Ja hérna hér, hvar endar svona?

Það er óhætt að segja að þetta sé óheillaþróun, og ég er nokkurnveginn viss um að þarna eru aðeins nokkrir frekjudallar sem fara fram fyrir hönd allra pípara.  Hef enga trú á því að heil stétt beiti sér svona.  Þess vegna á að fá upp nöfn þeirra sem svona haga sér, birta þau og sniðganga síðan þá sem haga sér svona.  Þetta er nefnilega ólíðandi frekjugangur að mínu mati.  

Það væri nú aldeilis er þetta ætti að þróast vona, menn gætu ekki keypt sér múrspaða eða spæsl, ekki keypt sér garðsláttuvélar né sláttuorf,  skrúfur og hamar eða sög.  Auðvitað er þröngt í búi hjá mörgum, en menn ná ekki vopnum sínum með svona yfirgangi.  Ef menn mega ekki kaupa sér eða leigja tæki til að komast betur af, þá er nú stutt í Hafliða allann.  


mbl.is Bannað að leigja almenningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er múrspaði og spæsl ?

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 19:08

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta gemgur nú ekki,

Sigurður Þorsteinsson, 30.3.2014 kl. 19:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem múrar nota Ármann, hamar og naglar eru fyrir smiði, Sláttuvélar og klippur fyrir garðyrkjumenn. Snittvélar og tussur fyrir pípara og fleiri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2014 kl. 19:56

4 Smámynd: Jens Guð

Það er ótrúlegt að Meistarafélag pípara komist upp með svona einokun; að verslanir lúffi fyrir hótunum þessa félags. Og það svo stórt batterí sem Byko. Það verður að brjóta svona einokun á bak aftur áður en hún festir sig í sessi.

Það er svo sem vel þekkt í öðrum greinum þessi frekjugangur að vilja ráða, stýra og einoka. Þegar ég lærði grafíska hönnun, auglýsingateikningu, í Myndlista- og handíðaskóla Íslands á áttunda áratugnum var einn nemandi felldur við útskrift. Engu að síður fékk hann vinnu á auglýsingastofu. Yfirkennari auglýsingadeildar MHÍ gekk á fund eigenda auglýsingastofunnar. Fór fram á það að ráðningu þess fellda væri afturkölluð. Það væri til lítils að útskrifa auglýsingateiknara og innrita þá í FÍT (Félag íslenskra teiknara) ef felldir nemendur gætu fengið vinnu á auglýsingastofu.

Sem betur fer var erindi yfirkennarans ekki sinnt. Eigendur auglýsingastofunnar kunnu vel við stíl fellda teiknarans. Þangað kominn blómstraði hann.

Líkt þessu kom fram í þáttaseríu Sjónvarpsins um Ladda. Af því að hann hafði náð vinsældum, ólærður, fékk hann ekki inngöngu í Leiklistaskóla Íslands. Það var búin til ný regla, hámarksaldur, til að útiloka hann.

Jens Guð, 30.3.2014 kl. 21:54

5 Smámynd: Hörður Einarsson

Víðast hvar í evrópu þarf að sýna fram á að verkið sé unnið af fagmanni til að fá hlutinn keyptann eða leigðann.

Hörður Einarsson, 30.3.2014 kl. 22:49

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Jens, þessu þarf virkilega að breyta og lát fólk ekki komast upp með svona frekju.

Hörður eitt er að krefjast fagmennsku þegar verið er að fá verk unninn, en að fólk geti ekki keypt eða leigt sér tæki til að vinna heima hjá sér sjálft er út úr korti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2014 kl. 23:16

7 identicon

eruð þið öll eithvað verri ? þetta er ekki málning, þetta er ekki smá spasl, þetta er engin helvítans nagli. þetta er það sem veldur mesta tjóni í húsnæðum. mörg dæmi um myglusveppi af völdum fúsk vinnu og þekkingar leysi . ég er sjálfur pípari og sé á mörgum stöðum hafa heimskir bjánar gert við og gert eithvað með raungum efnum og það endar með tjóni.  best væri að banna alla sölu á lagna efni til almenings til að fyrir byggja heimskuleg tjón . þið mynduð ekki vilja kaupa íbúð sem er með illa lögðum pípulögnum. 

fólk verður fárveikt og reyndar að drepast af völdum myglusveps.

ekki vera kalla þetta frekju. þetta eru forvarnir ekki bara fyrir lögilta stétt heldur fyrir almening líka.

ragnar (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 00:02

8 identicon

Ragnar: Þessi forsjárhyggju prédikun hittir þá bæði þig og þína kollega fyrir í öllum öðrum iðn- og tæknigreinum. Dreg stórlega í efa að þú mundir sætta þig við t.d. að fá ekki keypta varahluti í bílinn þinn. Fengir svarið "Sorry Raggi minn, þú ert ekki bifvélavirkjameistari - við megum ekki seljan neinum bílavarahluti nema þeim".

Bifvélavirkjun er löggilt iðngrein og bílar valda fleiri slysum en vatnið, sem þú treystir engum fyrir nema þeim sem hafa löggilta rassskoru sem glottir upp fyrir buxnastrenginn.

kela (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 00:26

9 identicon

Það er ekki í verkahring verslana að spyrja fólk um próf. Ef ég væri með pípara í vinnu vildi ég að hann væri á staðnum að vinna og ég væri í snattinu og líka að semja um verð á vörunum og fá allan afsláttinn sjálfur í minn vasa.

Jökull (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 01:11

10 identicon

og svo kemur þú alltaf með vitlaust efni.  píparar vinna ekki með hvaða efni sem er og ef þú ferð í eithverja drasl búð og kaupir heimskulegt inbygt klóset sett sem hann telur ekki vera nógu gott og líklegt á að komi tjón . þá er hann ekki að fara setja það upp. pípari er með tryggingu fyrir tjónum, pípari er með verkstæðið með sér heim til þín hann er með bifreið undir verkfærin hann ,

farðu með bílinn þinn á verkstæðu og stattu yfir starfsmanninum og réttu honum verkfærin

ykkur finst pípulagna vinna dýr en horfið framhjá okrinu á tímagjaldi hjá verkstæðum.

hversu oft þarf að gera við bílinn og hversu oft þarf að gera við pípulagnirnar heima hjá ykkur?

ykkur finst sjálfsagt að vatnið renni úr krananum heima hjá ykkur og gerið ykkur eingan veigin grein fyrir því afhverju og hvernig þessi vökvi rennur í vaskinn hjá ykkur

sama með rafmagnið þið farið að hágrenja þegar það fer.

farið í fílu þegar viðgerðir standa yfir .  sérstaklega skrifstofu snobað fólk .



ragnar (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 01:37

11 identicon

Það væri e.t.v. ekki fráleitt að anda aðeins með nefinu og sjá hvort fréttin um þessa facebook færslu eins manns eigi við rök að styðjast. Facebook, barnaland og bloggheimar hafa hingaðtil ekki verið áreiðanlegustu uppsprettur upplýsinga og blaðamenn moggans ekki miklir fréttahaukar.

Ufsi (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 02:26

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ufsi ertu að segja að maðurinn hafi logið þessu og enginn hafi séð ástæðu til að leiðrétta hann?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2014 kl. 09:44

13 identicon

Ég gæti væntanlega treyst því að píparin skrifi rétta hluti á blað sem ég færi með til að versla með og hann þá haldið áfram að vinna á meðan.

Ef ég hef menn í vinnu þá tel ég mig hafa fullt leifi til að fylgjast með þeim og þeirra vinnu, píparar gera líka mistök td látið galvinsérað og svart liggja saman hef lent sjálfur  í tæringarleka eftir svoleiðis vinnubrögð hjá fagmanni.

 

Jú það er staðreynd að sum fyrirtæki neita að versla við almenning vegna þrýsting frá pípurum.  

Jökull (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 11:03

14 identicon

Ég geri sjálfur við bílinn; hann fer reglulega í skoðun og hef aldrei fengið neitt sett út á mína vinnu. Hann er þó umtalsvert hættulegri öðrum en húsið mitt sem hreyfist frekar hægt um.

Ég geri líka flest allt í húsinu sem ég get; hingað til hefur hvorki leitt út né lekið vatn (nema upphaflegu lagnirnar uppáskrifaðar af mönnum með rétt próf). Og þó læki vatn, skemmist þá bara mitt hús og mitt dót.

Varðandi mygluskemmdir hef nú helst séð fréttir af því í nýlegum byggingum, byggðum af verktökum og því allt unnið af fagmönnum skyldi maður ætla.

Reyndin er sú að þetta hefur akkúrat ekkert með öryggi að gera eða neitt slíkt; Píparar eru bara reyna að vernda vinnuna sína með ofbeldi.

ls.

ls (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 11:07

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jökull gott að fá það staðfest að hér er ekki farið með fleipur.

Is mikið er ég sammála þessu.

Málið er að hluti af því hve íslendingar eru vinsælir sem vinnukraftur á hinum norðurlöndunum og víðar, er að þeir eru mjög margir jafnvígir á allt. Í sumum löndum er það bara þannig að rafvirki snertir ekki á neinu sem viðkemur pípara og svoleiðis. En oft skarast þetta, og þar stendur íslendingurinn vel, því við erum bara oft svo sjálfbjarga. Menn ættu ef til vill að horfa í eigin barm, ef iðnaðarmenn væru ekki svona dýrir, seinir til vinnu oft og stundum latir í vinnu. Ekki allir en afskaplega margir, þá gæti vel verið að fólk leitaði meira til þeirra.

Ég er ekki að alhæfa, á sjálf einn múrara, sem vinnur vel og er samviskusamur. En ég hef oft heyrt talað um menn sem semja sig út af markaði, í fyrsta lagi að vera of dýrir, öðru lagi koma ekki þó þeir hafi lofað því fyrr en eftir dúk og disk.

En fyrst of fremst er ekki hægt að banna sölu eða leigu á tækjum til almennings, það stríðir gegn öllu velsæmi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2014 kl. 11:57

16 identicon

Það væri að æra óstöðugan að ætla að trúa öllu á internetinu sem ekki hefur verið leiðrétt. Enginn af öllum þeim sem tjáð hafa sig um þetta mál hefur getað staðfest það sem þessi maður sagði. Sem stendur er þetta bara eins manns slúður. Gleymum ekki Lúkasarmálinu.

Ein af ástæðum þess að múrari er helst ekkert að fikta í rafmagni er að komi eitthvað fyrir þá nær tryggingin hans ekki yfir annað en múraravinnuna. Sé hann verktaki þá gæti hann persónulega borið fjárhagslega ábyrgð gagnvart verkkaupa og slasist hann sjálfur sækir hann ekki tekjutap og bætur til trygginganna. Þess eru mörg dæmi að iðnaðarmenn hafi bótalaust þurft að bera tjón vegna misráðinnar sjálfsbjargarviðleitni.

Ufsi (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 12:38

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jökull hér að ofan var að staðfesta að þetta er rétt, hann er auðvitað að skrökva líka eins og maðurinn sem reyndi að leigja snittitækið.

Annars hefur þú gott lag á að fara með umræðurnar út í móa. Ég var ekki að tala um múrara, pípara, málara almennt, heldur með því að ræða þær stéttir að bera saman hvað þetta er í raun og veru kjánalegt.

Eða finnst þér allt í lagi að ákveðnar stéttir samfélagsins, geti bannað sölu eða leigu á tækjum og tólum sem þeir nota?

Svo get ég bent þér á að mörg hús eru illa farin vegna fúsks iðnaðarmanna, meðal annars í Reykjavík. En við vorum ekki að ræða það eða var það nokkuð. Við vorum að ræða um mann sem ætlaði að vinna heima hjá sér við að laga rör, það kom fram í fréttinni að hann kynni handtökin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2014 kl. 13:12

18 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Sennilega er Ármann að pota í að venjulega er talað um múrseið og sparsl eða spartl. Ég hef aldrei heyrt talað um spærsl :) en það er ekki málið.

Ég prófaði að hringja í Byko og þar staðfesti sá sem svaraði að þetta væri rétt, aðrir en píparar gátu ekki fengið snittvélina leigða, en þeir eru búnir að breyta því núna enda væri þeim ekki statt á því.

Í þessu samhengi þá er merkilegt hvað hárgreiðslufólki hefur tekist að takmarka sölu á almennilegum hárskærum, undir því yfirskini að vernda neytendur. Sama má segja um hluti til skóviðgerða, sóla, hæla og þessháttar skósmiðir halda fast utan um það.

Ég veit til þess að tryggingafélög í Danmörku bæta ekki vatnstjón ef einhver annar en löggiltur pípari hefur átt við vatnslagnirnar og lekann má rekja til þess. Það er ekki þannig hér, ekki ennþá.

Því miður má finna fúskara á öllum sviðum og eru sumir með próf í greininni. Ég þekki marga fagmenn misgóða, bæði sjálflærða og skólagegna. Þvi miður er prófskírteini engin trygging fyrir vönduðum vinnubrögðum, best er að kynna sér verk viðkomandi.

Ég held samt að ég myndi ekki vilja leggjast undir hnífinn hjá sjálfmenntuðum skurðlækni, en það er önnur saga.

Þóra Guðmundsdóttir, 31.3.2014 kl. 14:15

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Þóra fyrir þitt innlegg, já ég sagði spærsl, af því að við segjum það hér, en auðvitað er þetta sparsl, við tölum um að spærsla í sprungur, annars skiptir það ekki máli í þessu samhengi, og takk fyrir að taka af allan vafa um réttmæti fréttarinnar. Og svo sannarlega er gott að vita að þetta hefur verið dregið til baka. Og það sem þú segir um skæri og annað, virkilega áhugavert að heyra það. Ætli þetta sé víðtækara en við vitum af?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2014 kl. 15:43

20 identicon

Ég er múrari Ásthildur en ég kannast ekki við múrspaða eða spæsl og svo eru naglar og hamrar fyrir fleiri en smiði og snittvélar líka,en TUSSUR, til hvers ætli þær séu???????????? 

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 20:10

21 identicon

sem pípulagningameistari þá styð ég þessa ákvörðun Byko að leigja snittvél ekki til almennings, þessar vélar eru stórhættulegar fyrir þá sem kunna ekki á þær og hafa valdið útlimamissi, banaslysum ofl.

ef vélin er í gangi og td. ermin á peysunni legst utaní rörið þá mun hún festast við rörið og vefjast utanum það, snittvélar eru mjög mikið niðurgíraðar, þær snúast hægt en þær snúast af miklu afli og eru lengi að stoppa, ef ermin er af vandaðri og sterkri flík og rifnar ekki strax þá mun hendin vefjast uppá rörið líka og miklar líkur á að hún rifni af við öxl, það hefur gerst oftar en einusinni og dugar sem ástæða til að takmarka útleigu á snittvélum til fagmanna.

hvað varðar notkun í öðrum tilgangi þá eru eingöngu leigðir út snittbakkar í snittvélar sem ætlaðir eru fyrir pípulagnir, ef nota á snittvélina í að snitta annað en pípulagnir þarf aðra snittbakka, þeir kosta tugi þúsunda og það kaupir þá enginn nema eiga snittvélina og þá er hvergi hægt að leigja hér á landi.

hvað varðar þrýsting frá félagi pípulagningameistara þá tel ég það vera bull, ég er ekki í félaginu en félagið sem slíkt er ekki í pípulagnavinnu og því varla stór viðskiptavinur hjá byko og hótun un að hætta viðskiptum hjá þeim ekki marktæk.

hvað varðar vatnstjón þá eru þau víst um 18 á dag alla daga ársins mis stór og af mismunandi ástæðum, vinn ég við að gera við eftir svoleiðis tjón og hef ég oft komið á staði og séð lagnir lagðar af húseiganda eða öðrum ófaglærðum einstakling, allt lagt á skjön við byggingareglugerðir og rangar samsetningar sem ollu tjóni.

sama hversu vel fólk er tryggt þá falla allar tryggingar niður hafi ófaglærður einstaklingur átt við pípulagnirnar, svo þó ekki nema væri vegna þess þá á að útiloka almenning í að kaupa lagnaefni og leigja sérhæf verkfæri til pípulagna.

Daniel (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 21:36

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Ármann, ég veit að þetta heitir Múrskeið og Sparsl, en þú veist alveg hvað ég var að tala um. Þetta með tussuna, er eitthvað sem píparar kalla svo snittutussu eða eitthvað álíka hehehe... Sem er svona þræðir sem þú setur á snittdót til að festa samskeyti. En það er auðvitað eitthvað píparadót....

Minn maður er múrari, og ég hef svo sem hrærst innan um múrskeiðar, flísaskera, fúguspaða og allskonar. En stundum fer ég fram úr sjálfri mér í orðum, en innihaldið er samt það sama.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2014 kl. 23:58

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef búið með þessari elsku síðan 1970.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2014 kl. 23:59

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Birgir, múrskeiðar og sparsl heitir þetta sem ég er að tala um, en þú veist alveg hvað ég er að tala um þó ég skripli á skötu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2014 kl. 01:09

25 identicon

Það eru til fleiri leiðir til að vinna gegn fúski en að banna mönnum að bjarga sér. Það á við um flestar iðngreinar að léleg vinnubrögð geta leitt til tjóns. Fái maður t.d. almennilegar leiðbeiningar og ráð (eins og hingað til hefur verið í Byko) eru gallar vegna vitlausra efna sjaldgæfari. Og það er hægt að slasa sig illa á flestum tækjum sé þeim ekki rétt beitt. Ráðgjöf og tilsögn þegar tækið er leigt skiptir þar miklu máli.

Daníel bendir á að tryggingarnar (væntanlega valkvæðu húseigendatryggingarnar) falli niður hafi ófaglærður einstaklingur átt við lagnirnar. Það er fínt mál.

En ályktunin sem hann dregur af því er kolröng.

Ef ég vil vinna sjálfur við mitt hús sjálfur og taka áhættuna af því (jafnvel ekki vera með trygginguna umræddu) er það mitt mál og mín áhætta. Þetta eru nefninlega engin eldflaugavísindi.

En sé maður í vafa; er að gera eitthvað sem getur valdið miklu tjóni og á jafnvel eftir að vera múrað inni; leitar maður leiðbeininga og/eða fær fagmann í það verk. Það hef ég gert. Sé maður í fjölbýlishúsi eru þau líka mun fleiri tilvikin sem það á við, heldur en á við í einbýlishúsi. Þá er maður nefninlega ekki bara að taka sjálfur áhættuna.

En það gildir það sama um þetta og svo margt fleira (nefni utanvegaakstur sem dæmi); að banna öllum að hreyfa sig er ranga aðferðin. Upplýsingagjöf og áminning um ábyrgð (t.d. að minna menn á að tryggingar borgi ekki tjón eftir fúsk) hafa miklu meiri áhrif.

Nema náttúrlega tilgangurinn sé í raun að vernda vinnuna sína með ofbeldi og hitt sé meira yfirskin.

ls.

ls (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 07:08

26 identicon

Byggingavöruverslanir hafa leigt sérhæfð verkfæri og kennt almenningi á þau, einnig hafa verslanir gengið svo langt að gefa út bæklinga með leiðbeiningum hvernig fólk getur unnið algeng iðnaðarmannastörf sjálft.

í öllum tilvikum sem verslun reynir svoleiðis taka iðnaðarmenn sig saman og sniðganga verslunina, við verslum ekki við aðila sem er í samkeppni við okkur eða reynir að koma í veg fyrir að við getum unnið.

í öllum tilvikum hafa verslanir hætt þessu, iðnaðarmenn standa undir 70-80% af veltu þessara fyrirtækja og borgar sig ekki fyrir þær að stugga við iðnaðarmönnum, enda er iðnaðarstéttin lögvernduð og er ófaglærðum hreinlega bannað að koma nálægt pípulögnum, rafmagni oþh. nema hafa iðnmeistara yfir sér sem ber ábyrgð á verkinu. allar lagnir eru teikningaskyldar og úttektarskyldar, ef pípulögn er lögð annarstaðar en hún er teiknuð og sú lögn fer að leka þá gilda engar tryggingar um tjónið, hvorki skyldutryggingar né valfrjálsar, sama gildir um raflagnir, ef kviknar í útfrá raflögn sem hefur ekki verið teiknuð og samþykkt af byggingafulltrúa þá bætir brunatryggingin ekki tjónið sama gildir um allar aðrar tryggingar nema rekstrarteyggingu rafvirkja, ef rafvirkinn er enn að vinna við lagnirnar og á eftir að skila inn teikningu þá gildir hans trygging.

Daniel (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 09:56

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gerir þú þér grein fyrir því Daníel hvað þú ert að segja?

Reyndar hef ég ekki trú á því að iðnaðarmenn taki sig yfirleitt saman um svona, það eru auðvitað alltaf einhverjir sem gera það. Þó get ég skilið að það er ekki vinsælt að ófaglærðir séu að taka að sér að vinna svona. En hér er verið að ræða um mann sem ætlar að vinna sjálfur í sínu eigin húsnæði og fær neitun um leigu á tæki af ótta við hemdaraðgerðir iðnaðarmanna í þessu tilfelli pípara.

En það væri ljótt ef allir iðnaðarmenn hverju nafni sem þeir nefnast myndu fara út í svona sálma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2014 kl. 10:35

28 identicon

"í öllum tilvikum sem verslun reynir svoleiðis taka iðnaðarmenn sig saman og sniðganga verslunina, við verslum ekki við aðila sem er í samkeppni við okkur eða reynir að koma í veg fyrir að við getum unnið."

Sé ekki betur en að hér sé komin staðfesting á því sem menn hafa verið að keppast við að afneita.

Gangi þetta samt allt eftir og okkur gert ókleyft að bjarga okkur sem það höfum getað skammlaust, eru tveir möguleikar eftir, báðir vondir:

a. grenja í þeim iðnaðarmönnum sem maður þekkir að útvega sér efni, og eftir atvikum, tæki.

b. fresta því óhóflega lengi (með tilheyrandi tjónshættu) að laga það sem er um það bil að fara að gefa sig. Í mínu húsi eru t.d. gamlar eirlagnir að hluta til sem er bara tímaspursmál hvenær gefa sig. Hvort skyldi vera ódýrara fyrir tryggingafélagið að ég lagi það eftir því sem ég get smalað fyrir efni og tækjaleigu; eða að borga mér fyrir tjónið eftir að lagnirnar gefa sig (þar sem það er langur vegur frá að ég hafi efni á að kaupa pípara í verkið á milljón á tímann).

ls.

ls (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 10:42

29 identicon

tryggingafélög eiga ekki að bæta tjón fyrir trassa skap á viðgerðum. ef þú ert á sléttum dekkjum og veldur tjóni þá fer tryggingafélöginn framm á að þú borgir tjónið.

ef þú ert með koparlagnir þá er best fyrir þig að rífa það allt í burtu þegar það er orðið gamal þá geturu búist við leka hvenar sem er. milljón á tíman? þú ert fyndinn ís . það er dýrara að fara með bifreið í viðgerð og bara skoðun.
pípulagnir kosta mikið sérhæfð verkfæri kosta mikið + öll hin verkfærin, bifreið sem hann notar til að ferðast með verkstæðið sitt upp að dyrunum þínum.  og með afslátt inn sem við tökum ! það er vegna magnskaupa af efnum ekki vegna eit skíta verk. við bætum ekki verð ofan á vörur.   við förum ekki alltaf út í búð við eigum lager af efnum því margt mögulegt sem getur komið upp á. 

Ragnar (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 18:59

30 identicon

Fyrirgefðu Ragnar, en mér finnst þetta ekki fyndið.

Sammála þér að það er best að rífa burt gamla dótið, en ef ég get ekki gert það sjálfur verður talsverð bið á að það gerist af einföldum efnahagslegum ástæðum. Ef það gefur sig áður, lendir tjónið væntanlega á tryggingafélaginu (þá fá reyndar píparar vinnu, en til þess er nú leikurinn gerður eins og Daniel var að staðfesta).

ls.

ls (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2020879

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband