Hér er ég.

Jæja enn einn dýrðardagurinn, svei mér þá.  Ég var eins og landafjandi um allan miðbæinn dragandi gular slöngur og úðara.  Að reyna að gefa plöntunum vatn.

IMG_5905

Þetta var í gærkvöld, þegar slæða huldi Kubbann, svona eins og dularþoka, mjúk en dularfull.

IMG_5908

Þetta var í gær, því í dag var ekki ský á himninum. 

IMG_5913

Mávarnir skemmta sér, það er verið að dæla upp möl af hafsbotni, og þar flýtur ýmislegt með, eins og skeljar og kuðungar, og þá er veiðibjallan tilbúin með gogginn.

IMG_5900

Hér er einn ógurlegur ninjameistari.  Sjáið eitilhart augntillitið.  Hann er sko ekkert blávatn þessi.

IMG_5916

Datt í hug að smella af einni, fyrir þá sem ekki hafa komið heim síðan í fyrra  Essóið er ekki lengur til í sinni mynd, heldur bæði nýtt hús og nýtt nafn.  Og nýtt raðhús risið, sem hýsir sparisjóð Vestfjarða og Rukkunarfyrirtæki.

IMG_5921

Ein úr frumskóginum mínum, sem ég smellti af fyrir nokkrum mínútum.

IMG_5923

Jamm og þessi líka.  Vonandi eigiði góðan dag.  Ég ætla að setjast út í sólina.  HeartCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já finnst þér ekki

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2007 kl. 17:35

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Táknin sem þú setur á eftir færslunni er eins og Mastercard, ertu komin á samning ??  Rosalega eru vestfirðir heppnir að eiga þig að.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2007 kl. 19:29

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Drengurinn er ógnvekjandi.  Flottar myndir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 19:30

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nýja lúkkið á mastercard  Takk Ásdís mín.

Jamm hann horfir beint í myndavélina með ísköldum augum hetjunnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2007 kl. 19:50

5 Smámynd: Ragnheiður

Ji nú þori ég ekki vestur í sumar, stórvarasöm Ninja þarna á ferðinni

Ragnheiður , 25.6.2007 kl. 20:32

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

takk elskuleg...alltaf jafn sjálfri þér samkvæm!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.6.2007 kl. 20:39

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2007 kl. 21:10

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég lofa að hemja óargadýrið ef þú kemur Hrossið mitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2007 kl. 21:12

9 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ninjameistarinn er flottur myndirnar æði og alltaf gott að kíkja á þig. Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.6.2007 kl. 21:20

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar Myndir og flottur strákur.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.6.2007 kl. 21:22

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ!Flottur þessi -púki.Og aldeilis falllegur garðurinn þinn.

Solla Guðjóns, 25.6.2007 kl. 22:40

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur, þetta er sjarmur framtíðarinnar - reyndar er þetta Ninja alveg nýtt, þetta er nefnilega hinn eini og sanni SPIDERMAN

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband