29.8.2015 | 20:20
Flóttamenn og vandamálin því fylgjandi.
Þarf ekki fyrst og fremst að koma skikkið á þau lönd sem flóttafólkið er að flýja? Á að leyfa ofbeldisfullum terroristum að hrekja fólk í burtu af heimilum sínum og lífi? Fyrst og fremst þarf að einangra ofbeldisseggina, rétt eins og þarf að gera við ofbeldisseggi heimila og fjarlægja þá, svo fólk geti lifað af í sínum heimahögum. Það er gott út af fyrir sig að taka á móti auknum flóttamanna straumi og reyna að koma því fólki til bjargar, en þetta er raunar orðið það alvarlegt mál að það er engin laust að taka á móti fimm þúsund manns, tíuþúsund manns eða hundrað þúsund manns. Þetta fólk er betur komið heima hjá sér með aðstoð heimsins, svo þau geti lifað mannsæmandi lífi í öryggi. Það sem þarf að gerast er að fjarlægja ofbeldisseggina úr lífi þeirra. Það ætti ekki að vera vandamál, vegna upplýsinga og stórtækra aðgerða "heimsyfirráðasjúkra" ríkja eins og BNA og fleiri, ef þeir virkilega vildu, þetta hinsvegar hentar þeim ekki, það var bara akút að fjarlægja Saddam Hussein og slíka og ekkert til sparað. Það er sorglegra en tárum taki að fylgjast með þessu vesalings fólki sem er að reyna að komast til betra lífs, og síðan horfa upp á níðinga sem notfæra sér ástandið og fara með þau beint í dauðann.
Eg veit ekki hvað á að gera við slíkt fólk, sem virðist algjörlega siðblint og svífast enskis, sennilega best að gefa þeim bara sprautu beint í æð og enda þar með þeirra ömurlega líf, þeir eiga sér engar málsbætur. En bara að ætla að auka flóttamanastrauminn um 5 þúsund er bara dropi í hafið. Þetta er bara einfaldlega miklu stærra mál, á skal að ósi stemma eins og segir. Við þurfum að spá í þessa hluti alveg upp á nýtt og gera okkur grein fyrir vandamálinu frá byrjun. Ekki bara hugsa um hve marga flóttamenn við getum tekið á móti.
Ég ætla ekki að nefna einhverja tölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held það sé nú flestum ljóst sem fylgjast með fréttum að þetta fólk er að flýja heimalönd sín vegna þess að það er í bráðri lífshættu þar og getur ekki beðið í ár eða áratugi eftir því að ástandið lagist.
Það er að stórum hluta vesturlöndum að kenna hvernig komið er þarna, Ísland ber t.d. sína ábyrgð á því að Írak er ónýtt. Að Íslendingar vogi sér að stinga hausnum í sandinn og vilja ekki koma á nokkurn hátt til aðstoðar er svo ömurlegt að maður hreinlega skammast sín fyrir þjóðernið. Við sem lifum í vellistingum og vitum ekki hvað það er að búa við sprengjuregn eigum að taka hausinn úr rassgatinu og opna landið fyrir fleiri en fokking 25 flóttamönnum á ári.
Óskar, 29.8.2015 kl. 20:41
Að mörguleyti sammála þér hér Óskar. En þetta er bara svo óviðráðanlegt. þó við viljum taka á móti fleira flóttafóli, þá einfaldlega dugar það ekki til. Þess vegna þar að taka til hendinni í þeirra heimahögum og gera þeim kleyft að lifa í eigin landi. Taka burt lífshættuna og ofbeldisseggina sem stjórna og hreinsa til. Það er í raun og veru einfaldara mál og manneskjulegra en það sem nú á sér stað. Hreinlega drepa þessa fjandans ofbeldisseggi hreint og klárt. Það er til tækni til að gera það, það sá ég best í Belgrad, þar sem hermálaráðuneytið var sprengt niður, á milli Tveggja annara bygginga sem ekki sá á. Já það er hægt að drepa þessa svíðinga svo fólkið geti verið heima hjá sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2015 kl. 20:50
Þetta er einmitt málið, það er að ráðast að rótum vanndans, leita upprunaa hans og uppræta. En það eru menn eins og Óskar, sem vilja bara elta vandann og setja plástur á svöðusárin, án þess að gera nokkuð raunhæft til að leysa vandann, sem eru stærsta vandamálið.
Jóhann Elíasson, 29.8.2015 kl. 20:53
Sæl Ásthildur.
Ég er sammála því að þetta ástand er ekki að gera neitt fyrir einn eða neinn, í raun er þetta fóður fyrir fasisma, í annars friðsælum þjóðfélögum. Það eina sem hægt er að gera er að búa þannig um hlutina að þetta fólk ákveði að fórna sér fyrir föðurlandið í stað þess að hlaupast á brott. Illa sagt? Kannski en raunveruleikinn er oftar en ekki það sem fólk er að flýja. Auðvitað flýr fólk ekki sitt föðurland að ástæðulausu en það er nú meiri aumingjaskapurinn ef það ætlar að láta fáein prósent öfgamanna ráða því hvort það lifir eða deyr.
Sindri Karl Sigurðsson, 29.8.2015 kl. 21:05
Það væri þess virði að skoða þetta video og spekúlers svo hvort við og Evrópa eigi að fjölga múslimum. https://www.facebook.com/OfficialBritainFirst/videos/856909564454306/
Valdimar Samúelsson, 29.8.2015 kl. 21:14
Í megin atriðum sammála Ásthildur. En verkefnið er ekki einfalt því ef vesturlandabúar hefðust handa við að laga þarna til með afli, þá yrðu Rússar og Kínverjar vitlausir ásamt öllu koma og múslima hyskinu í Evrópu. Svo er annar vandi sem er að þegar búið væri að stilla til friðar og flóttamennirnir kæmu heim aftur þá byrjaði sama ballið aftur því öfgarnar eru meðfæddar og óupprætanlegar.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.8.2015 kl. 22:10
Auðvitað þarf að reyna að leysa vandamálin heima fyrir, en fólk er að deyja meðan við erum að blogga um þetta.
Fólkið bjó ekki til þetta vandamál, þau eru fórnarlömb ofbeldisfullra harðstjóra. Okkur ber siðferðisleg skylda til að hjálpa þessu fólki. Við getum beitt sömu rökum og sent konu sem er í ofbeldisfullu sambandi aftur heim til kvalara síns og við ætlum svo við tækifæri laga vandamálin þeirra seinna..
Snorri Arnar Þórisson, 29.8.2015 kl. 23:42
Snorri, þetta er hugsanavilan, af hverju ætti konan að fara heim til kvalara síns? Hún þarf að standa upp og leysa málin sjálf. Það er enginn að koma á hvítum hesti og gera það fyrir hana.
Það geisar borgarastríð í þessum löndum, þau verða að leysa það vandamál sjálf.
Sindri Karl Sigurðsson, 30.8.2015 kl. 01:33
Sæl Ásthildur Cesil - sem og aðrir gestir, þínir !
Ásthildur !
Væri ekki nær: að ísl. ROLU fjölmiðlar - kölluðu eftir SKÝRUM SVÖRUM, úr kjapti þessa Vafninga drengs (Bjarna Benmediktssonar) um. hvenær hann hyggðist ljá máls á, hvenær Banka Mafían íslenzka / sem og aðrir fjárplógsmenn vinir hans, SKILUÐU þeim húseignum - sem rændar hafa verið af almenningi, undanfarin ár - í skjóli FALLS Bankanna og ENDURREISNAR, þeirra hinna sömu ?
Í stað þess: að vera að elta ólar, við innanhúss vandamál NATÓ/ESB glæpa iðjunnar, í útlöndum, fornvinkona góð ?
Þessi larfur og ómerkingur - Bjarni Benediktsson, á ekkert að fá að komast upp með ódýrt fimbulfamb um svokallaða flóttamenn (Múhameðska villimenn) - án þess að þurfa að svara fyrir EIGIN GLÆPI gagnvart sínum samborgurum að undanförnu:: hérlendis !!!
Með beztu kveðjum: sem oftar - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 01:40
Það er að sjálfsögðu rétt hjá Snorra að það hjálpar lítið þessu fólki í dag einhver framtíðarlausn. Að taka við flóttafólki í löndum Evrópu er neyðaraðstoð. Og við eigum að sjálfsögðu að gera okkar til að aðstoða. Sleppum nú öfgunum, múslimahatrinu og sjálfselskunni og högum okkur eins og fólki er sæmandi. Og nota bene. Þeir sem telja sig vera kristna ættu að haga sér sem slíkir.
Jósef Smári Ásmundsson, 30.8.2015 kl. 06:44
Það vita allir sem því nenna, að Íslendingar eru ekki miklir trúmenn enda þarf ekkert að undrast það, þjóð sem í tvígang var hótað lífláti ef trúskipti færu ekki fram. En landinn beitti þá skinsemi og glotti og hefur síðan lifað eftir kristinni siðfræði, og kært sig kollótta um trú annarra á meðan hún yfirgengur ekki aðra.
Enda er kristin siðfræði Íslendinga nokkuð öðruvísi, því í henni er ívaf þess besta úr ásatrú. Skinsamt fólk lætur kónga ekki nauðga sér endalaust með eitthvert trúar rugl og þar með ekki mafíósa. Þeir dæma sig því sjálfir sem reina að nugga Íslendingum endalaust uppúr Kristni í máli eins og þessu, enda passar kristin siðfræði hvergi til að stöðva það trúarbrjálæði sem þarna ríður ríkjum, það ætti að vera öllum ljóst.
Ef við gefum eftir í þessu máli þá töpum við því, landinu okkar og öllum þess gæðum. Lengra norður er ekki hægt að flýja og því verðum við að standa í lappirnar hérna.
Hrólfur Þ Hraundal, 30.8.2015 kl. 09:02
Þú er flóttamaður Íja. Mundu það..
Kristinn J (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 11:45
Sæl Ásthildur
Venju samkvæmt, þá berð þú fram rökréttar og skynsamlegar tillögur til lausnar þessa vandamáls.
Athugasemdir þær er fram koma við hófstillta færslu þína spanna yfir allan tilfinningaskalann, allt frá bláeygum bjálfanum, þess er ríður á vaðið, til herskáa vígamannsins mongólska, sem ég að þessu sinni sem oftar get tekið undir með.
Jónatan Karlsson, 30.8.2015 kl. 12:01
Athugasemdirnar hér sýna flestar ágætlega innræti þeirra sem skrifa þær, það fer ekki mikið fyrir náungakærleik, ekki einu sinni gáfum. Jónatan kallar mig bláeygðan, er reyndar brúneygður en það er önnur saga. Alræmdir rasistar eins og Valdimar eru bara við sama heygarðshornið, ekkert óvænt úr þeirri átt.
Er þetta fólk sem segir að flóttafólkið eigi bara að leysa málin sín heima ekki að fylgjast með frétum? Skilja menn virkilega ekki að fólkið er að flýja sín heimalönd í algjörri neyð? Ef menn eru svona vitlausir og geta ekki skilið það þá er einfaldlega tilgangslaust að eiga orðasvkipti við það.
Svo komur hinn klassíski frasi "við getum ekki tekið við flóttafólki því við eigum svo stór vandamál sjáls".. Segi bara við þessu , djöfuls kjaftæði. Okkar vandamál eru algjör lúxusvandamál, það er yfirdrifið nóg af peningum til í þessu landi til að við getum öll haft það gott og meira til.
Við getum tekið við milljón ferðamönnum hér á landi og líklega eru að meðaltali um 30.000 ferðamenn staddir í landinu daglega. Við getum semsagt bætt við 30.000 ferðamönnum en bara 25 flóttamönnum!! Auðvitað, money talks, flóttamenn eiga ekki pening. Menn gleyma því hinsvegar, eða hugsa ekki út í það, að flestir þessir flóttamenn færu væntanlega fljótlega út á vinnumarkaðinn og mundu þannig skila sínu til þjóðfélagsins. -Ekki að ég ætlist til þess að vitleysingarnir sem halda að þetta fólk geti bara leyst vandamál sinna ríkja heima skilji það , en það má reyna.
Nú svo má benda á eitt, héðan frá Íslandi flúðu um 10-15000 manns eftir efnahagshrunið,, hva afhverju leysti þetta fólk bara ekki málin heima??!!
Óskar, 30.8.2015 kl. 13:14
Það er ekkert vandamál að taka á móti kristnu flóttafólki og svo mörgum sem vera vill, en múslimum fylja islamistar og þeir eru krabbamein í öllum samfélögum, meira að segja í sínum egin. Því miður eru islamistar búnir að hreiðra um sig á Íslandi í dag. Salman Tamimi gaf lögregluyfirvöldum upp nöfn þessara manna á sínum tíma, en ég veit ekki hvort fylgst er með þeim eða ekki, en það er vá fyrir dyrum hér eins og annarstaðar þar sem islam er annarsvegar. Mörg ibúðarsvæði t.d. í Svíþjóð eru orðin ómenningarsamfélög vegna yfirgangs islamista.
Er Obama bandaríkjaforseti islamist? Ég held það.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 15:21
rasistinn Valdimar ekki lengi á sér. Talar og hugsar með rassgatinu. Staðreyndin er sú að "kristnir" hægri sinnaðir öfgamenn fremja miklu fleiri hryðjuverk en múslimar á vesturlöndum. Eða hvað segir Valdimar um Breivik?
Óskar, 30.8.2015 kl. 16:35
Óskar, þú tekur ekki eftir því, þegar múslimar á vesturlöndum ganga um götur og skera fólk á háls, sprengja sig sjálfa í tætlur til að myrða sem flesta saklausa vesturlandbúa, skjótandi fólk á götum úti dag eftir dag, samber Gautaborg og Malmö og öðrum borgum á vesturlöndum, nauðgandi konum út um allar jarðir og það í hópum, þetta sérð þú ekki,eða 9/11, en einum geðveikum manni manstu eftir, þótt þú munir að sjálfsögðu ekki eftir mottóinu hjá honum. Síðan mátt þú gjarnan nefna fleiri hryðjuverk framin af "kristnum" á vesturlöndum.
Það er rétt sem síðuhafi segir, að það þarf að einangra ofbeldisseggina, en það eru islamistar í austurlöndum nær, en ekki kristnir menn í Evrópu.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 17:21
Jú kannski er Obama islamisti. Kannski að Evrópa fái að kenna á eigin meðulum á endanum. Kannski er það mátulegt á öll göfugu góðmennin sem ætla alltaf að hjálpa með því að sprengja allt í tætlur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 17:22
Það leysir ekki neinn vanda að fá straum yfir sig af fólki sem á ekkert og er ekki einu sinni eins þenkjandi og samfélagið sem tekur á móti því. Þetta er einfaldlega kallað að pissa í skóna sína og ekkert meira með það. Að sjálfsögðu á fyrsta land sem þetta fólk kemur til, að sjá um það. Reglurnar eru skýrar hvað það varðar og menn eiga ekki að gefa afslátt á því á einn eða neinn hátt. Þetta er ekki okkar vandamál .
Óskar. Ef þú villt gera þetta að þínu vandamáli leystu það þá! Ekki ætla ég að gera það fyrir þig.
Sindri Karl Sigurðsson, 30.8.2015 kl. 17:36
Valdimar, fleiri hryðjuverk framin af kristnum á Vesturlöndum ..manstu eftir Oklahoma sprengjunni ? Veist þú að í HVERRI EINUSTU VIKU, JAFNVEL OFT Í VIKU er ráðist á flóttamannabúðir í Þýskalandi af hægri öfgamönnum ? En af því að gerendurnir eru ekki múslimar þá heitir þetta öðrum nöfnum en hryðjuverk. Staðreyndin er sú að margfalt fleiri láta lífið fyrir hendi hægri öfgamanna á vesturlöndum en múslimum, þetta er bara staðreynd, þú getur googlað það ef þú vilt.
Elínu og Sindra vil ég spurja, segjum sem svo að hér á Íslandi yrðu gríðarlegar náttúruhamfarir og við þyrftum að flýja skerið í hvelli. Hvað þætti ykkur um að aðrar þjóðir lokuðu á okkur ? Hvað bara ef þjóðir heims hefðu tekið sig saman og neitað að taka við Íslenskum "flóttamönnum" eftir hrunið ? Hvað ef Norðmenn hefðu tekið við 25 Íslendingum en ekki 15000 eða hvað það var sem endaði þar? Hugsið út fyrir eigin rassgat ef þið eruð fær um það.
Óskar, 30.8.2015 kl. 18:27
Óskar. Rússar hafa reynst okkur ágætlega. Samt tökum við afstöðu á móti þeim með árásarbandalagi í útþenslustríði. Flóttamennirnir eru ekki að flýja náttúruhamfarir eða efnahagshrun. Þeir eru á flótta vegna aðgerða þessa sama árásarbandalags. Ef þú tekur hausinn út úr rassgatinu á þér þá blasir það við þér eins og öllum öðrum - ekki síst flóttamönnunum sjálfum.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 19:11
Vá.
Hér tala greinilega sannir Íslendingar. Íslenskir aumingjar sem aldrei hafa þurft að kynnast stríði, aldrei séð lík úti á götu, eða þurft að yfirgefa heimili sitt í flýti því óvinaher var að taka yfir borgina.
Sindri Karl og fleiri eru akkúrat sömu helvítis aumingja-Íslendingarnir sem sögðu gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni, "Nei, því miður, við höfum um nóg að hugsa, getum ekki reddað ykkur, sorrý, auk þess berum við ekki ábyrgð á ykkar vandræðum, fariði bara og reynið að bjarga þessu sjálf, berjistði eða eitthvað."
Á annað hundrað gyðingum að minnsta kosti var neitað um landvistarleyfi á Íslandi. Eflaust einhverjir þeirra sem enduðu líf sitt í gasklefum. Takk Ísland.
Skeggi Skaftason, 30.8.2015 kl. 21:05
Elín ef þú gætir notað báðar heilasellunar til að hugsa þá mundir þú kannski fatta það að flóttafólk á flótta undan sprengjuregni veltir því ekki endilega fyrir sér hverjir eru í hvaða árásarbandalagi eða hverjir varpa sprengjunum. Það vill bara LIFA.
Óskar, 30.8.2015 kl. 21:22
Rússarnir unnu fyrir okkur stríðið Skeggi. Við kunnum svo sannarlega að þakka fyrir okkur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 21:29
Skeggi Skaftason býr sennilega á átakasvæði, miðað við reynsluna sem hann hefur. Ég skýt á Húsavík.
Þar finnast lík daglega á götum úti, eða það hef ég heyrt.
Og sem sönnum vinstrimanni sæmir, þá finnst honum ekkert tiltökumál að nota gyðinga og helförina máli sínu til stuðnings.
Ekki einu sinni til varnar fólki (Sýrlendingum) sem læra gyðingahatur frá fæðingu, og útskrifast ákaflega snemma sem sérfræðingar í faginu.
Þeir eru nú sennilega íslenskum vinstrimönnum fremri í gyðingahatrinu, jafnvel þó svo að íslenskir vinstrimenn stefni jafnan að heimsmeti. Ég tala náttúrulega um Sýrlendinga, þar sem það er eiginlega eina landið þar sem fólk flýr vegna beinna stríðsátaka.
Það er nú dálítið dapurt þegar aðdáendur Hezbollah og Hamas fara niður á það plan, að klæmast á helförinni máli sínu til stuðnings, sérstaklega þegar Hezbollah er einn af öfgahópunum sem drepur hægri vinstri.
Slæmur er nú Skeggi, en hálfu verri er Óskar, sem lifir í þeim heimi þar sem "hægri öfgamenn" fremja víst þjóðarmorð í Evrópu. Magnað, þetta hefur farið framhjá öllum, nema Óskari.
En hann er nú líka í aðdáendahópi Hezbollah og Hamas. Fólk sem fellur fyrir slíkum öfgahópum, er sennilega ekki alveg í lagi andlega.
Báðir þessir fóstbræður eru ekkert að pæla í því, að hælisleitendur eru fæstir frá stríðssvæðum, heldur er hér á ferðinni efnahagslegir flóttamenn, sem sækjast í evrópskt Shangri-La.
Það myndi gera það svo miklu verra, ef þessi hópur væri frá átakasvæðum, þar sem hann samanstendur að fjórum fimmtuhluta karlmönnum, enda eigi karlmannlegt að flýja og skilja konurnar og börnin eftir, í stað þess að berjast.
Hilmar (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 23:51
Sæl Ásthildur
Hvernig er það mun ekki hún Birgitta Jósdóttir og co. styðja eitt svona Líbýu stríðið í viðbót (með svona pretext-um = lygum um nauðganir og manndráp) eða þar sem að hún styður Úkraínu stríðinu gegn þeim í Austurhluta Úkraínu, og við svona frekari aukningu flóttamönnum?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 09:11
Hilmari finnst gott mál að Íslendingar neituðu að bjarga gyðingum frá útrýmingarbúðum og hann vill heldur ekki bjarga Sýrlendingum úr ömurlegu stríði af því hann heldur því fram að þeir séu allir gyðingahatarar.
Hilmar IP-tala skráð, þú ert nú ljóti skítakarakterinn.
Afsakðu orðbragðið Ásthildur, ég get ekki annað en reiðst yfir þessum andstyggilega orðaflaumi Hilmars, sem heldur því fram að fólkið sem drukknar í Miðjarðarhafi séu bara aumingjar sem ekki þora að berjast.
Skeggi Skaftason, 31.8.2015 kl. 21:51
Ekkert mál Skeggi. Ég þakka ykkur öllum fyrir innlitið. Ég hef ekki verið heima, var einmitt í Austurríki, þegar síðasta níðingsverkið var unnið þar að skilja flóttamenn eftir í læstum flutningabíl til að deyja. Og það gerðist bara í næsta þorpi við þar sem ég dvaldi. Hefur sennilega ekið gegnum Sopron, sem er í tæplega klukkutíma akstri frá Vín. Það búa bara nokkur hundruð manneskjur í þorpinu sem þetta gerðist í. Og þar eru örugglega allir í sjokki.
Þetta mál hefur orðið til vakningar í Austurríki hjá almenningi, og gert fólk jákvæðara til að taka á móti flóttafólki.
Ég vil samt ítreka að þó við eigum skilyrðislaust að flytja inn fleiri flóttamenn frá stríðshrjáðum löndum, þá verður að skoða málin vel.
Það þarf að mörgu að hyggja og eina raunhæfa leiðin er að vinna bug á illvirkjunum sem standa fyrir þessum straumi frá Sýrlandi og fleiri löndum. Því fólk vill fyrst og fremst vera heima hjá sér.
Hér sat einmitt í gær stúlka sem ég aðstoðaði til að komast hingað frá El Salvador, mafían þar hafði drepið ömmu hennar og afa og hótaði foreldrum hennar sömu örlögum. Þau þurftu því nauðsynlega að flýja landið. Það tók heilmikinn tíma og hörku til að koma þeim hingað. Efn það tókst.
Hún sagði við mig í gær að hún væri svo þakklát og glöð, og hún vildi gera allt fyrir landið sitt sem er núna Ísland. Ef ég hefði ekki komið hingað væri ég örugglega enn í El Salvador, sagði hún ég væri ekki ánægð en ég myndi ekki þekkja neitt annað. Nú ætlar hún að fara að sauma á sig peysuföt. Yndislegt fólk, með því yndislegasta sem ég þekki. Og í kvöld ætla þau að koma hingað og elda fyrir okkur Bubusas, Elsalvadorskan rétt sem ég elska. Þetta gera þau til að gleðjast með okkur af því að garðskálinn minn er kominn í lag aftur.
Ástandið þar er líka skelfilegt morð og rán daglegt braut og fólk þarf að sitja og standa eins og mafían vill.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2015 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.