Höfum við ekki gleymt einhverju(m)?

Ég var að horfa á stöð2 í kvöld, "og við endum fréttirnar á gleðifréttum"  sagði Sigmundur Ernir.  En þá var þar um að ræða enn eina ferðina, gamalt fólk sem var aðskilið fyrir mannvonsku.. Já ég segi mannvonsku, því það er ekkert annað en mannvonska að ætla að skilja að tvær manneskjur yfir nýrætt, sem hafa lifað saman meira en hálfa öld. 

Það þarf bara ekki að segja mér að það “hafi ekki fundist húsrými” fyrr en fréttin af þeim kom í sjónvarpinu.  Þau voru hálf feimin í viðtalinu en einstaklega hógvær eins og svo margt gamalt fólk er í dag.

Þetta er fólkið sem lagði grundvöllin að þeirri velsæld sem flestir búa við í dag. Og við meðhöndlum það eins og húsvanin heimilisdýr.  Ekki til pláss ! ja hérna.  Og það vaknaði hjá mér sorgleg hugsun um allt hitt gamla fólkið sem fær ekki að vera saman af því að það er ekki til pláss, og það komst ekki í sjónvarpsviðtal.

Hvað er að fólki í dag ? Ég bara spyr.  Það er allstaðar neyð hjá fólki sem getur ekki leyft sér að vera til af ýmsum orsökum.  Og þá tala menn bara um ríkustu þjóð í heimi, góðæri og hve allir hafi það gott.

Það vantar mikið upp á að allir hafi það gott.  En eitt veit ég, ég vil ekki láta stía mig frá mínum elskulega maka, þegar ég verð “niðursett” á einhverja hjúkrunarstofnunina. Með fólk sem á að annast mig og hugsar svona.  Má ég þá frekar biðja um að fá að vera sett á ísjaka og stjakað frá landi.  Það tekur miklu fljótar af. 

IMG_0581


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta er mannvonska ég skil ekki að svona skuli vera til að fólk fá ekki að búa saman þetta er ljótt  ég vona að það eitthvað verði gert til að hjálpa gamla fólkinu það á það skilið og það strax.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.3.2007 kl. 21:24

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hörmugelga ömurlega geðveikislega bilað. Hvaða fávita datt í hug að þetta gæti á einhvern hátt vera talin lausn að skilja maka sundur á síðustu metrunum eftir langa lífsgöngu. Þetta bara verður að breytast núna!!!!!!!!!

Grey gamla fólkið okkar!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 21:30

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já stundum á maður að vera reið!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.3.2007 kl. 21:31

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hörmulega ömurlega geðveikislega bilað. Hvaða fávita datt í hug að þetta gæti á einhvern hátt vera talin lausn að skilja maka sundur á síðustu metrunum eftir langa lífsgöngu. Þetta bara verður að breytast núna!!!!!!!!! Afsakið orðbragðið en stundum verður bara að kalla hlutina sínu réttu nöfnum.

Grey gamla fólkið okkar!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 21:31

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já maður verður reiður og um leið hryggur að þurfa að heyra um svona skilningsleysi árið 2007. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2007 kl. 21:33

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er alger viðurstyggð og engar hagtölur eða fjárveitingaskortur, sem réttlæta slíka framkomu. Tilfinningaleysið er algert. Kærleikstrengurinn er á milli fólks til dauðadags og handan hans. Þótt fólk virðist senílt og ósjálfbjarga, þá hefur slík tenging úrslitaþýðingu fyrir vlelferð og vellíðan fólksins.  Að slíta fólk svona í sundur jaðrar við mannsmorð. Að loka fyrir lífsvatn kærleikans og leyfa fólki að visna upp og deyja er ekkert annað en viðurstyggilegt mannréttindabrot og varðar við lög. Það vantar aðeins að skilgreina þessar athafnir í því samhengi til að hægt verði að fá vernd dómsvaldsins. Kannski er það verðugt fyrir siðfræðing og lögfræðing aðglíma við. Þvinguð vistaslit gæti það til dæmis kallast.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2007 kl. 00:40

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...svo rétt Jón Steinar.

Hrönn Sigurðardóttir, 23.3.2007 kl. 08:52

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já rétt Jón Steinar hér þarf virkilega að taka á og laga.  Þetta er bara ekki hægt að gera svona við fólk sem er að ljúka lífsferli sínum og búið að leggja sitt til þjóðfélgasins.  Við skuldum því einfaldlega, og sú skuld verður ekki mæld í neinu nema kærleika. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband