Grill tónleikar og fjölskyldan.

Hér kom saman hluti af fjölskyldunni í gær og grillaði.  Þessi ungi maður er töffari algjör. Þetta er hann Óðinn Freyr.

IMG_4910

IMG_4918 Börnin hafa gaman af að hittast og skemmta sér hjá ömmu í kúlu.

IMG_4921 Þar er ýmislegt brallað.

IMG_4922  Byssó til dæmis stick 'em up!

IMG_4925 fjórfætlingarnir umgangast hver annan af ákveðinni virðingu og reyndar fálæti. 

IMG_4928 Nú er tími gullregnsins.  Tími kirsuberjanna liðinn. 

IMG_4931 Nammi namm gott að komast í skápana hennar ömmu og fá sér smá snakk.  maður veit nú hvar þetta er geymt allt saman sko !

Ég átti að fara á tónleika með barnabörnum í dag, en komst ekki vegna þess að systir mín kom í heimsókn, en húsbóndinn fór og tók þessar myndir, ég á tvær af þessum elskum.

IMG_4935

IMG_4940 Þetta hefur ögugglega verið mjög gaman.  Menningin er alltaf söm við sig.  Flottar stelpur.  Og flottir krakkar að gera eitthvað alveg frábært.

IMG_4942 Og litla Lady Cesil auðvitað mætt á tónleika.  Ég held að hún njóti þeirra betur með lokuð augun Heart

IMG_4946 Það má ekki slíta upp blómin hennar ömmu.  Og kasta þeim í tjörnina.  En það er bara svo spennandi. 

IMG_4924 Svo skýjamyndir þessar tvær frá því í gær.

IMG_4927

IMG_4929 En þessi frá því í dag.

Jamm sonur minn kom og vildi bjóða okkur í mat.  Hann er að elda hér hjá okkur.  Allir synir mínir eru frábærir kokkar.  Og nú er nefið á mér fullt af yndælli matarlykt.  Nammi namm  þetta verður frábært.

Eigiði gleðilega rest af þessum degi og nóttina líka. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir yndislegar myndir

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2007 kl. 18:57

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fallegar myndir - fallegt fólk - falleg ský

Hrönn Sigurðardóttir, 17.5.2007 kl. 19:03

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskulegu  ég er mjög stolt af þessum litlu barnabörnum mínum,  hverju og einu þeirra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2007 kl. 19:51

4 Smámynd: Ragnheiður

Frábærar myndir. Hvað áttu annars mörg barnabörn ? Það ríkir svo mikil friður í kringum þig...ég öfunda þig stundum.

Ragnheiður , 17.5.2007 kl. 21:33

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Húsamús mín.  Þau eru núna 17 talsins.  Sum tekin inn önnur frá mér kominn, en samt öll bara barnabörnin mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2007 kl. 21:56

6 Smámynd: Ester Júlía

Vá ekkert smá flottar myndir!  Nú langar mig til Ísafjarðar.  Ég hef held ég einu sinni komið þangað þegar ég var lítil en ég man ekkert eftir því.  Svo skrýtið samt að ég hef alltaf tengst Ísafirði á eitthvern hátt í gegnum lífið. td. er maðurinn minn hálfur ísfirðingur, mamma hans er þaðan.  Við ætlum að reyna að láta verða af því að heimsækja þennan fallega stað í sumar.  

Ester Júlía, 17.5.2007 kl. 22:23

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir, hún litla Cesil að prinsessa, ekki spurning  bæ þe vei, hefur engum dottið í hug að bjóða ykkur upp í stjórnardans?? ég held þið séuð góð á gólfinu 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 00:32

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir  og þú mátt vera stolt af barnabörnunum þínum.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.5.2007 kl. 09:34

9 Smámynd: Saumakonan

Alltaf jafn gaman að skoða myndirnar þínar    Innlitskvitt á föstudagsmorgni frá syfjaðri saumakonu *geyyysssp*

Saumakonan, 18.5.2007 kl. 10:18

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ester Júlía það er yndælt að koma hingað.  Vertu bara velkomin.   Gaman að vita af því.

Ég held ekki Ásdís mín.  En við erum flottir dansarar bæði ég og Guðjón Arnar skólabróðir minn.  Og svo getum við sungið líka.  En maður veit aldrei hvað gerist

Takk Kristín Katla mín.  Ég er svo montin af þeim öllum. 

Hehee Saumakona mín.  Gott að sofa út.  Ég get sofið út á morgun og hinn. Er annars hætt að gera sofið út.   Ellin held ég

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2007 kl. 11:50

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona að það sé ekki það sem ég held allavega   En já sennilega hefur sá stutti bara verið að gá hvort blómin flytu heheh.... Takk fyrir hrósið Halla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband