Þetta er enn einn dásemdar morguninn, við erum að atast við að setja niður sumarblóm. Og það vantar að vökva.
Fyrst ein rós til allra kvenna á Íslandi til hamingju með daginn
Það er mikið um að vera hér fyrir unga fólkið þessa dagana. Hér eru Sóley Ebba, Úlfur og Hjalti heimir að stökkva í sjóinn, finnst það voða gaman.
Svo þarf að koma sér í land. Eins gott að það er stigi.
Svona var veðrið í morgun, áður en sólin náði að brjóta sér leið.
Nú er komið hádegi.
Það má segja að það séu margar sólir á lofti á Ísafirði núna. Þessar litlu elskur fóru eins og ljómandi stormsveipur um bæinn. Framtíðin okkar.
enginn smá hópur.
Og þarna bætast fleiri í hópinn, og þá áttu fleiri eftir að koma.
Nokkrir voru á kajaknámskeiði.
í blíðunni.
Aðrir þjálfuðu boltaleiki, ég veit að enn aðrir voru inn á golfvelli að læra að spila golf.
Þessir vösku ungu menn voru að helluleggja og voru ansi duglegir.
Þetta er sýnishorn af Ísafjarðarlogni.
Þessar glæstu dömur nutu bara góða veðursins, í Jónsgarði. þarna er hún Jóhanna Friðriks, og í rauðu peysunni er Torfhildur Torfadóttir, sem er held ég alveg örugglega orðin 100 ára.
Svona leið þessi morguninn hjá mér endalaus veisla fyrir augað. Og margt að gera, eins gott að ég var með myndavélina. Og ég hafði meira að segja tíma til að bera áburð á gróðurinn, a.m.k. 80 kg. Og á eftir annað eins.
En nú þarf ég að fara út og halda áfram. Eigiði góðan dag elskurnar. Þetta er Ísafjörður í beinni, ef svo má segja.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tilfinningin sem ég fæ við lestur og skoðun pistils: Mikið asskoti ertu glögg á það fallega Ásthildur. Þú ættir að verða ljósmyndari (ég meina próffesionell).
Ég yrði biluð úr stressi með börn í svona miklu návígi við sjóinn, allir að príla, kjajakast og eitthvað en ég er nú óvenjulega biluð.
Börnin eru svo sumarleg og sama hvar í heiminum er þau eru alltaf jafn falleg.
Konur á myndinni kalla fram hlýju og mig langar að knúsa þær allar, eru bara svo sætar. Takk fyrir rósina elskan og njóttu hátíðisdagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2007 kl. 12:20
flottar myndir að vanda kæra cesil.
kærleikur og ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 13:52
Takk fyrir rósina og til hamingju með daginn
Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 14:16
Takk elskurnar mínar. Mér þykir gaman að taka þessar myndir. Og oftast hugsa ég til ykkar bloggvina, mikið væri gaman að sýna þeim þetta ... og svo gríp ég myndavélina. Oft kemur textin þá um leið og myndinni er smellt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2007 kl. 15:34
Takk fyrir rósina og til hamingju sjálf mín kæra. Er ekki Torfhildur orðin 103. ára? Fyrir þau ykkar sem ekki þekkja til labbar hún Torfhildur með göngugrindina sína frá elliheimilinu niður á bakka
til að heimsækja vinkonu sína hana Dísu sem er tæplega 100. ára og sér um sig sjálf að mestu leiti. Eru þetta ekki undur og stórmerki. Jenný hún Ásthildur er proffesionel í alla staði
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2007 kl. 15:49
Takk Guðrún Emílía mín. Jú það er alveg merkilegt með þessar tvær konur hve vel þær eru á sig komnar og orðnar þetta gamlar. Vel við hæfi að minnast þeirra á konudaginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2007 kl. 16:00
Takk og sjálf til hamingju með daginn.
Það sem ég sakna mest er að börnin mín missa alveg af þessu návígi við þennan lygna sjó ....nema þegar við erum á Eyri.Hér í Þorlákshöfn er svo mikið brim að það er stórhættulegt að leifa krökkunum að fara í fjöruna
Solla Guðjóns, 19.6.2007 kl. 18:38
Já það er synd Ollasak mín. Því það er börnunum okkar mikilvægt að læra að takast á við Ægi konung, búandi á þessari eyju.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2007 kl. 18:41
Ég synti reyndar oft í sjónum fyrir neðan Seljalandsveginn þegar ég var krakki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2007 kl. 18:42
Takk fyrir blómið Ásthildur mín... hér er ein frá mér til þín:
Ester Júlía, 20.6.2007 kl. 06:52
Sæl - Vildi bara þakka fyrir fallegu myndskotin. Fær mig enn fremur til að vilja kíkja Vestur. Hef því miður ekki enn komið því við, en ég hef heyrt að Vestfyrðirnir séu alveg stórkostlegir allir í heild sinni. Minn missir.
Bryndís Böðvarsdóttir, 21.6.2007 kl. 22:37
Takk fyrir þessa fallegu mynd Ester Júlína mín.
Vertu velkomin Bryndís. Vestfirðir eru best geymda leyndarmálið á Íslandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2007 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.