Þannig er það bara og ég er auðvita rakin asni.

Ímynd konunnar er að verða spennandi á Íslandi í dag.  Ég þarf fyrst að segja að ég er ekki feministi, ég er jafnréttissinni sem er allt annað mál. Í gær horfði ég á ágætt áramótaskaup sem var skipað konum.  Konum sem báru það uppi og ég er alveg ánægð með það, svona eftir aðra áhorfun, skildi ekki alveg á gamlárskvöld enda komin smá í glas.

En í kvöld horfði ég svo á þátt sem heitir Tónafljóð, sem var í Hörpu.  Tónafljóð vegna þess að þar skipuðu konur æðstu sætin.  Þetta var frábær þáttur og margt svo fallegt og gott.  

Flest var afar flott og skemmtilegt.  Það voru þó tvö atriði sem mér fannst ekki alveg nógu góð.  Það fyrra var eftir Jórunni Viðar, eldurinn hennar brann fyrir minn smekk of hægt, en samt áheyrilegt og fyrir symfóníuelskendur örugglega góð veisla.

Hitt atriðið var og ég verð að gera svolitla grein fyrir því, var túnfífillinn hennar Ragnhildar Gísladóttur.

Fyrir svona 30 árum eða svo var ég einlægur aðdáandi hennar, ég er oft frekar barnaleg og tilfinningarík manneskja og ég viðurkenni alveg að ég lét aðdáun mína á Ragnhildi örugglega of mikið í ljós á þeim tíma.  En svo liðu bara 30 ár.

Ágæta Ragnhildur ég hef lært á löngum ferli að það sé betra að þegja en að segja eitthvað leiðinlegt við fólk.  Þess vegna segi bara túnfífillinn Þetta reyndar fallega blóm á svo miklu betra skilið en túlkun þín á tilveru hans.

Ég mun aldrei gleyma svipnum á þér núna fyrir tveimur árum þegar þú varst hér með Fjallabræðrum á Aldrei fór ég suður.  Ég var þarna eins og svo oft áður baksviðs, og sá þig, og þú sást mig og það var eins og ég væri ebólusjúklingur þú raukst í burtu eins og ég hefði gert þér eitthvað. Þetta augnaráð og viðbrögð hafa fylgt mér síðan.  En ég skal alveg segja þér að ég ætlaði mér aldrei að heilsa þér, hvað þá abbast upp á þig, því eftir 30 ár hef ég þroskast ótrúlega mikið... eða þannig.  Ég abbast ekki upp á fólk sem augsýnilega vill það ekki.  

Þannig að þú getur sofið alveg róleg.  Þá er mitt sjónarmið komið fram.

En sem sagt þessi uppákoma var svo sannarlega veisla fyrir augu og eyru, og ég er stolt af mínum kynsystrum.  

Ég veit að ég get verið algjör asni í svo mörgum málum.  Ég læt tilfinningarnar hlaupa með mig í ógöngur og hef oft þurft að sjá eftir því svona með sjálfri mér.  En ég er fyrst og fremst manneskja og við gerum öll axarköft sem við sjáum svo eftir.  En þá þurfum við líka að komast að samkomulagi við okkur sjálf og elska okkur sjálf fyrir að vera svoddan kjánar og læra og vita að við erum bara ekki ein í svoleiðis kjánaskap.  Vegna þess að stundum erum við bara kjánar.  

IMG_0243

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er auðvitað asni, en ég er frekar saklaus, hamingjusamur og góður asni, sem á ást og kærleika svo margra og það er ótrúlega gott.  Þannig að þegar eitthvað svona nagar mann, þá bara einfaldlega á það ekki að skipta neinu máli og nú þegar ég hef komið þessu annars neyðarlega atviki frá mér þá er það þar með farið.  

En konur geta alveg gert allt það góða og flotta sem karlmenn geta. Og það er einmitt málið að við gerum það með stæl, með því að virkilega sýna fram á hvers við erum megnugar, en ekkk með einhverum fjandans tiktúrum og æsing sem einatt er í kringum feminisma.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fyrir mér eru þú alveg yndi að kenna að sem sem vinkonu alla tíð. Enda kona sem kann allt & átt fínann kaggl í honum Ella þínum.

Enda ein eðaalkona mér & mínum væntumþykjurík & mín tenging við mína ættarrætur. & þinn ættleggur er eiginlega minn líka,

Fyrir mér þá mátt þú allt, þér er til sóma allt sem þú skifaar.

Z.

Steingrímur Helgason, 3.1.2015 kl. 03:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Steingrímur mikið er þetta fallega sagt innilega takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2015 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband