Brotalamir.

Ekki eru allar fréttir jafnskemmtilegar eftir nóttina. 

Í gær þegar ég gekk gegnum Austurvöll á leið í kosningakaffi, þá varð ég vör við að túlípanarnir sem börnin höfðu rifið upp og ég gróðursett aftur eftir að hafa rætt alvarlega við þau, voru rifnir upp enn á ný.

IMG_4760 Þetta er mjög sorglegt að sjá, og ég vona að þarna hafi ekki sömu börn verið að verki.  En ég mun setja laukana niður aftur.  En ekki á Austurvelli í þetta sinn.  Það er grátlegt að vita til þess að fólk skuli vera svona illa þenkjandi og láta skapið bitna á saklausum plöntum eða dýrum.

En þetta er ekki eina illvirkið sem unnið var.  Því ein samstarfskona mín af skrifstofu Frjálslynda flokksins hringdi í mig núna rétt áðan, hún fór í heimsókn yfir til Sjálfstæðismanna í nótt, til að ræða við þá.  Hún hafði að vísu fengið sér í tánna.   Þetta var einmitt meðan Einar Oddur var úti, samkvæmt talningum.  Þeir tilkynntu henni að hún væri óvelkomin og hrintu henni svo að hún datt og braut á sér rófubeinið.  Hún liggur nú kvalin heima og búin að taka fullt af verkjalyfjum. 

Það góða fyrir þessa ruddalegu sjálfstæðismenn er að konan er öryrki svo þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að hún missi úr vinnu.  Hún sagði mér að hún yrði sennilega í rúminu næstu daga.  Mikil er nú þetta kurteist og gott fólk eða hitt þó heldur.  Ég segi nú bara SKAMMIST ÞIÐ YKKAR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æ hvað þetta er leiðinlegt að heyra og sjá. Vonandi hafa þeir nú hugrekki til að biðja hana afsökunar. Gott hjá þér að gefast ekki upp með túlípana!

Þú ert frábær

Hrönn Sigurðardóttir, 13.5.2007 kl. 16:26

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Uss en ljótt að heyra þetta með konuna vonandi batnar henni sem fyrst. Ljótt að fólkið séu að eyðileggja blómin á Austurvelli.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.5.2007 kl. 16:27

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vissi ekki af þessu fyrr en núna.  Og ég vildi benda henni á að fara til læknis, en hún vill ekkert gera í þessu.  Maður fer ekkert með þessa konu, það get ég sagt þér, hún er mjög ákveðin.  En níðingsverkið stendur enn og stendur hér, það er vitnisburðurinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2007 kl. 16:27

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir telja sig örugglega ekki þurfa að biðjast afsökunar.  Það er ég nokkuð viss um.  Takk öll sömul.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2007 kl. 16:38

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Leiðinlegt að heyra Ásthildur.  Sendi konunni batakveðjur!

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2007 kl. 19:50

6 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Á hvaða kosningaskrifstofu Sjallana var þetta?

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 13.5.2007 kl. 19:56

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er til Austurvöllur hjá þér?  annars með svona sögu þá finnst mér alltaf betra að heyra báðar hliðar og komst að því hvaða plebbar hafa leyft sér svona framkomu, mér finnst að þið eigið að skoða málið og fá afsökun til handa konunni.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2007 kl. 21:15

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta var á kosningaskrifstofunni það sem Straumur var.  Þar sem Sjálfstæðismenn í Ísafjarðarbæ voru með kosningapartý.  Hvaða báða hliðar Ásdís mín.  Konan fór yfir til Sjálfstæðismanna, hún liggur í rúminu í dag og næstu daga, af því að henni var hrint þarna.  Ég veit að hún er ekki að ljúga þessu.  Henni var mikið niðri fyrir þegar hún var að segja mér frá þessu.  Ég skal vera fyrst manna til að segja frá því ef hún fær afsökunarbeiðni.  Það skal ekki standa á því.  Og já hér er Austurvöllur, hann er systurgarður Hallargarðsins í Reykjavík. Teiknaður af Jóni H. Björnssyni, eins og sá garður.  Hann hefur nú verið í minni umsjá frá árinu 1978.  Og mér þykir vænt um þann garð, eins og Jónsgarð og Símsonsgarð og Skrúð.  Við búum nefnilega svo vel að að eiga fjóra skrúðgarða hér í Ísafjarðarbæ.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2007 kl. 21:27

9 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er ótrúlegt.  Á kosningakvöldum er ég vanur að heimsækja kosningahóf allra stjórnmálaflokka nema Framsóknar.  Þar hitti alltaf eitthvað helling af fólki sem ég þekki.  Ég hef alltaf verið pólitískur og ekki farið leynt með hvar ég stend í hverju máli.  Aldrei hef ég upplifað mig öðruvísi en sem velkominn á þessum kosningavökum. 

  Þarna fyrir vestan hefur konan hitt á sérstaklega viðkvæma stundu hjá Einari Oddi og félögum. 

Jens Guð, 13.5.2007 kl. 21:37

10 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ljótt er að heyra þetta. Vonandi fær konan afsökunarbeiðni. Og vonandi fá túlípanarnir að vera í friði.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.5.2007 kl. 21:41

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nákvæmlega.  Ég er reið fyrir hennar hönd.  Svei mér þá.  En ég kannast svo sem við viðbrögð sem þessi frá fyrri kosningum.  Þó ekki hafi hlotist slys af. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2007 kl. 21:42

12 Smámynd: Ingi Þór Ágústsson

Heil og sæl!  Ég get nú ekki orða bundist við lestur þessa pistils frá þér.  Þar sem ég bar ábyrgð á þessari kosningarvöku sjálfstæðismanna umrædd kvöld og varð vitni að þessu öllu langar mig til að tjá mig eilítið um þessa "hrindingu".  Umrædd kona var talsverðan tíma í húsinu hjá okkur og var frá fyrstu mínútu mjög velkomin í húsið, eins og allir aðrir þetta kvöld.  Það sem umrædd kona segir að hafi verið hrinding frá einhverjum einstaklingi innan húss vegna þess að hún hafi verið óvelkomin er bull og vitleysa.  Var um slys að ræða þar sem konan gætti ekki að sér og féll við um upphækkun sem er í húsinu.  Þykir mér leitt ef konan hefur meitt sig og vona ég að hún nái sér fljótlega og vel.  Það að segja að henni hafi verið hrint sökum þess að hún hafi ekki verið velkomin inni er helber vitleysa og þvaður af verstu gerð. 

Ég vona að bæði þú Ásthildur og umrædd kona getið séð sóma ykkar í því að biðjast afsökunar á þessum rógburði.

Með kveðju

Ingi Þór Ágústsson, svæðisstjóri Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði.

Ingi Þór Ágústsson, 13.5.2007 kl. 23:51

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er gott að fá þetta svar Ingi Þór.  Konan liggur í rúminu kvalin vegna hrindingar.  Hún segir sjálf að henni hafi verið sagt að hún væri óvelkomin um leið og einhver ýtti á hana svo hún datt.  Staðreyndin er hins vegar sú að henni var hrint, og hvort sem hún var velkomin eða óvelkomin, þá er það staðreynd.  Afsökunarbeiðnin liggur því annarsstaðar.  En það er gott að vita að þetta var bara slys.  Þú ættir frekar að óska henni góðs bata og segja að þér þyki leitt að þetta hafi gerst.  Frekar en að fara að biðja okkur um afsökun.  Eða væri það ekki svona vænlegra allra hluta vegna ? 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2007 kl. 00:00

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar ég þarf á ráðleggingum að halda um hvernig ég skrifa hér, skal ég bara biðja um aðstoð.  Að öðru leyti mega besservissarar þessa heims halda slíkum út af fyrir sig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2007 kl. 08:14

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var tekið vel á móti öllum sem til okkar komu Henrý minn, eins og alltaf.  Þið voru dálítið út úr því miður.  Ég hefði viljað hafa ykkur nær okkur hinum.  Annars fór ég tiltölulega snemma heim sjálf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2007 kl. 14:38

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ó já og ég tel mig líka hafa fullt leyfi til að svara eins og mér býr í brjósti.  Annars ættir þú að gæta þín á hvernig þú talar við gamlar nornir.  Það gæti verið að þér yrði breytt í mús, ef þú hagar þér ekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2007 kl. 10:09

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað með frosk þá til dæmis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2007 kl. 16:25

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir eru til gulir líka og sjálfsagt í fleiri litum.  Svo má ef til vill spá í eitthvað annað rottu til dæmis, hún er ekki græn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2007 kl. 17:18

19 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Það er ekki hægt að segja að "sjálfstæðismenn" hafi sagt henni að hún væri ekki velkomin og "sjálfstæðismenn" hafi hrint henni. Með því að segja svona lagað er verið að rægja mikið af alsaklausu fólki. Hvernig veit hún svo að hún er rófubeinsbrotin ef hún fer ekki til læknis? (Ég er ekki að gera lítið úr meiðslum konunnar með því að spyrja svona, mér leikur bara forvitni á að vita þetta).

Ég vil taka það fram að ég er hvergi flokksbundin og því ekki ein af sjálfstæðismönnunum sem hrinti þessari konu. Að auki vil ég taka fram að fólk mér nákomið varð vitni að atburðinum og getur samsinnt Inga Þór í því að þetta hafi verið slys. En það er kannski ekki takandi mark á þeim þar sem þau eru sjálfstæðisfólk og gerendur í málinu.

Vonandi batnar þessari konu fljótt og vel.

Hjördís Þráinsdóttir, 16.5.2007 kl. 17:11

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún sagði mér að það væri ekkert að gera við rófubeinsbroti, nema liggja og slaka á.  Ég veit það ekki, hef sem betur fer aldrei lent í því.  Það var það fyrsta sem ég ráðlagði henni.

Ég vona líka að henni batni fljótt og vel.  Hún var ansi illa farin þegar hún kom í gær blessunin.  En það grær allt fljótar á vorin, svo vonandi hressist hún fljótt og vel.  Takk fyrir góðar óskir henni til handa.  Ég mun flytja henni þær. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband