17.3.2016 | 09:12
Rangfærslur haha my ass.
Herdís sagði almenna reglu þá að þeir fjármunir sem bundnir eru í hlutafélögum og nýtast ekki í rekstri þeirra séu greiddir til hluthafa.
Hún sagði að þegar núverandi stjórn tók við í nóvember síðastliðnum lá fyrir markmið um áhættuvilja félagsins. Sú stefna tryggir sterka stöðu félagsins til að mæta vátryggingarskuld sinni og hagkvæmni í rekstri. Miðað við þessa stefnu sem engin athugasemd hafði verið gerð við var arðgreiðslugeta félagsins töluverð. Stjórn ákvað þó að ganga skemur en rúmaðist innan stefnunnar og leggja til við aðalfund arðgreiðslu upp á fimm milljarða.Hvar er raunveruleikinn fyrir þessu fólki?
Þegar iðgjöldin eru hreinlega að sliga almenning, þá þarf ekkert að vera tala svona.
Þegar nú verandi stjórn tók við, lá fyrir markmið um áhættuvilja félagsins til að mæta vátryggingaskuld sinni og hagkvæmni í rekstri. Þetta þýðir bara á mínu málið; látið helvítin borga sem mest, og reynum eins og hægt er að komast undan að borga tjón sem fólk verður fyrir, þið vitið smáa letrið.
Og þegar þið þurfið að fara að TAKA LÁN til að greiða sjálfum ykkur og öðrum út arð, þá er eitthvað mikið að.
Það er nefnilega komin tími til að almenningur láti ekki endalaust tala kring um hlutina með fagurgala.
Ég ætla mér því að skoða stöðu mína í þessu tryggingarfélagi, og er alveg til í að segja upp samningum mínum við vís um leið og ég finn tryggingafélag sem hugsar um viðskiptiavini sína fyrst og fremst, en ekki gróða hluthafa og eigin háu laun.
Þetta er einfaldlega bara komið nóg af svindli og svínaríi á öllum sviðum frá sjálftökuliðum á landinu.
Svo þurfið þið ekkert að velta fyrir ykkur orðspori félagsins, það er farið ofan í sorptunnuna og á ekki afturkvæmt þaðan.
Rangfærslur stýrðu umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér, þegar tryggingafélag þarf að taka lán til þess að greiða arðinn, þá er ljóst að tryggingatakar framtíðarinnar þurfa að standa undir lántökunni því varla er ætlast til þess að hluthafar geri það. Eða hvað?
Kolbrún Hilmars, 17.3.2016 kl. 12:40
Einmitt Kolbrún það er nú einu sinni málið, kúnninn borgar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2016 kl. 12:56
Þegar arðgreiðslurnar eru MEIRI en hagnaðurinn þá er bara verið að ganga á eigið fé fyrirtækisins. Í mínum huga er það ekki arðgreiðsla.
Jóhann Elíasson, 17.3.2016 kl. 17:49
Að vísu er eigið fé ekkert annað en uppsafnaður hagnaður, jafnvel til margra ára. En þetta eigið fé er ýmist bundið í fasteignum og lausafjármunum. Mig minnir að heimilt sé að greiða arð (hverju sinni) um 90% af eigin fé, en ef lausafé er ekki til þá þarf annað hvort að selja eignir eða taka lán. Í þessu tilviki þarf að taka lán, um það snýst gagnrýnin.
Kolbrún Hilmars, 17.3.2016 kl. 18:29
Þó svo að eigið fé sé uppsafnaður hagnaður fyrri ára, þá getu útborgun á honum ekki gefið rétta mynd af ávöxtun þess fjár sem þú hefur lagt í fyrirtækið þetta árið. Segjum að þú kaupir í fyrirtæki í fyrra, stjórnin ákveður að borga eigi út arð sem er meiri en sem nemur hagnaði þessa árs. Þá eru þeir sem eru þeir sem voru eigendur fyrirtækisins áður en þú gerðist eigandi að greiða hluta af þínum arði.
Jóhann Elíasson, 19.3.2016 kl. 14:42
Það þarf að setja bæði þak og takmörk á þessar arðgreiðslur. Áttu sennilega að vera hvatning til að gera betur, en er nú mestmegnis orðið til að láta almenning borga meira fyrir þjónustuna til græða meira. Þannig er tilgangurinn brostinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2016 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.