Rifrildi, þras og merkilegheit hafa aldrei getað leitt til friðar.

Málið er að það er ekki hægt að kenna einum eða tveimur mönnum um þetta ástand.  Þetta er mál ykkar allra sem sitjið á þingi og eigið að vinna fyrir þjóð ykkar.  Það lagast ekkert með gífuryrðum eins og fyrirsögnin hér ber með sér.  Þau eru ekki til að bæta ástandið.  

Þú er líka fljótur að gleyma Steingrímur, eigum við nokkuð að fara að ryfja upp viðskilnað vinstristjórnarinnar?  Eða öll málin sem ekki fóru í gegn?

Það þýðir einfaldlega ekki að karpa svona og senda skeyti á milli, það er ykkur öllum til minnkunnar, ekki bara stjórnarliðum heldur líka minnihlutanum sem virðist vera að auka á vandann með allskonar pillum og hugsa sér til hreyfings með að komast nú að aftur. 

Ég vona að enginn ykkar gömlu fjórflokkana komist í þá aðstöðu að mynda meirihluta hvor með öðrum.  Þið eruð einfaldlega búið spil, þið eruð orðin svo samsoðin spillingunni og lélegum vinnubrögðum að við almenningur eða allavega eins og ég upplifi hann erum löngu orðin dauðleið á ykkur öllum, ekki bara sjálfstæðis- og framsókn.  

Nú hafið þið haft tækifæri til að setjast niður, allir flokkar og ræða saman af skilningi og taka ákvarðanir sem eru til hagsbóta fyrir þjóðina sem byggir þetta land, en ekki bara hugsa um ykkar eigin frama og hyglun vina og vandamanna.  

Einmitt þess vegna er svo grátlegt að horfa upp á þennan sandkassaleik ykkar, þar sem hver hönd er upp á móti annari, og enginn vill gefa neitt eftir.  Þið eruð eiginlega bara ekki í stöðu til þess að láta svona meðan landið og miðin brenna.  Meðan auðmönnum og sægreifum er hyglað á okkar kostnað.  

Ég á eiginlega ekki orð, oft hefur verið tekist á um málefni, en þetta sem við horfum upp á núna er svo fáránlegt að ég skammast mín fyrir að vita af ykkur sitjandi þarna í boði þjóðarinnar.

 

10631_hrutar2  

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég get vel skilið að minnihlutinn sé reiður og sár, þar sem meirihlutinn sýnir ,margir hverjir,ótrúlega óbilgirni og þráa.  "Við eigum að ráða af því að við erum meirihlutinn"

Þetta er bara ekki spurning um það hverjir eiga að fá að ráða, þetta er spurning um skynsamlegar niðurstöður og samvinnu.  Ef þið alþingismenn getið ekki skilið það, eigið þið einfaldlega að fara frá borði og leyfa öðrum að spreyta sig á vandamálunum.  Þolinmæði þjóðarinnar er kominn að þolmörkum. 

AR-150319539

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vona að mér fyrirgefist að taka þessa mynd traustataki. 

Ég veit að ekkert ykkar eru vondar manneskjur fjarri því, og sennilega viljið þið reyna að gera vel.  En þið eruð bara því miður orðin svo samdauna sjálfum ykkur og þeim anda sem svífur yfir alþingi, að þið eruð kominn út úr öllum takti við okkur hin.  Búin að gleyma hverjum þið eigið að þjóna.  Það er ykkar að setja réttlátar reglur sem samfélagið getur unnið út frá, þið eigið ekki að vera að vasast í að hygla fólki sem borgar vel undir borðið.  Þið eruð í vinnu hjá okkur öllum.  

Ef til vill ætti að taka hana Sólveigu Vögnu til fyrirmyndar og hreinsa andrúmsloftið í þessu forbannaða húsi ég held að það sé alveg rétt hjá henni að illir andar hafa lagt það undir sig og nærast eins og púkinn á fjósbitanum við hvert rifrildið og illskunnar sem frá ykkur kemur. 

 Norn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er komin tími til að þið takið ykkur tak og farið að ræða saman af virðingu og sanngirni. Þetta er einfaldlega orðið full langt gengið í orðaskaki, hræsni og fíflaskap sem er ekki  samboðið fólki sem gerir sig út fyrir að vinna fyrir þjóð sína.  Ykkar er að setja reglur og lög til að fara eftir fyrir alla þjóðina, en ekki eitthvað sem einhverjir mútar ykkur til að gera, eins og stundum virðist vera.

Og allt þetta þegar fólk á ekki fyrir mat, fólk er að taka sitt eigið líf vegna örvæntingar um framtíðina.  Skammist ykkakr bara og farið að vinna vinnuna ykkar eins og fólk.  

 


mbl.is „Krakki með bensínbrúsa og eldspýtur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Icesave bjargvætturinn hefur talað. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2015 kl. 17:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ertu að meina mig Guðmundur? smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2015 kl. 23:14

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei Steingrím, sem ætlaði að "bjarga" Icesave málinu "með glæsilegri niðurstöðu".

/sarc

Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2015 kl. 23:22

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha já einmitt, besta samning ever.  Þetta verður allt rifjað upp fyrir næstu kosningar ætla ég að vona.  :)

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2015 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband