Jónsmessunótt.

Eins og allir vita var Jónsmessunótt síðastliðna nótt.  Hér var yndislegt veður, og fjörðurinn skartaði sínu fegursta.  Í Arnardal var ungt fólk að gifta sig, þau voru bæði gefin saman af kristnum presti og svo goða af Ásatrú.  Einnig hlaut lítill drengur skírn.  Örugglega falleg athöfn á stað sem er einn fallegasti hér, þar sem maður horfir á sólina snerta hafflötin og fara síðan upp aftur, hvað getur verið dásamlegra en slíkt umhverfi á helgasta degi fólks. Óska þeim alls góðs og gifturíkrar framtíðar.

IMG_5882

En ég gær bauð á pabba í mat, og hér sitja þeir á spjalli meðan steikinn brúnast á grillinu.

IMG_5887

Þetta er svo um miðnættið, smá himnasýning.  Fallegir litir.

IMG_5889

Þessi er tekin um tvö leytið, sólin byrjuð að fara upp aftur.

IMG_5892

Þessi tekin nokkru síðar.

IMG_5890

Auðvitað voru einhverir að leika sér á pollinum þessa nótt.  Til hvers er hann annars.  Þetta voru sjókettir svokallaðir.  Hlýtur að hafa verið gaman að þeysast svona um lygnan pollinn.

IMG_5893

Svo tók ég eftir í morgun að kirsuberin voru orðin þroskuð.  Það er að segja þessi sætu.  Ég græddi nefnilega grein af sætum kirsuberjum á súru kirstuberin mín.   Núna loksins ber sú grein ávöxt. 

IMG_5895

Girnilegt ekki satt, enda er að farið ofan í magan á mér.  Og það bragðaðist mjög vel. Cool

Eigiði góðan dag.  Hér er ennþá sól og blíða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegar myndir - hér er líka sól og blíða og búið að vera í allan morgun

Hrönn Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 12:18

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bara unaðslega fallegt og krisuberið; nammi,namm.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2007 kl. 13:27

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segi það enn og aftur, þú býrð í Paradís.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 13:50

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk, hehehe já þau smökkuðust vel.  slurb.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2007 kl. 13:54

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

eigðu líka fallegan dag kæra cesil

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 14:05

6 Smámynd: Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar.

Sæl Áshildur

Mér fannst þetta farið að vera óþægilegt að kíkja oft í heimsókn án þess að segja góðan daginn.(á bloggið)

Mér finnst þessar myndir sem þú sýnir okkur orðin partur af því að skoða hvernig veðrið og blíðan er í Skutulsfirðinum kvöld eftir kvöld.  Ég held að með þessar myndir að vopni getum við fengið fólk til að koma vestur í stærri stíll.

Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 24.6.2007 kl. 14:07

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Torfi og takk bloggvinir  Mér finnst gaman að geta sýnt ykkur hvað hér er oft fallegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2007 kl. 14:26

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 25.6.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband