17.2.2014 | 14:22
Fuglamál.
Nú er sól og blíða á Ísafirði. Ég hef gefið krumma í allan vetur, það er einn krummi sem "á" kúluna. Þau voru tvö en annað dó. Nú er hann farin að bjóða öllum hröfnum bæjarins í veislu hjá mér hehehe...
Skrýtið er að ég hef ekki séð einn einasta smáfugl í allann vetur, þeir eru vanir að vera hér í stórum hópum og fljúga á milli húsa það sem þeir vita að þeir fá mat. En ég held að ég hafi séð lóu áðan. Hún flaug upp þegar ég fór niður á bílastæði. Ótrúleglt að sjá hana á þessum árstíma, og svo er alltof mikill snjór fyrir hana blessaða.
En nú verð ég að fara og njóta góða veðursins, eigið góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrafnar eru skemmtilegir fuglar. Ég er fæddur og uppalinn í útjaðri Hóla í Hjaltadal. Bærinn heitir Hrafnhóll. Það er allt morandi af hröfnum í gili fyrir ofan bæinn, Hrafnagili. Krummi er skemmtilega stríðinn. Hann elskaði að hrekkja hundana á bænum. Það var góð skemmtun að fylgjast með því. Krummi átti það til að læðast aftan að hvutta og gogga í hann. Fljúga síðan í burtu þegar hvutti spratt reiður á fætur. En fljúga ekki nema stutt. Bíða eftir að hvutti kæmi hlaupandi fullur hefndarhugs. Þannig lék krummi sér að því að láta hvutta elta sig heilu og hálfu dagana, upp um fjall eða inn allan dal.
Krummi er ekki mannafæla. En það er varasamt að vingast við hann þannig að hann verði alveg óhræddur í návist fólks. Ástæðan er sú að hann verður þá árásargjarn við lítil börn. Reynir að kroppa í augun á þeim. Ég veit um fleiri en eitt dæmi um slíkt.
Krummi er kannski ekki að ráðast á lítil börn til að valda þeim skaða viljandi. Þetta hefur eitthvað að gera með glysgirni krumma. Hann safnar í og við hreiður sitt allt sem glitrar og glampar á: Glerbrot, gyllt eða silfruð sælgætisbréf og þess háttar. Hann skilgreinir barnsaugað sem glys. Það var mér að minnsta kosti kennt sem barni.
Jens Guð, 18.2.2014 kl. 00:49
Takk fyrir þessa sögu Jens. Ég átti hund fyrir mörgum árum, og það voru tveir krummar sem áttu húsið mitt líka þá. Við gáfum hundinum stundum mat fyrir utan dyrnar, hrafnarnir voru ekki lengi að nýta sér það. Annar lét Lubba minn elta sig upp um allar hlíðar, meðan hinn át, þega hann var búin að éta nóg, skiptu þeir um hlutverk, það var heilmikil skemmtur að fylgjast með þessu, en alltaf féll Lubbi fyrir sama bragðinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2014 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.