líf og fjör á Ísó.

Já þegar ég kom fram í morgun, sá ég að það voru ekki færri en þrjár flugvélar á vellinum.  Við fórum náttúrulega að spá í hvað gæti verið á seiði.  Sérstaklega vegna þess að ein þeirra var þyrla.

IMG_5448

Veit ekki hvort það var samhengi í þessu og þessum hér ?

IMG_5443

En sá svo á Mbl að hópur kvenna hafði týnst á Grænlandi.  Sem betur fer fundust stúlkurnar og var bjargað, þær voru að hvíla sig hér, áður en haldið var með þær suður.  Þær eru sennilega á leiðinni þangað núna, þar sem vélarnar voru að fara.

En í gær þá blasti við mér fyrsta skemmtiferðarskipið sem ég sé þetta sumarið.

IMG_5420

Þetta sem er í baksýn er dalalæða, svokölluð, og er vegna hitamismunar á landi og sjó. Hún náði sér samt ekki á strik.  Læddist bara svona hægt inn og hvarf svo.

IMG_5426

Sonur minn kom færandi hendi í gær, með þennan flotta skötusel. 

IMG_5424

Undi maðurinn hafði geysimikinn áhuga á fiskinum.

IMG_5429

Og gott ef ekki pabbinn líka.

En ég hef aldrei eldað skötusel, svo ég ákvað bara að gera eitthvað upp úr mér. Sonur minn flakaði hann, og tók burtu himnu sem er innan við roðið, hann sagði að það væri mjög mikilvægt að fjarlægja hana, því hún er svo seig.  Ég vissi líka að það má alls ekki steikja eða sjóða skötuselin of mikið, því þá er hætt við að hann verði seigur.

Ég setti olíu á pönnu og setti út í hana Season all, pipar og papriku.  Ég er ekki mikið fyrir sterkan mat, þannig að það má setja meira krydd, eða velta fiskinum upp úr kryddi.  En allavega skar ég firkinn í frekar litla bita, hitaði olíuna vel og snöggsteikti fiskinn.  Setti hann síðan í eldfast mót, setti smávegis af gratínosti, og stífþeytti eggjahvítur setti smá salt út í, og smurði yfir, og svo restina af gratinostinum.  Setti inn í vel heitan ofninn í korter, lækkaði samt hitann strax oní 150 ° .  Síðan setti ég bara á yfirhita, til að fá ostinn fallega brúnan. 

Af hverju er ég að segja frá þessu, jú, þetta var algjört sælgæti, fiskurinn beinlínis bráðnaði upp í manni.  Alveg eins og hann á að gera. 

IMG_5433

Svona er stuppurinn þegar hann er reiður, og sullið á mallakút er eftir nána skoðun á "Sköd-sel"

IMG_5436

Thí maður lekur.

IMG_5441

Best að fara bara í bað. 

En í dag verður bara dundað í garðinum.  Sólin er að brjótast fram.  Það rignir á nóttunni þessa dagana, en svo er sól á daginn, eða hálfskýjað.  Hlýtt og notalegt.

IMG_5450

Þessa tók ég fyrr í morgun, en nú hefur létt heldur til.  Vona bara að þið eigið öll sömul góðan dag. Heart


mbl.is Landhelgisgæslan veitir ísklifrurum aðstoð á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skötuselur er mjög góður matur nammi. fallegur stuppurin  þinn hann er bara ákveðin og duglegur.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.6.2007 kl. 11:32

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Að venju eru myndirnar yndislega og það er bara næstum eins og að vera þarna.  Mínir stærstu fordómar eru hins vegar gagnvart fiski en ég er viss um að Nóbelskáldið sagði satt þegar hann lýsti því yfir að Íslendingar borðuðu ekki ófríða fiska.  Ég held að það sé sollis í mínu tilfelli.  Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2007 kl. 11:53

3 Smámynd: Saumakonan

Ferskt grænmeti að eigin vali brytjað og steikt á pönnu (ég er oftast með gulrætur/hvítkál/wok grænmeti).... hrísgrjón soðin á meðan...    soyasósu skellt yfir grænmetið... skötusel í litlum bitum bætt útí...   þegar hann er að verða hvítur er soðnum hrísgrjónum skellt á pönnuna og allt blandað saman... 

berist fram með hrásalati, sweet chili sósu eða Mangosósu og hvítlauksbrauði.... SÆLGÆTI!!!! *slurrrrppppp*

(ath að EINA kryddið er soyasósa því þá fær fiskurinn og grænmetið að njóta sín betur)

Stjúpfaðir minn fékk að smakka þetta í eitt skipti þegar hann kom í heimsókn og jedúddamía... held ég hafi aldrei séð hann borða jafn mikið áður... og hann sem eldar EKKI... bað um uppskriftina!!! LOL

Elska fiskrétti og er assgoti dugleg við að prófa mig áfram með allskonar rétti... alltaf með tilraunastarfsemi hehe

Saumakonan, 10.6.2007 kl. 11:58

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já skötuselur er sælgæti, næst ætla ég að prófa þína uppskrift Saumakona mín.  Jenný, þú ættir ekki að láta vera að prófa skötuselinn, hann er algjört sælgæti, ef hann er ekki eyðilagður með matreiðslunni. 

Já Kristín mín, þessi stubbur er algjört æði.  Og hann talar eins og herforingi, þó hann sé bara að verða 2ja ára, núna 16. júní á giftingardaginn minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.6.2007 kl. 12:31

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skötuselur er held ég afsprengi tazmaníuskolla og þess svarta sjálfs! Ótrúlega ljótur fiskur......

..... og góður að sama skapi.

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2007 kl. 12:32

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður að innan og ljótur að utan

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.6.2007 kl. 12:46

7 identicon

Mér finnst skötuselur hrikalega góður, hef samt ekki eldað hann lengi, bara borðað hann á veitingahúsum. ég er svo mikið fyrir austurlenskt ívaf í mat þannig að ég féll alveg fyrir uppskriftinni frá saumakonunni, þín hefur samt örugglega líka verið nammi

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 17:00

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

mmmmmmmm skötuselur...og rauðhærður krullinkollur!

Lífið gerist ekki betra..

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.6.2007 kl. 20:24

9 Smámynd: Ragnheiður

Barnið er yndislegt. Ég er ekki hrifin af skötuselnum, ekki vegna útlits hans samt. Tæplega mikið skárri sjálf

Ég borða samt mikinn fisk og finnst hann góður..namm namm

Ragnheiður , 10.6.2007 kl. 21:47

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

barnið er æðislegt!

Heiða Þórðar, 10.6.2007 kl. 22:25

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann Sigurjón Dagur er algjörlega spes stubbur en um margt líkur stóra stubbnum mínum, sem er hálfbróðir hans.  En hér var bara æðislega skemmtilegt kvöld í kvöld, sem ég mun segja ykkur betur fra í fyrramálið, þegar mér gefst næði til að vera með ykkur smástund. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.6.2007 kl. 23:18

12 Smámynd: Ester Júlía

Ekki klikkar þú á frábærum myndum!  Man ekki hvernig skötuselur er á bragðið, minnir samt að ég sé ekkert voðalega hrifin af honum .  Jeddúddamía hvað barnið er æðislegt!   Hann er soddann svakadúlla að mig langar að kreista hann og knúsa!!   

Ester Júlía, 11.6.2007 kl. 08:44

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ester Júlía mín.  Hann er algjör rúsína drengurinn, og svo er hann vel gefinn líka og skynsamur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2007 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband