Hvar og hvernig enda þessi ósköp?

Þetta ástand er algjör hryllingur svo ekki sé meira sagt. Manni rennur til rifja þjáningar og örvænting fólksins sem er að flýja og flæða yfir vesturlönd.  Auðvitað vill þetta fólk helst vera heima hjá sér, þar sem það þekkir til.  En það er búið að eyðileggja lífsviðurværi þeirra mest megnis vegna afskipta "viljugra" ríkja. 

En ég hef reyndar miklar áhyggjur af þessu ástandi, og sérstaklega þegarþað er orðið svona alvarlegt.  Það er ekki hægt að hafa hemil á neinu og fólkið flæðir bara yfir allt.  

Fólk hefur sýnt samúð og samkennt og hjálpsemi, en hve lengi?  Þetta er bara einfaldlega erfitt fyrir alla aðila.  

Það sem ég óttast mest er að fólkið fer eins og skriða yfir akur, það sinnir ekki reglum og forðast eftirlit.  Auðvitað er það þreytt, reitt og örvæntingafullt.  En það er verið að reyna að aðstoða það eftir bestu getu.

Það er eiginlega ekki góð byrjun að fela sig, hlusta ekki á þá sem vilja taka við þeim, heldur vilja ráða sjálf hvert þau fara.  Ég er ekki að meina þetta illa alls ekki.  En þetta býður upp á að upp úr gjósi.  Ég held að mannkynið hafi aldrei staðið frammi fyrir svo óleysanlegum vanda áður.  Ég meina að er alltaf hægt að færa sig milli landa þegar ró er komin á og búið að laga vandann.  En meðan allt er svona laust í reipunum verða menn að reyna að sýna stillingu og treysta því fólki sem er að reyna að taka á móti þeim.  

Menn verða að taka á vandanum þar sem vandinn er, það þarf að taka völdinn af morðingjunum sem hafa skapað þennan flótta.  Fólk á rétt á því að vera heima hjá sér í friði.  

Það sjá allir sem vilja sjá að þetta er púðurtunna sem springur einn góðan veðurdag og þá má guð einn vita hvað gerist.  

Svo sannarlega vona ég að þetta sé svartsýni hjá mér.  En þetta ástand skapar einmitt svona hatursflokka sem jafnvel eiga til að gera voðaverk.  

Það stöðvar enginn fljótið niður við ósinn, það þarf að stöðva það upp við ræturnar það er eina vonin.  


mbl.is Danir stöðva lestarsamgöngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ástandið er vissulega hryllilegt Ásthildur. Hvernig á að bregðast við? Við því virðast fá svör. "Eitthvað" þarf að gera. Spurningin er hver á að gera það? Að hleypa jafnvel milljón manns yfir alla Evrópu á örskömmum tíma er ekkert annað Harakiri, þeim sem á móti taka. Umræðan öll er komin úr skorðum og tilfinningarússíbaninn þeysist upp og niður hjalla sína, með annaðhvert hjól á teinunum. Mikið væri ég til í að aðstoða þetta vesalings fólk. Vandinn er hinsvegar sá, að á meðal þess eru villidýr sem launa enga greiða, heldur hafa það eitt að yfirlýstu markmiði sínu, að drepa velgjörðarmenn sína. 

Göðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.9.2015 kl. 22:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já eflaust leynast þarna innan um menn sem eru ekki alveg í lagi.  Það sem vesturveldin þurfa að gera er að eyða meininu.  Þó ljótt sé að segja það, verður aldrei friður þarna nema að ganga í skrokk á ÍSIS og öðrum öfgahópum sem enskis svífast.  Það er til bæði tækni og tæki, skil ekki af hverju menn gera ekkert til að leysa þetta eins og þarf.  Sennilega hræddir við að það sem gerðist í Írak endurtaki sig.  En þeir voru nógu kokhraustir þá við að eyða Saddam Hussein.  Þetta getur ekki endað nema með skelfingu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2015 kl. 22:45

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta endar ekki með neinu öðru Ásthildur. Flóðbylgjan er skollin á. Það hefur aldrei borgað sig í mannkynssögunni að vera of góður. Þekkingarleysi vesturlandabúa á þessum heimshluta og þankaganginum sem þar virðist landlægur, er algert. Popúlismi og upphrópanir pólitískra, sjálfhverfra einstaklinga, sem sjá aldrei annað en næsta kjörtímabil, er nú heldur ekki til laga umræðuna. Það má hafa skoðun á hlutunum, án þess að verða úthrópaður, eða grýttur á torgum samskiptamiðlanna fyrir það. Framtíð afkomenda okkar er í húfi!

Göðar stundir, hér eftir sem hingað til, að sunnan. Já og til hamingju með Kúlan sé orðin Kúla á ný!

Halldór Egill Guðnason, 9.9.2015 kl. 23:03

4 identicon

Þessi flóttamannastraumur stefnir í algjört óefni.

Ef fólk streymir svona óheft til Evrópu þá endar það mjög fljótt með því að öll velferðarkerfi brenna yfir og stórir hópar af fólki sveimar um löndin og finnst það engu hafa að tapa í að rupla og ræna. Mun reyndar ekki eiga neinn annan kost til að lifa af.

       Þetta leiðir af sér mótaðgerðir og andúð heimamanna og algjört hryllingsástand þar sem fólk verður drepið eins og skepnur þar sem menn verja lönd sín og eigur. 

Öfgasamtök á báða bóga munu nærast á ástandinu og vaða uppi. 

Skref eitt er að loka landamærum Evrópu.

Skref tvö er að aðstoða fólk að komast af í flóttamannabúðum.

Skref þrjú er að stöðva stríðið í Sýrlandi og taka á vopnasölu og stríðsmangi um heiminn.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.9.2015 kl. 23:25

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Halldór fyrir góðar óskir með kúluna, ég er innilega glöð að hún skuli vera orðin heil aftur. 

Bjarni þú minnist á athyglisverðan punkt en það er einmitt vopnasalarnir, sennilega þarf að byrja þar, og það eru vesturlandabúar sem eru stórtækustu vopnaframleiðendur heims, m.a. Svíar.  Það þarf að taka á slíku eins og glæpamáli að selja vopn til morðóðra manna með enga siðferðiskennd. 

Samúð þarf alltaf að vera til staðar, en það þarf líka skynsemi til að sjá að þetta einfaldlega gengur ekki upp.  Mér finnst þetta allt bara svo sorglegt og ég er bara hrædd um að það sé skollinn á enn ein heimsstyrjöldin svona óvænt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2015 kl. 00:07

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það getur ekki verið nema viljandi, að ekki sé ráðist að rót vandans, því allir sem vilja vita, vita hver hann er.

Jónas Ómar Snorrason, 10.9.2015 kl. 07:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ansi hrædd um það.  Ég veit að það er bæði til tækni og tól, ég hef séð hermálaráðuneytið í Belgrad og veit að skotmörkin eru ekki vandamál.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2015 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband