10.12.2015 | 15:32
Til að eiga rétt á!
Það má líka líta öðruvísi á þessi mál Kristín mín. Fólk sem hingað kemur og er komið í vinnu og börn í skóla eru ekki dragbítur á þjóðina, þau geta aftur á móti orðið góðir máttarstólpar. Þessi hroki að kasta öllum burtu samkvæmt STRÖNGUSTU REGLUM, er andstyggilegur svo ekki sé meira sagt. Þið hljótið að finna verulega fyrir því.
Ég allavega skammast mín fyrir stjórnvöld í þessum málum. Hroki segi ég, því þið virðist halda að allt hér sé svo yfirþyrmandi gott að fólk sem hingað leitar sé á allan hátt þurfalingar sem þarf að losna við ef mögulega er hægt. Þessi hugsun er bara ekki í lagi. Og senda þessa einstaklinga heim svona rétt fyrir jólin, sýnir svo ekki verður um villst hjartalag þess fólk sem um þessi mál fjalla.
Vona að þið eigið góð og hamingjusöm jól með fullt hús matar og heimboðum fjölskyldna ykkar, það skyldi þó ekki naga þó ekki væri bara pínulítið að vita af þessu fólki enn og aftur á vergangi. Mín jólakveðja til ykkar er Skammist þið ykkar, og þá er innanríkisráðherran þar með talinn og raunar öll ríkisstjórnin. Það vantar ekki tækifærið til að gera val, það vantar hjartagæskuna, hún hefur týnst í allri velgengi þeirra sem ráða.
Fólkið þarf að vera í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já og þessar 500 íslensku fjölskyldur sem bíða eftir að börnin þeirra komist í aðgerð á Landsspítalnum og fyrirséð er að þurfi að bíða í ár eða meira mega bara éta það sem úti frýs svo að við getum verið góð við þá sem sjá sér leik á borði til að fá ódýra (lesist ókeypis) lækningsþjónustu hér á landi!!!!!
Ég meina er ekki fólk aðeins að missa sig í þessu. Þessir aðilar eru ekki pólitískir flóttamenn heldur fólk sem kemur hingað undir fölsku flaggi til að við þurfum að borga undir þá brúsan. Notum þá peninga sem við setjum í flóttamannahjálp til að hjálpa þeim sem eru raunverulegir flóttamenn og koma frá stríðshrjáðum löndum.
Að lokum svo það sé skýrt þá vona ég að drengurinn fái bót sinna meina og að foreldrarnir hætti að eyða fjármunum sínum í ferðalög vítt og breytt um heiminn undir því formerki að barnið þurfi á lækningshjálp að halda, hjálp sem er í boði í heimalandi þeirra.
Siggi (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 16:29
Þetta með að læknishjálp sé í boði, er svolítið þokukennd, hún virðist ekki hafa verið í boði, vegna þess að þau reyndu að fara annað. Og Útlendingastofnun má ekki sjálf hafa samband við viðkomandi ríki, svo þau vita ekki neitt frekar en við. Ég minni á að Kári Stefánsson sagði að það hefði hreinlega verið árás á læknaeiðinn að vísa langveiku barni burt af landinu. Málið er ekki flóttafólk eða hælisleitendur heldur naum ríkisstjórn sem heldur landspitalanum í heljargreipum fjámagnsleysis, meða þau hygla sjálfum sér ótæpilega með krumlurnar í nammi skálinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2015 kl. 17:44
Sæl Ásthildur,
Sammála. Mér finnst þarna vera um velferð barns að ræða, en kannski erum við orðin svo vön að sjá barnslík reka upp á strendur Mðjarðarhafsins að fólk tekur ekki orðið eftir þessu. Mér finnst ansi mikill kuldaboli kominn í íslendinga:(
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 10.12.2015 kl. 18:50
Svo sannarlega Arnór, og reyna svo að telja okkur trú um að þau hafi sjálf vilja fara. Svei þessu fólki enn og aftur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2015 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.