28.3.2014 | 16:41
Byggðalög í herkví.
Kvótakerfið í sinni ljótu mynd. En fékk Vísir ekki byggðakvóta? Hann hlýtur að færast yfir á annað fyrirtæki. Það er komið alveg nóg af þessari vitleysu að einhverjir peningamenn hafi heilu byggðalögin í hendi sér. Það hlýtur að vera hægt að koma í veg fyrir að einhverjir peningagráðugir menn geti bara kippt fótunum undan þorpum hér og þar um landið, þorp sem hafa byggst upp á nálægðinni við fiskimiðin. Hvernig væri að fara að hugsa út fyrir rammann og leyfa frjálsar krókaveiðar meirihluta ársins?
Þetta er áfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022152
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það að svona skuli fara virðist frekar vera regla en undantekning þegar einhverjir fjárfestar koma "annars staðar" að af landinu og þykjast ætla að "bjarga" byggðarlaginu. Ég hef fylgst með þessu alveg frá upphafi og það er ekki fögur sjónin þegar litið er yfir verk þessara aðila.............
Jóhann Elíasson, 28.3.2014 kl. 17:44
Stofnandi Vísis frá Þingeyri er Páll Pálsson,en reksturinn var alltaf í Grindavík. Sonur hans sem tók við lagði upp á Þingeyri (ofl) ég tók því alltaf sem tryggðar aðgerð þeirra,enda þekkti ég Pál sem öðling. Það er svo spurning hvort sú aðgerð hafi verið misráðin,eða misráðið hjá íbúum að taka henni,án uppsagnar ákvæðis,sem ég hef ekki hugmynd um hvernig gengur fyrir sig. Seinna kynntist ég hvernig Stöðvarfjörður lamaðist,má segja þegar útgerðin þar flutti burtu.
Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2014 kl. 21:53
Já Jóhann það er sorglegt þegar menn "ætla" eitthvað, og verða svo að draga allt til baka, þá er betra að fara aldrei af stað.
Helga mín það getur vel verið að þessir menn séu "öðlingar", en þeir áttu auðvitað að skoða endinn í upphafi, það er mikil ábyrgð að "bjarga" byggðalögum í "smátíma" og ganga síðan út. Þá er betra að byrja aldrei.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2014 kl. 11:07
Þorp sem hafa byggst upp á nálægðinni við fiskimiðin þegar það skipti máli eiga erfitt nú. Nálægðin skiptir engu máli og þar er ekki kvótakerfinu um að kenna. Tæknifrasmfarir, breyttar markaðsaðstæður, aukin skattlagning og rekstrarumhverfi þar sem opinberir sjóðir koma ekki lengur til bjarga rekstri sem ekki er grundvöllur fyrir hafa haft meira að segja en kvótakerfið. Sá tími er liðinn að hægt væri að reka frystihús 3 daga í viku á styrkjum frá ríkinu. Sá tími er liðinn að hægt væri að reka matvælavinnslu í hvaða skítuga skúr sem var. Krafan um dýrari vélar, vandaðri framleiðslu, þrifnað og arðsemi hefur lokað fleiri vinnslum en kvótakerfið. Vinnslur munu fara í þrot og byggðarlög leggjast af þó kvótakerfið verði aflag, rétt eins og vinnslur fóru í þrot og byggðarlög hurfu fyrir tíma kvótakerfisins.
En það er þægilegt að neita að viðurkenna raunveruleikann og kenna kvótakerfinu um allar breytingar.
Ufsi (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 16:32
Ef ég þyrfti að ganga svo nærri mér við að misþyrma staðreyndum eins og hann Ufsi kæmi ekki annað til greina en að skrifa undir dulnefni.
Árni Gunnarsson, 29.3.2014 kl. 22:46
Fyrstu viðbrögð þeirra sem hafa engin rök máli sínu til stuðnings eru að fara í manninn frekar en málefnið. Algengt hjá fólki sem ekki getur hugsað sjálfstætt og þarf að trúa einhverjum frekar en að mynda sér sjálfstæða skoðun byggða á staðreyndum sem þeir hafa kynnt sér. Sé Árni Gunnarsson ósammála einhverjum má lesa það á síðum Árna að sá hljóti að hafa rangt fyrir sér vega þess að hann er ekki í réttum flokki eða félagi, röng atvinna, fjölskyldu eða vinatengsl, of menntaður eða of efnaður. Þannig fólki svíður að lenda á einhverjum nafnlausum.
Ufsi (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 01:01
Það er alltaf leiðinlegra í umfjöllun um málefni að menn skrifi undir duldnefni.... það virkar svolítið eins og þeir séu ekki færir um að standa fyrir máli sínu augliti til auglitis.
Þetta er bara almennt og á við víða. Það er alltaf betra að koma fram undir nafni.
Stefán Stefánsson, 30.3.2014 kl. 10:11
Ufsi ég verð að bera þá fullyrðingu þína um að nálægðin við fiskimiðin skipti ekki máli, það er einfaldlega rangt. Það skiptir máli að fiskurinn komi ferskur á land, og það skiptir máli líka núna þegar kröfur markaðarins er upplýsingar um hvaðan hráefnið kemur, hver veiðir og jafnvel er núna í farvatninu að setja inn myndir af bát og áhöfn.
Þetta er í raun og veru nú þegar orðið að staðreynd og gefst vel. Vegna meiri áhuga almennings á umhverfismálun og uppruna afurða, verður þetta meiri krafa en hingað til hefur verið. Það er svipað og beint frá býli, þar sem fólk vill vita hvaðan kjötið kemur.
Þetta verður til bjargar hinum minni byggðum landsins. Sem betur fer, og það sem fólk vill sjá miklu meira af í framtíðinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2014 kl. 11:20
Heilt byggðarlag vinnur ekki við uppskipun og þegar nær allur fiskur fer á markað þá verður oft lítið eftir til vinnslu þar sem uppskipunin fer fram. Þó nægur fiskur hafi komið að landi á Þingeyri hefur Vísir þurft að loka 3 mánuði. Og vinnsla sem þarf að borga háar upphæðir í fastakostnað, hvort sem er unnið eða ekki, ber sig ekki í samkeppni við fyrirtæki sem starfa á fullu alla daga.
Um helmingur af öllum afla sem landað er á norðanverðum Vestfjörðum er seldur burtu til vinnslu annarstaðar. Það hefur ekkert með kvótakerfið að gera en hefur sennilega einhver áhrif á atvinnuframboð á Vestfjörðum.
Krafan um ferskleika, uppruna og rekjanleika gefur Þingeyri ekkert forskot geti þeir ekki selt vöruna með hagnaði. "beint frá býli" frá Þingeyri er ekkert eftirsóknarverðara en "beint frá býli" frá Kópavogi eða Sandgerði. En "beint frá býli" frá Kópavogi eða Sandgerði kostar minna í framleiðslu en "beint frá býli" frá Þingeyri. Og það verður ekkert til bjargar hinum minni byggðum landsins ef öll orkan fer í að berjast gegn kvótakerfinu, viðhalda úreltum lífsháttum og drauma um glæsta fortíð.
P.s. Stefán, síðast þegar ég kom fram undir nafni þurfti ég og fjölskyldan að þola upphringingar á öllum tímum sólahringsins frá fullum eða rugluðum bloggurum sem endilega vildu ræða málin frekar. Þannig að mín reynsla er að það er ekki alltaf betra að koma fram undir nafni.
Ufsi (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 14:59
Það er nú málið Ufsi, það er svo skrýtið að bíllinn sem ekur burt með aflann frá Suðureyri eða Flateyri mætir bílnum sem kemur með fisk frá Grindavík eða Reykjanesbæ. Allt háð því hvað er veirð að vinna hverju sinni.
Með því sem nú er byrjað á að merkja vöruna frá upprunastað, mun leiða til þess að auðveldara verður að selja fiskinn merktan sínum upprunastað, hvort sem það er Suðureyri Grindavík eða hvað.
Fólk jafnvel kemur og skoðar þá staði sem veiðarnar eiga sér stað. Og ég veit að þar sem fiskur er vel meðhöndlaður og snyrtilegur fær framleiðandinn meira fyrir fiskinn. Það á til dæmis við um Íslandssögu á Suðureyri, þar sem það fyrirtæki fær hærra verð fyrir fiskinn en margir aðrir. Þar er líka unnir bæði þurrkaðir þorskhausar og fiskitöflur sem fara beint á Nigeríumarkað.
Það er með ólíkindum hvað þú gerir lítið úr Vestfjörðum og landsbyggðinni allri reyndar. Hafðu skömm fyrir.
Ég hef alltaf skrifað undir nafni og aldrei fengið neinar óæskilega eða leiðinlega upphringingar frá fólki. Gæti það verið út af þinni málefnastöðu að fólk leiðist til að hringja í þig? Við þurfum líka alltaf að skoða í eigin barm.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2014 kl. 17:03
Ég er ekki að gagrnrýna landsbyggðina eða gera lítið úr henni. Ég er að gagnrýna það að fólk skuli loka augunum fyrir því sem er að ske en hugsunarlaust varpa allri ábyrgð á byggðaþróun og atvinnuuppbyggingu á kvótakerfið þegar augljóst er að það hefur ekkert með þróun mála að gera og afnám þess mundi ekkert bæta.
En það er með ólíkindum hvað þú gerir lítið úr Vestfjörðum og landsbyggðinni allri reyndar með gengdarlausum áróðri fyrir því að þeim séu réttar aflaheimildir ókeypis upp í hendurnar sem aðrir hafa keypt. Og með fullyrðingum um að íbúarnir séu ófærir um atvinnuuppbyggingu nema þeir fái allt gefins. Hafðu skömm fyrir.
Það getur verið að fólk hringi helst í þá sem tala af einhverju viti og geta sannfært aðra með rökum frekar en innantómum upphrópunum. Fólk sem getur haft áhrif með orðum sínum en er ekki bara að apa upp innantóman áróður. Fólk sem myndar sér sjálfstæða skoðun frekar en að ganga með lokuð augun í trúfélag. Fólk hringir sennilega ekki mikið í fólk sem augljóslega á bara bágt.
Ufsi (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.