Þjóðarkakan.

Það er stundum kallað að "skipta þjóðarkökunni" Þessi þjóðarkaka er lagskipt, hún er lagkaka. 

images

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Neðsta lagið í þjóðarkökunni er almenningur.  Það fólk sem stendur undir velferðarkerfinu.  Vinnandi fólk, einyrkjar og bændur og við öll hin.

Næsta lag eru öryrkjar og eldri borgarar sem samfélagið þarf að  hlú að mörgum hverjum.  neðsta laginu finnst sjálfsagt og eðlilegt að hafa slíkt velferðarkerfi og gera það með ánægju.  

Lagið þar fyrir ofan eru ríkafólkið og stóreigendur fyrirtækja, þetta er fólkið sem í raun og veru stjórnar því hvaða lagasetningar ná fram að ganga, og það er oftast eitthvað sem kemur þeim sjálfum best. Þeir "Styrkja" gjarnan íþróttafélög og góðgerðarsamtök til að bæta ímyndina. En ráðríki Þeirra veldur því að þriðja lagið fer aðeins að leka niður og hamla hinum tveimur neðstu lögunum og gera þeim erfiðara fyrir. 

 

hraegammur-3-688x451

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Efst tróna svo þeir sem hafa valist til að stjórna og ráða landinu.  Það hefur nú komið í ljós að þeir lúta ekki sömu lögmálum og þeir sem neðst standa.  Þetta efsta lag skilur ekki hvað er að gerjast í neðri lögum kökunnar.  Þeir skilja ekkert í því að það ríki gremja, vonleysi og jafnvel bylting.  Þessi tvö neðstu lög eru hvort sem er bara þar til að standa undir kökunni, tryggja að efsta lagið geti haft það gott og séð vítt yfir.  Það er rætt um málin og enginn ber neina ábyrgð á neinu.  Aldrei neitt gefið upp fyrr en í fulla hnefana og þá er ekkert þeim að kenna bara hinum.  

Þar með lekur efsta lagið niður yfir alla kökuna og kæfir hana, nema ef neðstu tvö lögin taki sit til og hristi afæturnar af sér. 

Það er nefnilega hægt, en til þess þarf samtakamátt og baráttuvilja.  Ef jafnræði og jafnrétti á að verða að einhverju þurfa allir að standa saman um að breyta kökunni.  Það er búið að margreyna að skipta henni, en það er svo að þeir sem mest eiga fá alltaf stærsta hlutann, og hinir lítið sem ekki neitt.  

images (1)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sumir meira að segja eru alltaf tilbúnir til að verja allt sem frá efsta laginu kemur og skilja ekki stöðu sína.  Skilja ekki að þeir eru bara eitt korn í neðsta laginu, en vonast ef til vill eftir brauðmola af borðinu. 

 

Ísland er lítið land, en ríkt af náttúruauðlindum og tækifærum.  En kökunni er vitlaust skipt, við verðum að krefjast þess að hún sé hlutuð sundur og skipt upp á nýtt, þar sem allir fá að sitja við sama borð.  

 

Sigmundur og kakan, Baldur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég held að við yrðum öll hamingjusamari og þyrftum ekki svona mikið af gleðipillum ef við myndum skipta þessu öllu af skynsemi og kærleika.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur mín. Lagkaka er réttnefni.

Kökuhnífurinn er í höndum forseta Hæstaréttar Íslands. Og uppskrifta-lagaprófessor Háskóla Íslands samþykkir lögin sem dómararnir semja og skrifa, og það er brot á stjórnarskrá og öllum siðferðismælikvörðum.

Forseti Hæstaréttar Íslands er Markús Sigurbjörnsson.

Yfirlagaprófessor Háskóla Íslands er Björg Thorarensen.

Þau eru hjón.

Vanhæf í sínum störfum? Svari hver fyrir sig.

Í tilefni umræðunnar um siðferðislegt vanhæfi og ólöglegheit þessa dagana, er rétt að benda á þessa alvarlegustu meinsemd og rót vandans í gjörspilltu valdakerfinu. Það þýðir ekkert að skammast út í þá sem ekki hafa vald, þrátt fyrir að þeir hafi verið kosnir til alþingis og eigi að hafa löggjafavaldið. Kúgun dómsstóla!

Með kærleika, raunverulegum vilja og samtakamætti er hægt að ræða þessi mál. Það er að segja ef valdafólk innan fjölmiðlanna vilja leyfa fólki að tjá sig, án pólitískra árása og útúrsnúninga á öllu sem ekki hentar mafíunni í dómarasætinu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.4.2016 kl. 23:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna Sigríður þú segir nokkuð.  Þetta er með ólíkindum.  Bullandi vanhæfni að mínu mati, nema þau séu vaxin upp úr koddahjali.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2016 kl. 00:05

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Það er heiðarlega og lýðræðislega kjörið alþingi sem á að sjá um lagasetningar, en ekki Hæstaréttardómarar Íslands og lagaprófessor Háskóla Íslands. Hvítflibbadómstóll mafíunnar!

Þetta skýrir hvers vegna lögleysi, fjölmiðlaspilling og stjórnsýsluspilling er svo hakkandi galin sem raun ber vitni. Banka/lífeyris/embættis-spillingin er varin af þessu ólöglega dómskerfi. Nú reynir á kjark fjölmiðlafólks, að láta ekki stjórnast af þessari spillingu. Kannski hægara sagt en gert?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.4.2016 kl. 01:33

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér sýnist nú aðallega að "hagsmunaaðilar" svo sem eins og stórútgerðarmenn, bankamenn og aðrir stórir í atvinnulífinu hafi puttana í lagasetningum alþingis til að passa upp á sitt og hafa það á þurru. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2016 kl. 10:55

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Þeir "hagsmunaaðilar" komast upp með allt mögulegt, þegar Hæstiréttur virkar ekki fyrir alla jafnt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.4.2016 kl. 22:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er mikið til í því Anna mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2016 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband