Jæja einhver að kvarta yfir íslensku sumarveðri ?

Ætli við myndum nú ekki æmta og skræmta ef þetta væri hjá okkur 14 júní.  W00t

Annars hefur veðráttan batnað hjá okkur.  Það lifa miklu fleiri tegundir af plöntum hér en áður.  Yllirin nánast orðin illgresi, og fleiri plöntur sem ekki hafa verið til vandræða áður.  Svo sem eins og risahvönn sem sáir sér allt í einu út sem aldrei fyrr.   Ég þurfti að útrýma henni úr mínum garði, því hún var búin að sá sér út um allt, og er þar að auki stórhættuleg, því hún getur brennt húð og skilið eftir sár, ef safi frá henni berst á hörund, sérstaklega í sólskini. 

En Snjókoma um miðjan júní ???? nei sem betur fer ekki. Grin


mbl.is Snjókoma í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þeir eru ákaflega "herjaðir" í Härjedalen í dag Ásthildur mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2007 kl. 11:56

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ójú við mundum kvarta og kveina ef  snjóaði hjá okkur það er alveg á hreinu.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.6.2007 kl. 11:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm hehe, það herjar margt á þá virðist vera  Er farin aftur  út í sumarið og góða veðrið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2007 kl. 12:01

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta vissi ég ekki um hvönnina að hún gæti brennt.

En já við getum unað glöð við okkar veðráttu

Solla Guðjóns, 14.6.2007 kl. 13:18

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu að meina þetta Jóhanna ???   'Eg er að tala um Risahvönn, Tromsöpálmann, ekki venjulega hvönn.  Ætihvönn hún er eins og nafnið bendir til æt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2007 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband