16.1.2017 | 01:50
Skoðunarferð um nágrennið.
Við fórum ekki á ströndina í gær, í staðin fórum við Kristín og Elli í fótaaðgerðir og nú svífum við um og komum ekki við jörðina af vellíðan.
Í morgun ákváðum við að borða morgunmatinn úti. Og fara í smá bíltúr á eftir.
Smá eðla í garðinum,
Í verslunarmiðstöðinni sem við fórum í í gær í fótasnyrtinguna voru þessi dýr reiðubúin fyrir litlar fætur.
Og ekki vantað áhuga krílanna.
Patóið hennar Kristínar er afskaplega rómantískt á kvöldin.
Og notalegt að sitja.
Af því að það var laugardagskvöld var tilvalið að fara og kaupa sér ís.
Meira að segja ís með dýfu.
En sem sagt í morgunmat í morgun, hér eru margir svona, ég átti einn og Elli átti líka einn þegar við kyntumst. Minn var grá er hans var svartur.
Þeir sjást ekki lengur á Íslandi, en hér er mikið af þeim.
Hjörturinn er tákndýr fyrir Mazátlan.
Veitingahúsið er niður við ströndina.
Heimamönnum var reyndar svolítið kalt af því að það var vindur, en dásamlega fallegur dagur samt sem áður.
Lifandi músik var á staðnum og þau voru hreint ágæt.
Hér var geinilega skírnarveisla í gangi.
Ég fékk mér scrambled eggs og ham.
Músikin dunaði og gestirnir fóru að dansa.
Lífsglatt fólk á góðum degi.
Litli prinsinn lætur sér samt lítt um þetta umstang allt varða, en kúrir hjá mömmu.
Meðan þökin í Evrópu eru búin til úr grófu grasi, eru hér notuð Pálmatré.
Stubburinn og mamma hans <3
Engir ferkantaðir persónulausir kassar hér takk.
Hvert hús er karakter.
Á páskum er allt troðfullt hér af túristum svo ekki verður þverfótað hvorki í borginni eða ströndinni.
Hér erum við að nálgast höfnina, þessir nýtísku ljósastaurar eru með ledlýsingum og sólarsellum.
Svífur minn hugur að klettóttri störnd og hér má sjá hvernig hlaðið er upp fyrir innsiglinguna.
Hér stökka menn niður í sjóinn. Í alvöru.
Jaime og Kristín að horfa yfir.
Æðislega flottur staður.
Í háa hólmanum þarna úti er hæsti náttúrulegi viti í heimi segir Kristín.
Vel gengið frá öllu.
Fallegt útsýni.
Hér er mikið um pelikana, og töluvert að örnum, sem svífa tignarlega yfir.
Við erum komin niður á höfn. Þettahvíta skip er ferja sem flytur fólk yfir til Kaliforníu.
Hér er Guadalupe María Mey, hún er hér til að verja bæinn. Hér er mikið hvirfilvindasvæði en eftir að þessi stytta var reist fyrir um það bidl 20 árum hefur aldrei komið neitt fyrir, Hvirflarnir fara allir framhjá.
Hvort sem fólk trúir því eða ekki, þá er þetta samt svona.
Þessi pelikani er örugglega bara að fylgjast vel með öllu.
Þetta eru fiskibátarnir, en hér eru líka stærri skip og togarar, Mazatlán er mikil útgerðarborg. Hér er mikið um ferskan fisk og skelfisk eins og rækju og humar.
Settumst niður og fengum okkur bjór og rauðvín.
Hér erum við öll.
Hér má svo skoða hvað er í boði.
Frá þessum kletti stinga ungir menn sér niður í sjóinn, þeir safna áheitum og stökkva svo, ef þeir stökkva í myrkri eru þeir með blys í hendinni.
Held að það þurfi töluvert áræði til að stökkva, þessi stökk ekki, en hér er hann að biðjast fyrir held ég.
En þessi fer.
Vá, hinn skugginn er fugl.
Ótrúlegt.
Eins gott að hann lendi ekki á klettunum.
Ekki lentur enn.
Þá er að sjá hvort hann nær því.
Vá, rétt ólentur.
Þá er að sjá hvort hann kemur upp.
Já þarna er hann heill á húfi.
Þetta var æsilegt.
En nú sit ég hér á Patíóinu hennar Kristínar og það er búið að leggja á borð, því að þer veisla framundan, og allt svo yndælt. En eigið góða nótt og góðan dag á morgun.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.