Að láta fólkinu sínu líða vel.

Af ýmsum ástæðum finnst mér ekki mjög gott að búa hér núna Daníel minn,  segi og skrifa.  Aldrei datt mér í hug að það yrði gerð sú aðför að mér og mínu heimili svona á síðustu metrum ævi minnar að það væri reynt að bola mér burtu héðan.  En ef svo fer að þið hendið mér út af mínu heimili þá mun ég hrökklast burtu héðan, frá þeim stað sem ég hef elskað mest og haft brennandi áhuga á að vinna sem best og mest fyrir, það varð þó ekki til þess að ég ynni út starfsaldur minn, því það var ekki áhugi á því að ég fengið að vinna út starfstímann. Það þurfti að koma öðrum að ekki satt?

Þú ert vænsti piltur, en ég held að þú þurfir að kafa aðeins ofan í grasrótina til að sjá að það er bara ekki allt í lagi hér hjá okkur.   Það er bara enganveginn allt í lagi, og reiðin sem er í mínu brjósti þegar eyðileggingin blasir við mér hér fyrir ofan mig er mikil, og mikið af þeirri vinnu sem ég lagði á mig þar í 30 ár, þá er ég döpur.  Hlustandi á búkollur á hraðferð gegnum fyrrverandi skóginn minn, með látum, ílið í bakkgírnum og hávaðin í gröfunum, þegar þær voru að fara yfir gróðurinn og eyðileggja allt sem fyrir var.  Að vísu hefur það þroskað mig á ákveðin hátt, því djúp sorg og reiði eru ágætis efniviður í sjálfskoðun og sjálfsaga, því ég vil ekki láta reiðina eyðileggja heilsuna mína, það hefur samt sem áður verið fjandi erfitt.   Það verður þó að segjast eins og er, að þú hefur reynt að vera góður og haft áhyggjur af málinu, svona eftir á, þegar það var sennilega úr þínum höndum... eða hvað?  

Að mínu mati var þetta rask algjörlega óþarfi og bara til þess að fá inn fjármagn til að skapa vinnu fyrir verktaka, og meira að segja ekki verktaka héðan heldur þá verktaka sem virðast sitja að öllum verkum á Íslandi í dag,  Íslenskir aðalverktakar.

Og ég er ekki ein um þessa skoðun, svo það komi fram.  

Það er ljótt að eyðileggja svona gjörsamlega allt sem ég og fleiri  hafa unnið að og að fá ekki að vera í friði hér, eins og ég hélt að ég fengi að vera.  Í ljósi þessa átt þú og þitt fólk mikla vinnu framundan við að sætta sjónarmið.  Þú og þessir menn vita ekkert um andvökunæturnar sem ég hef þurft að upplifa, ekki angistina og ferðir til lækna til að fá róandi töflur bara til að komast yfir daginn, rétt þegar ég var að komast yfir sorgina með son minn.  Reiðina og óttann sem ég hef þurft að berjast við til að halda heilsunni í lagi.  Stundum þarf að hugsa um meira en peninga Daníel minn, þú ert reyndar úr bankaelítunni, svo það er von að þú sjáir ekki svona hjartansmál í réttu ljósi.  

En ég segi bara ég ætla ekki að gefast upp, fólk er að spyrja mig endalaust hvernig þetta gangi, og ég segi ég er ekki á förum eitt eða neitt, þið þurfið þá að draga mig burt frá heimili mínu í böndum, því ég vil ekki fara.  

 Þannig virkar þetta fyrir mér.  

 

IMG_3966
mbl.is Daníel í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég las fréttina um daginn, var mér hugsað hvort þetta væri enn ein aðförin að þér og þínu heimili. Það er með ólíkindum hvernig pólitíkusar geta hagað sér og stjórnvöld, þrátt fyrir að almenningur og meirihluti sé á móti aðgerðum af þessum toga. Sést best með Rvík.flugvöll. yfir 70.000 atkvæði skipta þessa vesalinga sem stjórna engvu. Áfram skal haldið og valtað yfir fólk. Athugasemdir skipta ekki máli, af því þeim finnst það. Ég vona bara að bæjarbúar á Ísafirði sýni nú samstöðu með þér og safni undirskriftum og komi þessum vesalingum sem greinilega eru tilfinninga og heyrnalausir í burtu og þá helst af landi brott ef út í það væri farið. Við höfum ekkert við svona fólk að gera, sem nb. á að vera að vinna fyrir okkur. Gangi þér allt í haginn og vona að þú hafir góða hátið.

M.b.kv.

Sigurður Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 17:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona að það verði lagað að myndin af mér kemur ekki inn á bloggsíðunni. Hrekk í kút í hvert skipti sem ég sé þessa felumynd af mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2013 kl. 17:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigurður minn, já það er sannarlega erfitt að upplifa það sem ég er að upplifa í dag. Og ég er viss um að fólkið mitt stendur með mér, það hafa margir haft samband og lýst því yfir. En ég ætla að reyna að vinna þetta stríð með þeim góða málstað sem ég hef, það er stjórnarskrá Íslanda, annað hvort er eitthvað að marka hana eða ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2013 kl. 17:23

4 identicon

Ég stend með þer í þessu Ásthildur mín,og tilbuin að skrifa undir það.

Ásdís Guðmundsd. (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband