28.5.2007 | 00:01
Tvílogia
Jamm hér var gott að sitja með pabba gamla og njóta þess að borða og spjalla.
Hann er flottur hann pabbi minn.
Verð að sýna ykkur eldþyrnirunnan í sínum fallegasta skrúða.
Á sama tíma og við vorum að njóta matar og friðsæls spjalls, var kötturinn í áköfum veiðihug. Hann endasentist um allan garðskálann ásamt músinni sem áður var inni í húsinu. Hann kom hvað eftir annað með hana í kjaftinum, greip hana á skottinu og sleppti henni svo aftur til að leika sér meira. Þetta var einhvernveginn svona absúrt, meðan við vorum að slaka á, þá var hörð barátta um líf og dauða bara kring um okkur. Ég vona svo innilega að hún hafi sloppið úr klónum á Brandi karlinum.
En hér er smá sýnisborn af þessum hildarleik.
Jamm dæmigerður leikur kattarins að músinni. Setur einhvernveginn dálítið mannlegt samfélag í samhengi eller hur ?
Ef þið spáið í það, þá getum við sagt að við þ.e. almenningur séum músin, og stjórnvöld séu kötturinn. Hvaða sjens höfum við ?
Og ég segi bara góða nótt elskuleg.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 2022880
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
úfff vona að hún hafi sloppið músargreyið... en annars innlitskvitt á sólríkum mánudagsmorgni í Langtíburtistan
Saumakonan, 28.5.2007 kl. 08:59
Flottur pabbinn. Var mús í húsinu??? Úff ég dey.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2007 kl. 09:16
Gott að fá kveðjur frá Langburtistan
Já Jenný mín hún kom í heimsókn í gærdag. Hefur ekki vitað af Brandi. En hann er búin að hafa líka þennan litla áhuga á henni síðan. Jamm ég vona að hún hafi sloppið. 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2007 kl. 09:42
frábært blóm !!!! þú ert örugglega í samvinnu við blómálfa, ekki satt
blessuð músin
Ljós til þín mín kæra
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.5.2007 kl. 13:18
Jú Steinunn mín það er mikið af þeim hérna. Ég hef komist í samband við þá og reyndar aðrar jarðarverur. Það var fyndið þegar þeir nefndu nafnið mitt, þá var eins og bjölluhljómur í rödd þeirra. Svona klingjandi Ásthildur Ásthildur við elskum þig. Það var undursamlegt. Hitti þar líka gamlar jarðarverur, sem eru bitrar og deyjandi af því að við erum hætt að trúa á þær. Við megum ekki láta þær deyja. Við verðum að hugsa til jarðarinnar og allra þeirra vera sem á henni eru. Ekki bara til þeirra sem við getum séð og þreifað á. Það er svo margt annað til. Og sumar verurnar þurfa mannlega hugsun til að vera til. Ég veit ekki af hverju. En svona er þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2007 kl. 16:28
Ég vona líka að músin hafi sloppið! Það er svo gaman að sjá myndirnar þínar hér á blogginu og gróandann í kringum þig bæði í mannfólki og öðrum jarðargróðri. Takk fyrir að deila þessu. Kær kveðja,
Ingibjörg G. Guðm.
IGG , 29.5.2007 kl. 12:16
Takk fyrir það Ingibjörg mín. Ég hef dálítið gaman af þessum myndatökum. Myndir segja meira en þúsund orð að því að sagt er. Og mig langar að gefa fólki hér svolitla innsýn í dásemdir Ísafjarðar. Og auðvitað kemur þá til allt sem er nálægt mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2007 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.