Jæja þá er það orðið ljóst að stjórnin er farin frá.

Nú mun koma í ljós hvað verður næsta skref.  Ég vona bara að menn muni kosningaloforðin sín.  Og fari ekki í samstarf með Sjálfstæðisflokknum nema að tryggt verði að velferðamál verði sett á oddinn, svo og sjávarútvegsmál og skattamál.  Ég ætla allavega að krossa putta og tær.  Megi það besta koma út úr þessu öllu saman til heilla fyrir land og þjóð. 
mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef lúmskan grun um að það sé í rauninni búið að setja saman ríkisstjórn á leynifundum.  Við fáum svo að vita það eftir nokkra daga.  Það verður ríkisstjórn S-V og B.  Svei mér þá ég held að í þeirri stöðu sem við erum, sé það besta lausnin.  Frjálslyndir munu svo örugglega styðja góð mál sem koma upp.  En veita aðhald að öðru leyti.  Þetta er bara svona ímyndun hjá mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2007 kl. 17:08

2 identicon

Ásthildur: Þjóðin er búin að segja skýrt að 1) Sjálfstæðisflokkurinn (Geir) á að leiða ríkisstjórn... 2) Framsóknarflokkurinn á ekki að fara í stjórn.

Að stofna nýjan R-lista yrði alveg jafn mikil svik við þjóðina og að halda áfram með núverandi stjórn. Sjálfsagt að Sjálfstæðisflokkurinn fái umboð til stjórnarmyndunar.

Geiri (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 17:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Geiri þessi ríkisstjórn fékk minnihluta atkvæða.  Einungis asnalegt skipulag kosningafyrirkomulags gerðu það að verkum að sjallar unnu á.  Ég allavega vil þá eins langt burtu og hægt er.  Sem dreyfbýlismanneskja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2007 kl. 18:02

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála þér Ásthildur, Sjálfstæðisflokkurinn vann á, því eins og Steinn Steinar orti á sínum tíma  var vitlaust gefið á því byggðist það sem þeir sjallar telja sigur.  Ég er ekki sammála því að þjóðinn hafi sagt það skýrt að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að leiða næstu ríkisstjórn.  Við búum við lýðræði þar sem leikreglur eru nokkuð skýrar og tel ég nokkuð raunhæft að forseti muni veita Ingibjörgu Sólrúnu umboð til að mynda næstu ríkisstjórn þar sem stjórin er fallinn á að veita formanni stæðsta stjórnarandstöðuflokknum fyrst allra umboð til að mynda næstu stjórn.  Hvort sem hún býður Sjálfstæðisflokknum með sér á eftir að koma í ljós, en Ingibjörg verður næsti forsætisráðherra og ég held að það sé nokkuð mikið til í því sem Guðni ágústsson sagði í gær að Geir hefði ekki þau tromp á hendi sem hann héldi. 

Jakob Falur Kristinsson, 18.5.2007 kl. 07:59

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég ætla að bæta aðeins við.  Þegar sú staða verður komin upp að Ingibjörg Sólrún verði næsti forsætisráðherra bresti á flótti margra af þingmönnum Sjálfstæðisflokks sem Ingibjörg mun nota sér til að boða til nýrra kosninga og styrkja þar verulega sína stöðu.  Mín spá er sú að næsta stjórn verði S+V+F með stuðningi Framsóknar því þar á bæ munu menn ger allt sem hægt verður til að koma Sjálfstæðisflokknum út úr stjórnarráðinu fyrst þeir urðu að hrökklast þaðan sjálfir.  Framsókn mun síðan kom inní þessa stjórn þegar þeir telja sig tilbúna og þá situr Ingibjörg Sólrún með pálmann í höndunum og hefu tekist að gera það sama og hún gerði í borginni.

Jakob Falur Kristinsson, 18.5.2007 kl. 08:09

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vildi óska að þetta færi svona Jakob minn.  Því það yrði örugglega þjóðhagslega hagkvæmt að þeir flokkar sem hafa verið samstíga lengi vinni saman.  Þetta gæti vel orðið svona. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband