5.7.2007 | 20:47
Vökvun alla leið frá himninum.
Já það byrjaði að rigna um kl. hálf sjö í kvöld, loksins. Mér var mikið létt. En það leit út fyrir í dag, að sólin yrði áfram. Hun kemur aftur blessunin, en það þarf bara að vökva.
Svona var í morgun.
jamm svo birti til.
Birtan er frábær hérna.
En þar sem ég var að færa vatnið til, sá ég þessi yndælu börn og leiðbeinendur þeirra í leik á Austurvelli.
Hvað er klukkan spurði annar hópurinn, og hinn svaraði einhverju, sjö.... og þá tók hinn hópurinn sjö skref í átt að þeim hópi.
Síðan var hlaupið og klukkað og það var rosalegt fjör hjá þessum litlu skottum.
Stubburinn er í vinnu hjá mér núna, hann kemur í vinnuna kl. 10 til 12, og þarf að gera ýmislegt vökva blómin og hitt og þetta smávegis. Hann er ákveðin í að "vinna" þangað til Bára frænka kemur í heimsókn með Hönnu Sól og Hildi Cesil, þá ætlar hann að taka sér frí. Hann mætir alltaf tímanlega. Ég held að það sé þroskandi fyrir hann.
Annars er allt gott af mér að frétta, bara svo ósköp þreytt eftir alla vökvunina. Það lagast stórlega eftir þessa hellidembu.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Farðu nú vel með þig, kelli mín. Ekki vil ég missa þig.
Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 21:05
Já ég seigi það sama.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2007 kl. 21:27
Vona að það rigni ærlega fyrir þig. Knús og kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 21:50
Missa hana hvað?? Eruð þið að trúa því að konan gufi upp? Svo dramatískar þessar bloggvinkonur okkar Ásthildur mín. Bíð sjálf eftir rigningu, er orðin svo andlega þurr.
Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2007 kl. 22:57
Hehehe hér er hellirigning og það er SVO NOTALEGT að heyra dropana á gluggunum, þeir eru á þakinu sko, því hér er logn Æ ég vil heldur ekki missa ykkur, þið eruð hrein dásemd og upplifun, það er voða notalegt að eiga í svona fjarvinasambandi. Og ég er viss um að svoleiðis samband getur orðið nánara en annað, vegna þess að við gefum meira frá okkur svona skriflega. Það er bara þannig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2007 kl. 23:10
Jamm...hvíslið í rigningunni, þytur í vindi. Er ekki merkilegt hvað illviðrin svokölluðu geta fyllt mann þakklæti. Þakklæti fyrir að eiga skjól og hlýju, þakklæti fyrir að eiga litla vinnumenn, sem koma að hjálpa ömmu og létta lundina eins og stubburinn þinn. Úr þakklætinu spretta svo frekari ávextir eins og regnið eykur sprettuna.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.7.2007 kl. 10:14
Alveg rétt hjá þér Jón Steinar minn. Rigningin stóð reyndar bara fram á morguninn, það var hætt að rigna í morgun, og nú er sólin að brjótast fram aftur. En það er allt svo ferskt og nýtt, og gróðurinn hefur fengið að drekka. Það er gott.
Já Arna mín einmitt, maður er glaður gróðursins vegna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2007 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.