.
Það var ákveðið að borða úti, því veðrið var svo gott.
seinna færðum við okkur þó inn í garðskálann, og þá var tjörnin auðvita spennandi fyrir ungviðið.
Úbbs !!!
Hehehehe svamlað í tjörninni, bara að fiskarnir verði ekki hræddir.
Já eins gott að nota allar varúðarreglur.
Geislandi bros, eða hlátur. Hvað er yndislegra ?
Jamm fyrir ísfirðingana mína, þessa brottfluttu, það er Ísafjarðarlognið sko !
Nefnilega sko.
Gallerí himin alltaf opin.
Nefnilega.
Og svo veraldarvinir að gróðursetja. Þau koma og vinna einhver verk, fá húsnæði og mat, þúsundkall á dag, og gera eitthvað skemmtilegt og uppbyggjandi, þau eru frá öllum heimshornum, Eistlandi til dæmis og Japan.
Þessi unga dama er frá Japan skemmtilegt höfuðfat, þau eru náttúrulega vön miklu meiri hita en hér tíðkast, þó okkur finnist hlýtt og notalegt.
Tilburðirnir eru líka skemmtilegir, það má segja að þau bregði sér í skófludans hehehehe.
Ein himnamynd að lokum.
Þetta hefur verið erfiður dagur, en svo ljómandi skemmtilegur. Og ég hitti þetta ágæta fólk aftur á morgun. Það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki, frá framandi heimi, og finna, að þrátt fyrir allt erum við bara öll eins inn við beinið. Við ættum bara að læra það, og virða að fólk er bara fólk, hvaðan af heiminum sem það kemur. Hvaða trú það aðhyllist, og hvaða lífs skoðun það hefur, þá eigum við samt sem áður það sameiginlegt að vera manneskjur. Vonandi lærum við einhverntíman að virða hvort annað. Virða skoðanir annara og trú þeirra. Virða þau hver sem þau eru, og hvaðan þau koma. Þetta er einn heimur og við erum öll eins.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dásamleg færsla eins og alltaf Ásthildur mín. Falleg orð og myndir. Loveu
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 00:27
Hæ elsku bestatengdó í veröldinni (ekki það að ég hafi átt þær margar en ég get ímyndað mér að þú sért sú besta;) takk fyrir yndislega samveru stund í gær þetta var æðislegt!
mér finnst rassinn sem stendur út í loftið á mynd 4 flottastur :):)
en þetta var yndislegt í alla staði, og datt mér ekki í hug svona eftir á að hyggja að þú myndir skella pósmydnunum inná.. en við tengdadætur þínar (þessi gamla og þessi nýja) ætlum að fara að æfa okkur í pósinu fyrir þig :) og skella okkur út í náttúruna með cameruna :)
en þú ert yndislegust í heimi
kv Tinna uppáhalds :) (þessi gamla)
Tinna tengdó (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 00:59
Þetta er svona lítil paradís hjá þér Ía mín. Maður hefur á tilfinningunni að hjá þér sé stanslaus gleðskapur og kannski er það svo. Vona að Prakkarinn hafi ekki orðið skelkaður af öllu þessu rúmruski í tjörninni, ef hann er þá enn á lífi blessaður. Hann átti jú við erfið veikindi að stríða.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.7.2007 kl. 01:11
Í skrifum mínum tala ég stundum um að fjöllin standi á haus. Nú getur fólk kannski skilið hvað átt er við, þegar það skoðar lognmyndirnar. Þetta er ekkert uppskrúfað skáldamál heldur staðreynd.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.7.2007 kl. 01:16
újee,
við tinna bara að slá í gegn, það verður sennilega hringt frá americas next innan skamms :)
en þetta var bara gaman ég get ekki beðið eftir næsta svona degi góður matur og gott fólk, hvað er betra en það ?
ég ætla allveg að gefa titilinn rass 2007 eftir til tinnu, greinilegt að sumir þurfa að skreppa í sdúddarann hahahahha...
en allavega takk fyrir mig þúsundfalt
over and out
matta og crew
matta tengdadóttir (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 01:21
Mikið getur lífið verið dásamlegt.
Ég veit nákvæmlega hvað Jón Steinar er að tala um.Þegar ég sá ,,standa á hausmyndina" hugsaði ég ég elska þessa sjón þegar fjöllin standa á haus...oftast er það þó Fossahlíðin inni í Skötufirði sem ég sé standa á haus
Sniðug ertu að að láta alla gera steinrósir...gott ef ég stel ekki hugmyndinni.
Takk fyrir myndirnar af falllega Ísafirðinum mínum
Solla Guðjóns, 10.7.2007 kl. 01:43
Takk öll sömul. Tinna mín og Matta, auðvitað er maður eins góður og maður getur við góðar stúlkur Það verður örugglega hringt í ykkur frá einhverjum heimskeppnum hehehehe...
Jón Steinar hann er reyndar enn á lífi blessaður. Og varð ekkert hræddur. En það eru núna komnir nokkrir litlir fiskar í viðbót í staðin fyrir þá sem dóu.
Alveg datt mér í hug að þið hefðuð gaman af þessum hausamyndum.
En Flateyri bíður mín aftur í dag, og veraldarvinirnir. Skjáumst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.7.2007 kl. 07:22
Til hamingju með soninn þann sem á sama afmælisdag og minn elsti. Skemmtilegar myndir og segja margt um lífið í kúluhúsinu. Til hamingju með þau öll sem að þér standa
Katrín, 10.7.2007 kl. 08:58
Já við eru nebbla svo eins inn við beinið og hjartað í okkur öllum slær í takt. í alvörunni. Við erum bara ekki búin að heyra það ennþá. Af því við leggjum svo sjaldan við hlustir.
Dýrð og dásemd að skoða myndir og mannfólkgaura og grillmat. Ég verð alltaf svöng þegar ég kíki við hjá þér Ásthildur. Svong í allt..gott veður, blóm, börn, kótilettur og læri, logn og fjöll.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 09:34
Til hamingju með soninn það er gaman að skoða myndirnar þínar það er alltaf nóg að gera hjá ykkur.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.7.2007 kl. 09:49
Dásamlegar myndir á haus!! Til hamingju með drenginn þinn.
Persónulega finnst mér síðasta myndin fallegust
knús
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 11:00
Gleymdi að segja þér hvað mér finnst sniðug hugmynd þetta með fjörugrjótið og rósirnar þar. Verulega flott finnst mér en ég er náttúrulega hafmeyja í álögum......
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 12:55
Mmmmmmm, ég elska kirsuber. Ég er reyndar algjör berjaunnandi yfir höfuð, en kirsuber eru uppáhalds-uppáhald. Ég væri alveg til í að vera hjá þér núna. Ég myndi bjóða gull og gersemar (ef ég ætti þær) fyrir nokkur ber. Vissi ekki einu sinni að þau væru ræktuð á Íslandi. En það er auðvitað þannig með þig Ía mín, ef þú getur ekki ræktað - hver þá?
laufey Waage (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 15:54
Takk öll sömul.
Katrínarnar mínar, jamm kúlan er list/lystaukandi hehehe.
Takk fyrir strákinn, hann er góður drengur og varð 38 ára. Styttist í 4o árin, en bróðir hans varð nefnilega 40 ára um daginn.
Gaman að svona endurminnigum Halla mín
Einmitt hafmeyja Hrönn mín. Rósirnar eru flottar.
Fáðu þér eitt Laufey mín
Sara ég ætla að klukka eftir smástund.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.7.2007 kl. 20:32
Get ekki klukkað Laufey, svo ég klukka Ollusak í staðin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.7.2007 kl. 21:48
Frábærar myndir ÉG held stundum að þíð búið í annarri veröld. Kærar kveðjur vestur.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 23:49
frábært að sjá klukkið breiðast skjótt út.
dásamlegar myndir af lífi og að lifa.
njóttu alls fallaga kona innra og ytra
Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 07:00
klukk.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2007 kl. 08:35
Það er auðvitað frábært að sjá gott fólk koma hvaðanæva að úr heiminum að vinna að umhverfisverkefnum. Leiðinlegt bara þegar samtökin og forsvarsmaður þeirra hafa verið ákærð og dæmd sek fyrir að "greiða ekki erlendum starfsmanni sínum laun í tæplega tvö ár og að framganga stefnda, Þórarins, verður ekki skýrð á annan hátt en að hann hafi vísvitandi verið að beita stefnanda blekkingum þegar hann réði hann til starfa með loforðum um greiðslu sem síðan kom í ljós að hann ætlaði ekki að standa við." , eins og segir orðrétt í dómnum.
Ekki beint heiðarlegur maður þar á ferð! En hér má lesa dóminn í heild sinni: http://www.domstolar.is /domaleit/nanar/?ID=E200700079&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=Le Goog (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 10:44
Og hér er frétt um málið:
http://www.visir.is/article/20070623/FRETTIR01/106230104
Le Goog (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 10:52
Já það er alltaf slæmt þegar menn eru óheiðarlegir. Þessi hópur kom eiginlega í gegnum Spánverja, piltur sem setti sig í samband við konu á Flateyri, og vildi koma með hóp. Þau voru í sambandi í vetur, og úr því varð þessi heimsókn. Þar eru aðallega spánaverjar, en líka krakkar frá Serbíu, Eystrasaltslöndunum og japönsk stúlka. Þau eru mjög yndæl og vinnusöm, jákvæð.
Já gaman að þessu klukki. Ásdís mín, þetta er Ísfjarnía. Landið sem gleymdist bak við sól og mána, og enginn kemst inn í nema að þekkja vestfirska norn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2007 kl. 13:10
Yndislegar myndir! Maðurinn minn talar einmitt oft um Ísafjarðarlognið , sem kom mér á óvart því ég hef alltaf haldið að það væri rok á Ísafirði! Nú er mig farið að langa verulega mikið á Ísafjörð og það er ekki síst þér að þakka
Ester Júlía, 11.7.2007 kl. 21:04
Virkilega gaman að heyra Ester mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.