Sól, gallerí himin og annað fallegt í dag.

Enn einn yndislegur sólardagurinn í dag.

IMG_6292

Þessi er tekinn fyrir svo sem hálftíma.

IMG_6265

En það er kryddkynningin.  Hér situr Níels kokkur og bíður eftir forvitnu fólki.  En klukkan er ekki alveg orðin tvö.  Það er allt klárt, hann marineraði kjúklingabringur og niðurskorið lambalæri.  Hann notaði basiliku á kjúklinginn, og thymian, blóðberg á lærið. Þetta var alveg rosalega gott.

IMG_6267

Hér er hann að gefa einum að smakka.  Hann er líka með litla miða, þar sem hann hefur sett hverja plöntu fyrir sig, og segir til um ræktunina og hvernig er best að nota hana.  Hann er alveg frábær hann Níels.

IMG_6269

Hér fer hann yfir miðana með einni frúnni.  Hún er mjög áhugasöm eins og sjá má.

IMG_6270

Galleríið opið, þetta eru hvítir hvalir sem synda um himininn. 

IMG_6272

Hér er auga alheimsins, þarna er það og fylgist með öllum okkar gjörðum.

IMG_6291

Magnþrungin kvöldbirta í gærkvöldi.

IMG_6274

Hér er verið að gefa thuju frelsi.  Hún er búin að vera föst í hjólkopp í nokkur ár, og var orðin ansi aðþrengd.  Nu fær hún sína eigin holu, með fullt af skít og nóg pláss, sú held ég að verði ánægð.

IMG_6277

Hér er sýpris sem hefur plummað sig vel þarna úti. 

IMG_6278

Litla fröken Evíta Cesil hjá móður afa sínum, honum séra Valdimar, hann var að koma frá því að gefa saman brúðhjón, en hér voru ekki færri en 5 giftingar í gær á þessum 070707degi.

IMG_6280

Falleg mynd af fallegu fólki. Knús og koss.

IMG_6283

Meydómsvígsla lady Cesil að pissa á blómin hennar ömmu.  Allir krakkarnir pissa á blómin hennar ömmu. Heart  Á ág að pissa hérna pabbi ?

IMG_6287

Hér er svo kerlingin sjálf með á mynd svona einu sinni. Náttúrulega algjörlega ótilhöfð.

IMG_6289

Pabbi segir brandara hehehehe......

Jæja ég er farin út í góða veðrið, í dag ætla krakkarnir mínir að koma og vinna með mér í garðinum.  Ég vona að þau komi og nenni.  Pabbinn segir að þau muni ekki nenna, við sjáum til.  Það verður allavega grillað í kvöld sérkryddað læri eftir Níels Kokk og nótabassann.  Svo það verður fjölmennt hér í kúlunni.  Krakkar og pabbar og mömmur, afar og ömmur.  Eigiði góðan dag. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta Cesil mín. Aldeilis frábærar myndir.

Flott veður hérna megin líka - Eigðu góðan dag sömuleiðis

Hrönn Sigurðardóttir, 8.7.2007 kl. 11:34

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hér er hið ljúfasta veður.  Er í krúttkremju vegna litlu nöfnu þinnar.  Hún er svo mikil dúllurófa.  Langar svo knúsa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 11:35

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar, gott að vita að þið eigið lika góða veðrið.  Og Jenný mín, þú getur knúsað hana gegnum litlu Jenný Erriksdótturrr  Knúsaðu hana tvisvar og sendu seinna knúsið til Cesiljar.  Annars varstu að hugsa um að kíkja við.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2007 kl. 12:59

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Það er alltaf nóg að gera hjá þér Ásthildur mín þetta eru mjög skemmtilegar myndir hjá þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.7.2007 kl. 13:56

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt líf hjá yndislegri konu og hennar familyu. Gaman að sjá allar þessar fallegu myndir og ég segi eins og Jenný, Cesilin er draumur. Knús til ykkar allra.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.7.2007 kl. 19:36

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.7.2007 kl. 16:21

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þið eruð algjört æði allar saman stelpur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2007 kl. 23:23

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Alltaf sami snillingurinn með myndavélina. Fallegt fólkið þitt.

Heiða Þórðar, 10.7.2007 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2020930

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband