Íþróttamaður fatlaður eða ófatlaður, hvað er málið? Erum við ekki öll jöfn?

Ég hef verið að hugsa undanfarið um málefni fatlaðra og ófatlaðra í íþróttum. Um daginn var uppi fótur og fit þegar ung sundkona setti heimsmet, á stórmóti.  Það var fjallað um hana allstaðar og gott er íþróttafrömuðir tóku á móti henni á Keflavíkurflugvelli.  Nú er ég ekki að hnýta í þessa umfjöllun og óska henni innilega til hamingju með árangurinn.

 

http://www.pressan.is/Ithrottir/lesaithrottafrett/eyglo-skrifadi-nyjan-kafla-i-ithrottasoguna---fyrst-islenskra-kvenna-a-verdlaunapall-a-stormoti-?pressandate=20130731

"Eygló skrifaði nýjan kafla í íþróttasöguna - fyrst íslenskra kvenna á verðlaunapall á stórmóti Eygló Ósk Gústafsdóttir skrifaði nýjan kafla í íþróttasögu Íslands í gær á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug. Eygló kom þriðja í mark í 100 metra baksundi á nýju Íslandsmeti, 57,42 sek., og er hún fyrsta íslenska sundkonan sem nær á verðlaunapall á stórmóti hjá ófötluðum í sundi. Eygló var með sjöunda besta tímann inn í úrslitin og hún var þriðji yngsti keppandinn í úrslitasundinu".

ImageHandler

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Auðvitað er þetta allt saman gott og gilt, nema að segja að hún hafi skrifað nýjan kafla, enda var tekið fram að hún væri sú fyrsta sem fengi slík verðlaun hjá "ófötluðum"

Það vill nefnilega svo til að önnur sundkona átti ennþá glæstari sigra á Evrópumóti.

Hér má lesa í BB. "Ísfirska sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir er nú á heimleið eftir frækilega frammistöðu á opna Evrópska meistaramótinu fyrir fólk með Down Syndrome.

Kristín hélt stórkostlegri sigurgöngu sinni áfram á síðasta degi mótsins í gær er hún keppti í 25m. flugsundi og 50m. skriðsundi.

Í undanrásum synti hún 25m. flugsund, þar sem hún fór með besta tímann inn í úrslit og landaði enn einu Evrópumetinu. Hún var ekki hætt, því í seinna sundinu sem var 50 m. skriðsund setti hún einnig Evrópumet og var með besta tímann inn í úrslitin. Eftir þessa atrennu var pínu þreyta var farin að segja til sín hjá Kristínu, enda búin að synda heilan helling dagana á undan og að auki komin með kvef.

En eftir hádegismat og hvíld lá leiðin aftur niður í sundlaug fyrir síðustu sund mótsins. Fyrsta sund í úrslitum var 25m. flugsund og kom Kristín, sá og sigraði og setti í greininni bæði nýtt Evrópu- og heimsmet.

Síðasta sundið hjá Kristínu var svo 50m skriðsund þar sem hún náði að halda fyrsta sætinu eftir æsi spennandi keppni og bætti eigið Evrópumet síðan um morguninn. Óhætt er að segja að Kristín, sem hampar titlinum íþróttamaður Ísafjarðarbæjar, sé einn fremsti íþróttamaður sem Ísland á í dag. Á Evrópumótinu hefur Kristín fengið 5 gull, 1 silfur og 1 brons og hún hefur hvorki meira né minna en sett 10 Evrópumet og 2 heimsmet".

 

KristinHeimsmeistari

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi fallega, yndæla og duglega stelpa er alveg þess virði að fjallað sé um afrek hennar, hún er vel að því komin. 

Mig svíður bara alveg rosalega þessi mismunun sem gerð er á milli tveggja aðila sem hafa svo sannarlega komið Íslandi á sundkortið. 

Íþróttafólk í guðanna bænum reynið að bæta úr þessu virðingarleysi sem þið svo sannarlega sýnið Kristínu.  'Eg tek nefnilega undir orðin í BB: 

 

 "Óhætt er að segja að Kristín, sem hampar titlinum íþróttamaður Ísafjarðarbæjar, sé einn fremsti íþróttamaður sem Ísland á í dag. Á Evrópumótinu hefur Kristín fengið 5 gull, 1 silfur og 1 brons og hún hefur hvorki meira né minna en sett 10 Evrópumet og 2 heimsmet".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hversu mikið afrek væri það ef þú settir heimsmet á morgun í 50 metra bringusundi aldraðra Ísfirðinga á moggablogginu? Það væri ferlega krúttlegt og þú obboslega duglegur bloggari, en væri það merkilegt afrek? Heldur þú að Kristín stundi lyftingar og þrekæfingar ásamt því að synda 15 km á dag eins og ófatlaðir sundmenn? Nei, hún stundar þrekæfingar og syndir 4 km á viku. Munurinn á vinnunni sem liggur að baki afrekunum er stjarnfræðilegur.

Ufsi (IP-tala skráð) 8.12.2015 kl. 18:05

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ættir að læra kurteisi Ufsi, ef þú getur aldrei komið hér inn án þess að sýna dónaskap.  Þetta sem þú ert að tala um er líka alveg út úr korti.  Sigur er sigur hver sem í hlut á og við hverja er keppt.  Þú veist reyndar ekkert um hversu  mikið Kirstín æfir.  En það er allmikið, og hún æfir í laug sem er á engan hátt sambærileg við keppnislaugar sem hún keppir í.  Hún hefði aldrei náð þessum árangri nema að stunda miklar æfingar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2015 kl. 20:17

3 identicon

Hvað hún æfir hefur komið fram í umfjöllun um hana. Og árangur þessarar 21 árs stúlku sem ekki býr við líkamlega fötlun er ekki betri en svo að hún kæmist ekki á verðlaunapall í heimsmetsgreinum sínum ef hún keppti hér við ófatlaða undir 10 ára. 10 ára krakkar eru að æfa 5 sinnum í viku en Kristín tekur tvær æfingar. Að vilja leggja að jöfnu árangur fólks sem æfir og stundar sund af ástríðu og fólks sem stundar eitthvað sem ekki er hægt að kalla annað en skemmtisund er virðingarleysi byggt á vorkunn og fáfræði.

Ufsi (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 19:40

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ góði besti Ufsi, farðu eitthvað annað með þína fordóma og vitleysisgang, ég er búin að fá upp í kok af þér.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2015 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2020876

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband