14.1.2016 | 17:08
Ómar Ragnarsson eða Gísli á Uppsölum.
Ein vinkona mín hringdi í mig áðan. Hún sagðist ekki sátt. Hún er nýkomin af sjúkrahúsi þar sem hægt var að kaupa og senda samúðarkort með mynd af engli, og í kortinu stóð:
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
Sagði hún að þetta ljóð væri sagt eftir Ómar Ragnarsson, sagði hún það alrangt, því ljóðið væri eftir Gísla á Uppsölum.
Ég gat ekki sent kortið, sagði hún því þetta er ekki rétt með farið.
Ég lofaði henni að skoða málið.
Við leit rakst ég á tvær bloggfærslur, aðra frá Ómari Ragnarssyni og hina frá vini mínum Sigmari Þór Sveinbjörnssyni, vestmanneyjing. Þar kemur fram að ljóðið er eftir Gísla á Uppsölum, en Ómar hefur bætt við fleiri erindum.
Eins og sést hér að neðan.
http://nafar.blog.is/blog/nafar/entry/1217850/
Bæn
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
Hér er svo blogg Ómars.
Gísli frá Uppsölum http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/753962/
BÆN EINSTÆÐINGSINS.
Jólin færa frið til manns, - /
fegurð næra hjarta. /
Ljósið kæra lausnarans /
ljómar, skæra, bjarta. /
Frelsun manna fædd nú er. /
Fögnuð sannan boðar mér. /
Ljúfi Drottinn, lýstu mér /
svo lífsins veg ég finni. /
Láttu ætíð ljós frá þér /
ljóma í sálu minni. /
Þegar raunir þjaka mig, - /
þróttur andans dvínar. /
Þegar ég á aðeins þig /
einn með sorgir mínar /
gef mér kærleik, gef mér trú, - /
gef mér skilning hér og nú. /
Ó, minn Guð, mig auman styð, -
ögn í lífsins straumi. /
Kenndu mér að finna frið /
fjarri heimsins glaumi. /
Margur einn með sjálfum sér, - /
sálar fleinn því veldur, - /
eins og steinn sitt ólán ber, - /
ekki neinn þess geldur. /
Nístir kvöl í næmri sál. /
Nætur dvöl er hjartabál. /
Leikinn grátt sinn harmleik heyr. /
Hlær ei dátt með neinum. /
Særður þrátt um síðir deyr. /
Segir fátt af einum. /
Góðar stundir og gleðileg jól !
Ég er sammála vinkonu minni, það er ekki gott að ljóð Gísla eða bæn, sé sett inn í ljóð Ómars og honum kenndur höfundarréttur. Best hefði verið fyrst hann fann sig knúin til að yrkja fleiri erindi við ljóðið að hafa Gísla ljóð fyrst. Vonandi getur Ómar útskýrt þetta betur.
Annars verð ég að segja að mér finnst það orka frekar tvímælis að taka ljóð látins manns og setja það inn í eigin ljóð, og hefur ef til vill sært fleiri en þessa ágætu og glöggskyggnu vinkonu mína.
Í bloggi Sigmars kemur fram að myndina tók Árni Johnsen.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru staðreyndirnar:
Gisli lést 1986. Í fórum hans fundust ýmis ljóðmæli og voru þau gefin út árið eftir í lítilli bók ásamt hugleiðingum undir heitinu Eintal.
Lið nú ellefu ár að ekkert af þessum ljóðmælum vakti almenna athygli né hlaut útbreiðslu.
1998 gerði ég sjónvarpsþáttinn Flökkusál sem fjallaði um Eyvind, Höllu og aðra útlaga og aðra einstæðinga í gegnum aldirnar.
Meðal ljóðmælanna í bókinni Eintali voru tvær fallegar stökur sem mér fannst verðskulda að gert yrði sérstakt lag við úr . Þær hljóða svona:
Jólin færa frið til manns.
Fegurð næra hjarta.
Ljósið kæra lausnarans
ljómar, skæra, bjarta.
Ljúfi Drottinn, lýstu mér
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá mér
ljóma, skæra, bjarta.
Ég gerði lag sem var aðeins lengra en stökurnar með tveggja ljóðlína millikafla, sem augljóst er að lyftir laginu.
Lagið varð að þemalagi í þættinum varðandi einbúana og útlaganna, sem birtist á nokkrum stöðum í þættinum, alls 34 ljóðlinur þar sem 8 voru eftir Gísla og 26 eftir mig.
Liðu nú sex ár,og árið 2004 gaf RUV út myndbandsapólu með myndskreyttum lögum úr sjónvarpsþáttum mínum.
Lagið úr Flökkusál var skeytt saman undir heitinu "Jól útlaganna".
Einhverra hluta vegna fór lagið á flakk og var byrjað að syngja það.
Í framhaldi af því varð að ráði, þegar Gunnar Gunnar Gunnarsson organisti útsetti lagið fyrir kór, að erindi Höllu yrði ekki með heldur einungis það sem tengdist Gísla og öðrum einstæðingum.
Allan þennan tíma og æ síðan hefur þess verið verið getið af minni hálfu og þeirra, sem hafa nýtt sér þetta lag mitt og texta okkar Gísla, hverjir höfundar lags og texta eru og nöfn okkar beggja nefnd.
Ekki þarf annað en að fletta upp bókinni Eintali til að sjá hvað Gisli samdi af textanum, hinar gullfallegu tvær stökur.
Allir þeir plattar og fleira sem gert hefur verið með þessum kveðskap hefur verið gert án nokkurs samráðs við mig né tillits til höfundarréttar míns að þeim texta sem er eftir mig, hans í mörgum tilfellum ekki getið.
Þess má geta að ég er fyrst núna að sjá stöku Gísla, "Ó minn Guð mig auman styð...fjarri heimsins glaumi", inni í þessum texta.
Ómar Ragnarsson, 14.1.2016 kl. 19:05
Takk fyrir þessar upplýsingar Ómar. Einhvernveginn finnst mér að það þurfi að laga þetta með tilvitnuna í ljóð Gísla, þar sem þú ert settur höfundur að. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þú segir hér sannleikann. Þarna er um að ræða einhverja handvömm fólks sem ekki þekkir nógu vel til.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2016 kl. 20:04
Sæl Ásthildur.
Það er svo sannarlega komið í ljós að
hér hefur þú unnið gott verk og þarft.
Mér finnst þó, uppá síðari tíma að gera,
að þetta verði að koma enn gleggra fram
svo enginn misskilningur verði um hvor á hvað.
Ég tek undir orð þín til Ómars svo saznnarlega en vil
gjarna, óska þess og bið að hann staðfesti hvort
ekki sé rétt að titill og ljóð sem hér fer á eftir
er eftir Gísla frá Uppsölum og engan annan.
(ég spyr því nokkrar minningargreinar hafa birst
og nafn Gísla frá Uppsölum fylgir undantekningarlaust
með og hann sagður höfundur.
Er þetta þá rétt svona, Ómar, titill og kvæði
eftir Gísla frá Uppsölum:
Bæn
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
Er titill kvæðis, Ómar, sem og ljóð
eftir Gísla frá Uppsölum?
(um annað spyr ég ekki nema þetta)
Húsari. (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 00:03
Taakk fyrir þitt innlegg í umræðuna Húsari. Rétt skal nefnilega vera rétt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2016 kl. 00:29
Eg var hér að ofan að lýsa því, húsari góður, hvað er eftir hvorn, en í þessari gerð, sem þú sýnir, er merkt með stafnu Ó það sem er eftir mig´og með stafnum G það sem er eftir Gísla.
Ó:
Þegar raunir þjaka mig,
þróttur andans dvínar.
Þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,-
Gef mér skilning hér og nú.
G:
Ljúfi Drottinn, lýstu mér
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá mér
ljóma í sálu minni.
gef mér skilning hér og nú.
Alls staðar þar sem lagið Bæn/Jólabæn eistæðingsins hefur verið sungið við athafnir eða flutt á hljómleikum og diskum ,hefur annars vegar beggja höfunda textans verið getið og hins vegar höfundar lagsins.
Í þau skipti, sem kort, plattar eða veggspjöld hafa verið gerð með þessum hluta textans, sem spurt er um hér að ofan, hefur aldrei verið haft samband við mig áður en farið var af stað, heldur langoftast verið ritað að textinn væri allur eftir Gísla.
Af bloggpistlinum hér að ofan er að sjá að einhver eða einhverjir hafi sett bara mitt nafn sem höfundar án þess að hafa, frekar en aðrir, haft samband við mig.
Korta- platta og veggspjaldagerðin hófst ekki fyrr en 20 árum eftir að stökurnar hans Gísla voru gefnar út í bókinni Eintali.
Þá allt í einu fór þessi bylgja af stað án þess nokkur hefði samband við mig og erfitt er að átta sig á því, hvers vegna hún fór af stað þá en ekki miklu fyrr úr því að stökurnar höfðu verið fyrirliggjandi opinberlega allan þennan tíma.
Ómar Ragnarsson, 15.1.2016 kl. 01:12
Afsakið að línan í blálokin á eftir lokalinu Gísla, - "gef mér skilning hér og nú" á ekki að vera endurtekin þar.
Svo er að sjá að við þær jarðarfarir þar sem ofangreindar ljóðlínur hafa verið birtar í skrá, hafi verið prentað að Gísli væri einn höfundur textans án þess að sannreyna það.
Ómar Ragnarsson, 15.1.2016 kl. 01:24
Sæl Ásthildur.
Vil fá að nota tækifærið hér til að
þakka Ómari fyrir skýr og greið svör.
Ljóst er að það efni sem ég spurði um mun
fá að lifa dágóða stund og því held ég að
komandi kynslóðir geti fagnað því hvað
varðar fyrrnefnt efni að þar er allt á hreinu um
höfunda þess.
Kærar þakkir, Ásthildur og Ómar.
Húsari. (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 02:31
Já Ómar á heiður skilinn fyrir góð svör. Og vissulega eru öll erindin falleg. Gott að þetta hefur komið fram.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2016 kl. 10:29
En undirstaða als þessa er einstæðingurinn Gísli á Uppsölum, höfum það hugfast svo brengl verði ekki við nútíma tækkni.
Hrólfur Þ Hraundal, 15.1.2016 kl. 11:25
Svo sannarlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2016 kl. 11:40
Tek undir það. Þess vegna fór ég í það eftir að stökurnar hans tvær höfðu legið í láginni í ellefu ár að gera lag sem þær rúmuðust í, önnur í miðjunni og hin sem rökrétt lokaerindi.
Ómar Ragnarsson, 16.1.2016 kl. 02:07
Þess má geta að sumt af plöttunum, kortunum og spjöldunum er orðið að söluvöru án þess að höfundarréttur sé virtur eða haft samband út af honum.
Ómar Ragnarsson, 16.1.2016 kl. 02:13
Ég geri mér grein fyrir því að það er erfitt að vinna úr svona eftir á. En þetta er þá allavega komið í ljós og búið að ræða og það er gott.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2016 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.