Frábært unga fólkið okkar, hinir eldri ættu að læra af þeim.

Unga fólkið sýnir fordæmi sem þeir sem eldri eru og hafa meiri ábyrgð á þjóðfélaginu mættu taka til sín og læra af.  

Ég er afskaplega ánægð með viðbrögð unga fólksins okkar, og er viss um að þetta er lærdómur sem mun reynast þeim vel í framtíðinni.  

Svo verð ég að hrósa ungu konunni sem lét ekki þar við sitja, heldur hélt sínu striki, af henni mættu margar konur læra, ekki endalaust fórnarlömb heldur standa fast á sínu.  

Ég verð að segja að ég er bjartsýnni en áður á framtíð Íslands.  


mbl.is Segir engan í liði MÍ hata konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Bíddu, hvað er svona frábært við þetta unga fólk frá Ísafirði sem sýnir af sér svona hegðun og framkomu ?  Þetta lið hefur ekkert að gera í ræðukeppni, ekki einu sinni í skóla.  Er ekki hægt að hafa þessa vitleysinga bara á sjó eða láta þá hengja skreið á trönur ?  Virðast ekki hafa greind í mikið annað.

Óskar, 15.2.2014 kl. 14:00

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ekki bara að tala um unga fólkið á Ísafirði, ég er að tala um þroskan sem þau sýna öll, stúlkan með því að láta ekki vaða yfir sig, og standa á sínu, og svo strákarnir að biðjast afsökunnar, og þjálfarinn ekki bara biðst afsökunar, heldur tekur ábyrgð á gjörðum sínum og hættir. íslenskir pólitíkusar og efnamenn mega svo sannarlega taka þetta unga fólk til fyrirmyndar. Því þetta er sannarlega vel gert. Veit ekki hvernig þú hugsar, en ég veit að það er erfitt að taka ábyrgð á orðum sínum og gjörðum, en það gerðu þeir svo sannarlega.

Þú vilt ef til vill að fólk sitji uppi með mistök endalaust?Jafnvel þó það iðrist.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2014 kl. 14:06

3 identicon

Svo Ásthildur, þér finnst bara nóg að biðjast afsökunar á svona svívirðu ?

Kallarðu það að taka ábyrgð ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.2.2014 kl. 14:26

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÉG skil ekki hvað þú ert að fara, er það ekki að taka ábyrgð að hætta liðþjálfum? Sem sagt það er bannað að skammast sín og biðjast afsökunar, hvers lags lífssýn er þetta eiginlega í ykkur.

Tveir eru búnir að sína iðrun og biðjast fyrirgefningar, hvað er hægt að gera meira? Og liðstjórinn tekur þá ábyrgð að hætta.

Sorrý drengir mínir en ég skil ekki þennan þankagang. Vona að þið vinni ekki við þau störf að þurfa að fyrirgefa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2014 kl. 15:19

5 Smámynd: Óskar

Cesil, flest hugsandi fólk svona rétt yfir þroskaheftramörkum og með einhvern snefil af siðferðiskennd hefið í fyrsta lagi aldrei hagað sér svona.  Einhver málamyndaafsökun er auðvitað afskaplega fyrirséð til að reyna að fegra eigin hlut.

Óskar, 15.2.2014 kl. 16:02

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er misskilningur hjá þér, unggæðisháttur og hugsunarleysi kemur af stað svona, ég er alls ekki að segja að það eigi að haga sér svona, en það gerðist og þessir piltar báðust afsökunar og viðurkenndu mistök sín. Og ég spyr hvað viljið þið gera við drengina? setja þá í fangelsi eða kasta þeim úr skólanum? eða hvað finnst ykkur til ráða? Ég vil gjarnan heyra ykkur segja það hreint út, skaðin er skeður, þeir hafa beðist afsökunar og viðurkennt brotin, og hvað svo?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2014 kl. 16:08

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér kemur athugasemd móður liðstjórans sýnir ef til vill að nærgát skal höfð í nærveru sálar.

Sonur minn, Björgúlfur, iðrast svo sannarlega. Það, að hann hafi kosið að koma með sína eigin afsökunarbeiðni í stað þess að "skýla" sér bak við (eða með) hópnum, sýnir að hann tekur ábyrgð á orðum sínum og gerðum. Hann hefur einnig haft samband við stúlkuna og beðið hana fyrirgefningar, sem hún og honum veitti.

Meira veit ég hreinlega ekki hvað hægt er að gera til að hann sýni iðrun sína í verki?

Mögulega að hætta í skólanum eða verða útskúfaður á einhvern annan hátt? Er það kannski refsing við hæfi? Svona til að stuðla rækilega að því að hann komi ekki til með að eiga aér viðreisnar von, nokkurntíma?

Væri það mögulega næg einlægni?

Ég sem móðir hans verð hreinlega að velja það að veita honum rækilegt tiltal, gera honum ljóst hvað hann hagaði sér illa og þvínæst styðja hann og styrkja í hans niðurbroti.

Er ég þá kannski að "ala upp í honum" enn meiri hroka? Gera mistök?

Ég trúi á mátt fyrirgefningarinnar og á það að gera yfirbót á brotum sínum.

Það er akkúrat það sem ég held að komi sér best að gera núna.

Ég gæti sagt að ég vildi að þetta hafi ekki gerst. Almáttugur já! En ég er ekki barn og slæmir hlutir gerast af og til í lífi mínu. Þeir verða partur af reynslu minni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2014 kl. 18:41

8 identicon

Það er auðvelt að segja af sér þegar skólastjórinn er búinn að segjast ætla að svipta hann embætti. Og að vera auðmjúkur þegar allt er komið í fjölmiðla eftir að hafa ítrekað hundsað kvartanir og ábendingar. Þetta er einfaldlega illa upp alið pakk þarna á Ísafirði sem enginn ætti að taka sér til fyrirmyndar. "Iðrunin" er ekki sannfærandi.

Eftir að hafa beðist afsökunar og viðurkennt mistök sín einu sinni héldu þeir áfram uppteknum hætti. "..Samskiptin breyttust á betri veg eftir aðkomu Hildar aðstoðarskólameistara að málinu og stóðu liðsmenn MA og skólastjórnendur í þeirri trú að ekki yrði framhald á þeirri áreitni sem Eyrún Björg varð fyrir. „Annað kom þó á daginn í keppninni þar sem liðsmenn tóku aftur upp þráðinn með liðsstjórann fremstan í flokki.."  "..Liðsstjóri MÍ: „Ég kláraði hana kannski ekki, en ég eistnaflugaði hana allavega“. „Þar sem ég tróð mér inn í hana og dó þar."

"..Spurður hvort liðsmenn Menntaskólans á Ísafirði fái áfram að vera fulltrúar skólans komi í ljós að þeir hafi gróflega brotið skólareglur svarar Jón Reynir: „Þegar nemendur brjóta af sér sem fulltrúar skólans glata þeir trúnaði og bera náttúrlega ábyrgð á því. Ef slíkt hendir þá ber þeim að segja af sér trúnaðarstörfum.“.."

Hér var ekki um ein mistök að ræða heldur ítrekað brot og einbeittan brotavilja sem aðvaranir og ábendingar dugðu ekki til að stöðva. Vonandi læra þeir eitthvað af þessu, vonandi kenna góðir íbúar Ísafjarðar þeim eitthvað frekar en að fyrirgefa, moka undir teppið og gleyma.

Ufsi (IP-tala skráð) 15.2.2014 kl. 21:32

9 Smámynd: Hörður Þórðarson

Læra af þessu ógeði? Ert þú ekki með öllum mjalla?

Hörður Þórðarson, 16.2.2014 kl. 06:30

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er svo sannarlega með öllum mjalla, en ég efast hins vegar um geðheils ykkar sem takið þessa afstöðu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2014 kl. 12:23

11 Smámynd: Óskar

Þetta rýmar allt ágætlega við það sem einn vinur minn hefur margoft sagt.  Sá hefur verið framhaldsskólakennari í 25 ár, bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.  Hann segir gríðarlegan mun á þessum svæðum hvað varðar framkomu, almenna mannasiði, einelti, kynferðislegt áreiti og allt í þeim dúr þar sem á landsbyggðinni virðist hegðun almennt viðurkennd í skólum sem mundi aldrei lýðast á höfuðborgarsvæðinu.  Þessir drengir hafa sér engar málsbætur nema ef vera skildi að svona hegðun sé bara tekin góð og gild í frumstæðum sjávarplássum á Vestfjörðum.  eins og bent er á hér að ofan braut sá er hafði sig mest íframmi ítrekað af sér, jafnvel eftir að hafa beðist afsökunar.  Svona vitleysing er ekkert viðbjargandi og þó hann reyni að grenja sig alhvítan í fjölmiðlum þá skorar það nú ekki nein prik.

Óskar, 16.2.2014 kl. 13:26

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg óskiljanleg afstaða og virkilega ruddalegt hjá þér. Ég frábið mér svona ásakanir á hendur landsbyggðafólk að það taki eitthvað öðru vísi á einelti og kynferðislega áreitni og ég veit ekki hvað.

Byggðir landsins eru ekki frumstæðari en stærri kjarnar. Ég þekki vel til hér á Ísafirði og veit að það er fylgst vel með öllum slíkum málum í Grunnskólum bæjarins, og það fer í gang teymi sem vinnur á svona málum ef þau koma upp.

Ég fer fram á að þú takir þessar ásakanir til baka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2014 kl. 14:06

13 identicon

"Yngsta þingmannsefnis landsins, verðandi þingkonan Jóhanna María Sigmundsdóttir frá Látrum í Ísafjarðardjúpi segir í samtali við Monitor, að skólaganga hennar í Grunnskólanum á Ísafirði hafi verið erfið.....segist Jóhanna María aldrei hafa fundið sig í skólanum á Ísafirði, sérstaklega vegna eineltis tilburða samnemenda sinna"

"Árásin á nemenda Menntaskólanas á Ísafirði var hluti af einelti og áreitni. Tveimur nemendum hefur verið vikið úr skólanum og hafa þeir fengið vikufrest til að andmæla henni. Skólameistari skólans segir nemendur skólans hafa sýnt mikla samstöðu og hafa óskað eftir meiri umræðu um einelti í skólanum."

"Loks þegar ég var 9 ára flutti mamma með mig og systkini mín yfir á Ísafjörð ..... Krakkarnir byrjuðu að uppnefna mig og stríða mér, að ég væri svo feit ég kynni ekki að lesa, ég væri strákur, ég væri leiðinleg og ljót stelpa.....Þetta var einelti í 10 ár og ég fæ enn stundum skíta komment og leiðinleg augnaráð frá þessu fólki en ég geri mitt besta til að líta framhjá því og koma í veg fyrir að þurfa tala við þetta fólk því ég veit að ég er ekki orðin nógu sterk..."  http://www.hun.is/bref-fra-19-ara-stulku-einelti-getur-haft-varanlegan-skada-a-likama-og-sal/

"Einelti er viðmælendum ofarlega í huga þegar rætt er um líðan nemenda. Í viðtölum segjast nemendur verða varir við einelti í skólanum. Hið sama kemur fram í viðtölum við starfsfólk og foreldrar segjast heyra af einelti. Þetta staðfestist einnig í innra mati skólans."  Grunnskólinn á Ísafirði
Úttekt á starfsemi fyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti. 2012

Það virðist vera teymi góðhjartaðra sem er tilbúinn til að sópa hvaða ósóma sem er undir teppið á Ísafirði frekar en að taka á vandanum. Fyrirgefa allt og hrósa gerendum svo þeir skaðist nú ekki. Á Ísafirði virðist fljótt á litið vera lítið um uppalendur og meðvirkni mikil. Þannig býr maður ekki til fólk með framtíð.

Ufsi (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 16:23

14 Smámynd: Hörður Þórðarson

Góð færsla, Ufsi. Ég hef engu við hana að bæta.

Hörður Þórðarson, 16.2.2014 kl. 18:52

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Erum við ekki aðeins komin út fyrir umræðuna um hegðan morfískeppenda og þjálfara. Ég ætla mér ekki að fara að afsaka það sem gerðist í eineltismálum skólans, enda er eitt af því viðurstyggilegasta sem gerist er þegar unglingar lenda í einelti.

Í þessu máli sem ég er að tala um, fóru drengirnir yfir strikið og létu hluti flakka sem var ósæmilegir. Það sem ég er að benda á er að þeir brugðust rétt við, báðu hlutaðeigandi afsökunar og sýndu með því iðrun.

Nú hefur móðir drengsins sem var liðstjóri, gengið fram fyrir skjöldu og rætt þessi mál og hér er hennar sýn á málið. :Móðir Björgúlfs stígur fram: „Sonur minn gerði stór mistök í sinni framkomu við unga konu“

Ylfa Mist / Mynd samsett: Skjáskot af Youtube

Ylfa Mist / Mynd samsett: Skjáskot af Youtube

„Maður vill börnunum sínum allt gott - en stundum gengur það ekki eftir. Maður vill að börnin endurspegli góða uppeldið sem maður hamast við að veita þeim - en stundum láta þau bara ekki að stjórn“, segir Ylfa Mist Helgadóttir móðir Björgúlfs Egils Pálssonar, liðsstjóra Morfísliðs Menntaskólans á Ísafirði. Líkt og greint var frá á föstudaginn sendi aðstoðarskólastjóri Menntaskólans á Akureyri stjórn MORFÍS formlega kvörtun vegna framkomu ræðuliðs Menntaskólans á Ísafirði. Liðsmönnum ræðuliðsins var gefið að sök að hafa áreitt Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, liðsmann MA. Síðan þá hefur Björgúlfur sent frá sér afsökunarbeiðni. Ylfa segir ennfremur:

Maður vill að börnin fari óskemmd og ósærð í gegnum lífið - en því miður verður manni sjaldnast að þeirri ósk. Síðast en ekki síst vill maður að börnin manns komist í gegnum lífið án þess að særa aðra og í mínu tilfelli hefur það verið áhersla sem ég hef lagt hvað mest kapp á. - En ... eins og með allt hitt, gengur það ekki alltaf eftir. Þá verður maður brjálaður. Öskrar, æpir, skammast og rífst. Spyr: hvað í dauðanum gerði ég svona rangt? Hvernig gat þetta gerst? Sonur minn, erfinginn, gerði stór mistök í sinni framkomu við unga konu. Hann varð sér til skammar.

Ylfa segir að hún hafi reiðst og rætt við son sinn um framkomu samskipti, vinsemd og virðingu.

„Þegar því var lokið og reiðin og gremjan viku fyrir skynseminni veitti ég fyrst líðan hans athygli. Hann var svo innilega fullur iðrunar og eftirsjá. Hann gat ekki tekið neitt til baka. Um hann voru skrifuð misfalleg orð. Hann sá að „allir hötuðu hann.“ Að „hann myndi aldrei getað bætt fyrir þetta.“

Bull! Sagði ég, móðir hans. Þú bara mannar þig upp og biður stúlkuna og hlutaðeigendur afsökunar. Allir geta hlaupið á sig. Sjálf eyddi ég mörgum klukkutímum nýverið í að hlusta á rígfullorðna menn segja ömurlega brandara sem einkenndust af karlrembu og kvenfyrirlitningu og það var kallað skemmtidagskrá! Fyrst þeir geta gengið um uppréttir, þá getur þú það alveg!“

Björgúlfur skrifaði þá Eyrúnu og baðst afsökunar. Því næst skrifaði hann bréf og baðst einnig afsökunar opinberlega. Það sem veldur Ylfu mestum áhyggjum er hvaða spor þetta komi til með að skilja eftir sig.

Stúlkan sem hann sýndi dónaskap mun spjara sig. Hún var í fullum rétti. Hún stóð upp gegn móðguninni sem henni var sýnd og sagði opinskátt: Svona má ekki tala við mig! Og það er alveg rétt hjá henni. Ég dáist að henni fyrir vikið. Ég vildi óska að ég hefði sjálf haft kjark til að gera slíkt á hennar aldri þegar mér þótti að mér vegið sem ungri konu. En þá eru það gerendurnir. Hvernig mun þeim takast að lifa með og sættast við gjörðir sínar? Munu þeir læra af mistökum sínum? Mun dómstóll götunnar hafa það í sér að fyrirgefa þeim, líkt og stúlkan gerði?

Ylfa bendir á að mörg óvægin ummæli hafi verið látin falla og margir hafi sagt að afsökunarbeiðni ein og sér dugi ekki til. Þeir hafi orðið bæjarfélaginu og jafnvel öllu samfélaginu til skammar.

Margt fleira hefur verið sagt sem ég treysti mér ekki til að hafa eftir [...] En spurningin er: hvaða áhrif hefur þetta á þá? Verður þetta til þess að þeir sem fullorðnir menn komi til með að standa í fullum sal af fólki og segja „skemmtisögur“ af píkuþrengingum, hvað það sé nú karlmannlegt að míga standandi þegar nóg sé til að kvenfólki til að þrífa upp eftir þá, líkt og ég sat undir á nýafstöðnu þorrablóti? Ég vona ekki. Ég vona einmitt að þeim hafi lærst hvað er viðeigandi og hvað ekki. Þeir hafa hlotið, það sem mætti kalla opinbera hýðingu. Sem þeir áttu eflaust skilið. Ekki dettur mér í hug að gera lítið úr gjörðum þeirra“, segir Ylfa og bætir við: „Ég veit samt að ef þessir drengir eiga eftir að getað orðið að mönnum, þurfa þeir að getað borið höfuðið hátt aftur. Ég hef fulla trú á að það muni þeir gera“.

Svo nú spyr ég ykkur ágætu herrar, hvað á að gera til að refsa þessum ungu mönnum, sem þegar hafa iðrast og beðist afsökunar? Á að velta þeim upp úr tjöru og fiðri? á að reka þá úr skólanum? og hvað gerist þá? hvernig blasir lífið við þeim eftir það?

Viljið þið ef til vill taka þá af lífið, eða hvað?

Getið þið bent mér á hvernær hefnigirni ykkar er fullnægt?

Hér er um að ræða börn 17 ára gömul, sem eiga lífið framundan, ef þið aðeins hugið til baka gerðuð þið aldrei neitt í unggæðishætti sem þið ættuð aðskammast ykkar fyrir? Eða hefur ykkar fullkomna líf orðið til þess að þið hafið efni á að fordæma krakka sem að vísu gerðu vonda hluti, en hafa beðist afsökunar og iðrast, en eiga eftir ykkar fordómafulu fullkomnun að fá að líða fyrir það það sem eftir er af þeirra lífi? svar óskast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2014 kl. 19:09

16 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Svo nú spyr ég ykkur ágætu herrar, hvað á að gera til að refsa þessum ungu mönnum, sem þegar hafa iðrast og beðist afsökunar? Á að velta þeim upp úr tjöru og fiðri? á að reka þá úr skólanum? og hvað gerist þá? hvernig blasir lífið við þeim eftir það"

Það væri sennilega best að fá þá til að kenna öðru ungu fólki að haga sér skikkanlega og bera virðingu fyrir öðrum. Þeir gætu notað dæmi um sína eigin hegðun og reynslu til að skýra mál sitt.

Ég vona að í þessu tilfelli hafi enginn meiri samúð með gerendunum en fórnarlambinu. Þeir eiga það ekki skilið.

Vonandi enda þeir ekki sem ógeðslegir kjaftforir karlar sem  segja "skemmtisögu" á borð við þær sem þú lýstir, Ásthildur. Ég er satt að segja hissa á því að svoleiðis lið skuli ennþá vera til. Ég hélt satt að segja að slíkt heyrði sögunni til og mér finnst það sorglegt að þetta skuli ennþá viðgangast. 

Hörður Þórðarson, 16.2.2014 kl. 19:24

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er alveg sammála þér með það Hörður að þessir ungu menn væru góðir í að kenna öðrum ungum mönnum og konum hvað það þýðir að haga sér svona. Auðvitað á fórnarlambið mesta samúðina, ég vil reyndar ekki kalla það samúð, heldur er ég mjög stolt af þessari stúlku að láta ekki vaða yfir sig. Það er algjörlega frábært. En hún hefur fyrirgefið strákunum, sem er hluti af þessu góða ferli sem er að gerast að unglingarnir sýna gott fordæmi um hvernig á að haga sér, og sýnir að fullorðið fólk megi læra af hegðum þessara ungu krakka.

Það er alveg ljóst að þessi reynsla þeirra mun algjörlega koma í veg fyrir að þeir endi sem kjaftforir karlar, það á nefnilega við hér eins og svo oft áður að batnandi mönnum er best að lifa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2014 kl. 19:38

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það að iðrast og biðjast afsökunnar er alltaf af hinu góða. Hitt má alveg koma fram að afsökunarbeðni er ekki nóg (sbr forseta vorn ;-)), það verður að iðrast og bæta sig.

Strákarnir eru ungir og hafa svo sannarlega beðið stúlkuna afsökunnar og eins og Ásthildur bendir á er það alls ekki sjálfsagt að fyrirgefa. Því tel ég afsökunarbeðni drengjanna einlæga, vegna stúlkunnar.

Þetta mál er gott að því leyti að það á að kenna okkur öllum eitthvað, en hvað?

 Að mínu mati átti þessi þjálfari aldrei að vera viðriðin aðra morfískepni eftir að svona mál kom upp, en það gerði það. Þjálfarinn mátti iðrast eftir fyrsta skiptið, segi ég nú bara. Það er nefnilega ekki nóg að biðjast afsökunnar. Við hin meigum passa okkur þegar við segjum "grín" og niðurlægjum fólk!

Hér má sjá að þessi þjálfari er ekki hæfur en atvik þetta mun hreyfa við strákunum á Ísafirði og vonandi fleirum strákum? http://www.dv.is/frettir/2014/2/16/i-morfis-er-fedraveldid-allsradandi/

Egilznegger hefur til dæmis aldrei beðið konur afsökunnar á sora"gríni" sínu svo ég viti.  Það hafa þessir drengir gert. Virðum það og látum framtíðina skera úr um iðrunarferlið. 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.2.2014 kl. 14:12

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.2.2014 kl. 15:17

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Anna mín gott innlegg frá þér, svo gott að sjá þig hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2014 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband