Ísafjörður á góðum degi. Eina og venjulega.

Veðrið í dag er svona týpiskt Ísafjarðarveður, ekki beint sól, en stillilogn og hlýtt.  Gott vinnuveður.

IMG_5621

Þessi er tekinn um hádegisbil og það sést speglun í olíuskipinu, þegar það siglir út.

IMG_5624

Eitthvað fallegt fyrir augað, þetta er fagursmæra.  Hún brosir við manni í sólskini eða þagar nægilega bjart er.

IMG_5630

Þessi er tekin sérstaklega fyrir IGG.  Smile

IMG_5632

Þessi er í boði hússins.

IMG_5634

Og svo gallerí himinn.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hver þarf að ferðast með svona dokumentasjón! Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

fallegt eins og vanalega.

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 16:48

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl vinkona Nú er ég komin aftur til starfa á blogginu mikið glöð með það. Yndislegar myndir hjá þér, þarf að fara að setja inn albúm hjá mér.  Hafðu það gott á þjóðhátíðardaginn og megi blómin þín blómstra sem aldrei fyrr 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 17:33

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar saman, og ég óska ykkur líka góðrar helgi.   

Jenný þú mátt nátturulega ekki hætta við að heimsækja Ísafjörð, þó ég sé með myndasýningu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2007 kl. 17:56

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er alltaf fallegt hjá þér. Gosh ég er svo glöð að þú fannst myndavélina þína....

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 18:37

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hrönn mín, ég er líka voða glöð.  Knús á móti

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2007 kl. 19:50

7 Smámynd: IGG

Takk fyrir kærlega Ásthildur mín!   Ísafjörður er auðvitað flottastur - alltaf!  Það hefur verið gerð úttekt á því að ef veðrið á Ísafirði væri eins slæmt og það er í Reykjavík þá væri ekki hægt að halda uppi áætlanaflugi á Ísafjörð! 

IGG , 15.6.2007 kl. 22:31

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu að meina þetta ??? jamm ég get alveg trúað þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2007 kl. 22:36

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir ætíð góðar myndir, gaman að skoða þær þegar maður er fluttur í burtu.
Það er líka svona gott veður hér á Húsavík.
 Kinnafjöllin speglast í Skjálfandanum og við höfum  útsýni yfir hann,
þetta er alveg yndislegt.
                          Góða helgi Ásthildur og fjölskilda.
                                               Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2007 kl. 22:55

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2007 kl. 23:04

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Glæsilegur elsku Ísafjörðutinn minn.Falllegar myndir hjá þér Ásthildur.Mér finnast svo fallleg þessi gömlu hús þarna...uppáhalds gamla húsið mitt er FÉLAGS

Knús á Ísafjörð og þig.

Solla Guðjóns, 15.6.2007 kl. 23:15

12 Smámynd: IGG

Já, já ég er að meina þetta.   Þetta var að vísu ekki formleg, opinber könnun en viðkomandi fékk upplýsingar frá Veðurstofunni um vindhraða, úrkomu og hitastig og e.t.v. e-ð fleira í Reykjavík og Æðey yfir 30 ára tímabil og bar saman og komst að þeirriniðurstöðu að ef veðrið fyrir vestan væri eitthvað ílíkingu við suðvesturshornsveðrið þá væru allar líkur á að ekki væri hægt að halda uppi reglubundnu áætlunarflugi til Ísafjarðar.   Man ekki nákvæmlega hvernig þetta var en man þó að vindhraði var svo miklu minni í Æðey en í Reykjavík og eins og við vitum, sem til þekkjum af eigin raun, þá er mun minni ferð á vindinum á Ísafirði en í Æðey.   Ég get örugglega komist yfir þessar tölurnar ef þú hefur áhuga? Knús heim - og til þín.

IGG , 16.6.2007 kl. 07:15

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er svo sannarlega fróðlegar upplýsingar.  Og virkilega gaman að þeim.  Ollasak Félagsbakaríið er frábærlega fallegt hús, sérstaklega eftir að það var gert upp af Halldóri Magnússyni smið, sem gerði reyndar upp fleiri hús hér í gamla kínahverfinu.  Sonur minn á sér draum um að helluleggja allt Kínahverfið með gömlum hellum.  Þarna er mikið gengið og skoðuð gömlu húsin.  Og það er virkilega gaman að fara í svoleiðis labbitúr með fararstjóra sem þekki öll húsin og sögu þeirra.  Við eigum þarna perlu sem fer svo sem ekki mikið fyrir, en er ómetanleg. 

Alveg eins og garðsaga okkar, við erum hér á svæðinu með 4 skrúðgarða, sem er einstakt, Austurvöll, sem er systurgarður Hallargarðsins í Reykjavík hannaður af Jóni H. Björnssyni, Jónsgarð, Simsonsgarð og Skrúð, sem reyndar allir skrúðgarðar heita eftir.  Við eigum ekki bara góðaveðrið heldur margar perlur sem okkur ber að hlú að.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2007 kl. 10:09

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er afar fróðlegt að heyra: að sonur þinn vilji helluleggja allt Kínahverfið.
Þegar ég bjó í Sundstrætinu þá átti ég þá ósk að  þessu hverfi yrði lokað fyrir bílaumferð.
Nema það mætti hliðra til ef fólk væri að flytja eða eitthvað svoleiðis.
Hugsaðu þér stemminguna, sem myndaðist við slíkar breytingar ég sé þetta í anda,
Það yrði eins og úti í Danaveldi og víðar, þar sem eru gamlir bæir og er þú kemur inn í þá,
er eins og tíminn standi í stað, ólýsanlegt.
Í antik hverfinu hér á Húsavík, hef ég hlerað að ætti að helluleggja hluta gatna og nú þegar er búið að loka einni götu, en þetta kostar bæjarfélöginn rokna fjárhæðir svo þetta tekur tíma,
en það er bara að byrja. Hálfnað verk er hafið er. Gömlu húsin eru perlur það er satt og okkur ber að vernda þau, það er bara synd hvað það kostar mikið að gera þau upp og halda þeim við. Dóttir mín á efri hæð og ris í einu sem er 105. ára gamalt það er alveg yndislegt,
hefur mikla sál, og er eimmitt í þessum antik hluta sem ég var að tala um.
vonum að þessar framkvæmdir verði á endanum gerðar.
                                        Kveðjur frá Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2007 kl. 14:17

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er ómetanlegt að viðhalda svona heildarsvip, fyrir komandi kynslóðir.  Mér finnst alveg frábært hvað fólk er samtaka um að halda húsunum sínum í sem mest upprunalegu formi þarna í Kínahverfinu.  Alveg frábært bara.  Og ég er sammála þér, auðvitað ætti að loka þarna einhverjum götum, þær eru hvort sem er svo þröngar, að þar er ekki hægt að mæta bílum.  Gera bara gott bílastæði í nágrenninu, og fólk bara gengi heim tíl sín, nema ef það væri að flytja, og svo þarf auðvitað slökkviliðið að komast að ef eitthvað slíkt gerist eða sjúkrabílar.  En hugmyndin er heillandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband